Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Fyrst ekki er hægt að kaupa internetið

Fyrst faðir forsætisráðherrans getur ekki keypt internetið er sennilega best að velferðarráðherrann komi lögum á það.

Er ekki hægt að setja guðlastslögin aftur á svona í leiðinni? Ég meina: Sá sem ekki ber virðingu fyrir heimsku hlýtur að hata heimskingja. En nóg af meinfýsni, það er sjálfsagt mál að sama fólkið og tryggir fæðuöryggi okkar með því að banna franska osta og ósoðnar pylsur, tryggi internetöryggið okkar líka.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar!

Til útskýringar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni