Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Þjóðernishyggjan sigurvegari frönsku kosninganna?

Þjóðernishyggjan sigurvegari frönsku kosninganna?

Frönsku fylkiskosningarnar fóru fram í þessari viku Sunnudagana 6 og 12 desember. Í fyrri umferð skoraði Front National hátt, og ég læt vera að blogga um það í bili, en niðurstöðurnar eru sjokkerandi á marga vegu fyrir þá sem óttast framgang þjóðernissinna. Flokkurinn sem á fasískar rætur og vill koma aftur á dauðarefsingunni var stærstur allra flokka í fyrri umferðinni en með sameiginlegu átaki hinna hefðbundnu hægri og vinstriflokka var hægt að halda þeim frá sigri í seinni umferð. (Þótt að þriðjungur og sums staðar yfir 40% kjósenda styddu flokkinn, en það eru mun hærri tölur en Jean Marie Le Pen hafði á sínum tíma þegar hann komst í seinni umferð forsetakosninga á tæpum 17%).

 

Það hefur verið minna fjallað um það í fjölmiðlum en það er ekki síður athyglisvert að þjóðernissinnar á Korsíku skyldu hafa unnið sigur. Ekki Front National sem þó eru komnir með þingsæti í þessu franska fylki í fyrsta sinn í nokkur ár, heldur sjálfstæðissinnar. Listinn Per Corsica (Fyrir Korsíku) berst fyrir sjálfstæði eyjarinnar sem varð hluti af Frakklandi 1768, og annar listi á norðurhluta eyjunnar Prima Corsica (Korsíka um fram allt) unnu báðir stóran sigur og fengu yfir þriðjung atkvæða í seinni umferð.

Korsíkubúar hafa sitt eigið tungumál (sem sumir málfræðingar deila um hvort sé ítalska með frönskum áhrifum eða raunverulega sjálfstætt mál). Um helmingur íbúa á eyjunni talar korsíkönsku auk margra á norðurhluta Sardínu en mállýskan sem sögð er vera næst latínu eins og hún var töluð á tímum Rómverja (af öðrum málfræðingum). Tungumálið er á lista Unesco yfir tungumál í útrýmingarhættu en það virðist ekki breyta afstöðu kjósenda á Korsíku sem á Sunnudaginn kusu sjálfstæðissinna. Sumum finnst tilhugsunin um sjálfstæði lítillar eyju með einungis 316 þúsund íbúum að sjálfsögðu fáránleg, en brjálaðri hlutir hafa gerst.

Þar með bætist Korsíka í hóp annarra svæða í Vestur-Evrópu þar sem þjóðernishyggja vinnur á í einhverri mynd. Kjósendur í Feneyjum, Katalóníu, Skotlandi og Flanders hafa á einn eða annan máta sent frá sér skilaboð um að þeir vilji sjálfstæði eða meira sjálfræði. Þjóðernissinnaðir flokkar á hægri og vinstri væng vinna á.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni