Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Draugmiðlarnir rísa

Draugmiðlarnir rísa

Þetta er absúrd. Stundin er nýbúin að birta úttekt á fjölmiðlaveldi Björns Inga og vafasaman uppruna þess og samdægurs kaupir Binginn fleiri gagnrýnar raddir í þeim tilgangi að þagga endanlega niður í þeim. Nú þegar DV hefur verið tekið úr umferð eru það Reykjavík Vikublað og Akureyri Vikublað sem bætast í flokk lifandi dauðra draugmiðla.

Einu sinni var Eyjan.is frjálslyndur miðill en er núna gróðrarspýja fyrir þvæl um ágæti fjárglæframanna og fordóma í bland. Einu sinni var DV gagnrýninn miðill sem kom upp um hneykslismál og valdníðslu ráðherra, helsta vígi rannsóknarblaðamennsku á Íslandi. Núna líkist blaðið helst rauðlitaðri útgáfu af mogganum+slúður.

Það er sorglegt að fylgjast með þessari marséringu. Einhvern veginn grunar mann að í hvert sinn sem einhver fjárfestir hætti sig út í að halda uppi almennilegri fjölmiðlun á Íslandi muni Björn Ingi birtast með tilboð sem ekki verði hægt að hafna. Algjörlega án þess að maður viti hvaðan peningarnir í tilboðið komi. Líkast til með láni frá eigendum sem borgað verður til baka með frekari lánum frá MP banka. Því ekki skilar fjölmiðlaveldið arði. 

Það er heldur ekki markmiðið. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni