Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Ósæmilegt

Ósæmilegt

Eitt af því sem hefur komið út úr afhjúpun Samherjaskjalanna er að Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, hefur viðurkennt að kaup hans í um fimmtugshlut í Morgunblaðinu árið 2017 voru fjármögnuð af Samherja, fyrirtækinu sem hann þóttist hafa verið að kaupa hlutinn af. Það er ekki nóg með að Eyþór hafi aldrei viðurkennt þessa staðreynd áður, heldur hefur hann hingað til neitað henni alfarið, sagst hafa greitt fyrir hlutabréfin sjálfur. Nú segir hann að Samherji taki áhættuna og hann sé ekki í persónulegri ábyrgð gagnvart fyrirtækinu.

Staðan er því þessi: Kjörinn fulltrúi almennings, oddviti í þokkabót, tók þátt í því að hjálpa fyrirtæki að taka peninga út úr Morgunblaðinu, koma með aðra inn í staðinn að utan - og hjálpaði líka til við að halda þeirri staðreynd leyndri. Peningarnir hafa verið raktir til félags á Kýpur sem er tengt meiriháttar misferli og arðráni í Namibíu.

Þetta er eina rökrétta skýringin á aðkomu mannsins að þessari fléttu, að hann hafi verið fenginn í þetta verk til þess að halda þessum hlut fyrir Samherja og spyrja engra spurninga um af hverju fyrirtækið væri að þessu eða um hvaðan peningarnir kæmu - eða til að vera upplýstur um það en vera sama um það.

Ef hins vegar við kjósum að taka það trúanlegt sem Eyþór segir, að hann ætli sér að selja þennan hlut, þá vaknar sú spurning af hverju það væri þá ósanngjarnt að segja að Samherji hefði gefið honum hundruðir milljóna. Svona fyrst hann þarf að eigin sögn ekki að borga fyrirtækinu krónu fyrir hlutabréfin (staðfest er að meira en helmingur lánsins hafi verið afskrifaður og miðað við það sem Eyþór segir sjálfur um fyrirkomulagið hefur án efa alltaf staðið til að afskrifa það að fullu).

Það er sumsé alveg sama hvernig þessu er snúið, það er ekki hægt að láta þetta ganga upp sem einhver eðlileg viðskipti enda er það mjög óeðlilegt í sjálfu sér að vera með og taka þátt í svona leynimakki með eignarhald á fjölmiðli. Það er rík ástæða fyrir kröfum um fullt gagnsæi í þessum efnum, það er til þess að ekki sé hægt að setja upp hagsmunatengsl sem ekki liggja fyrir opinberlega (þátttaka Eyþórs í því að gera þetta og halda þessu leyndu eru óháð öllu öðru bullandi hagsmunatengsl og við vitum ekki nákvæmlega hvað fleira og vafasamara liggur að baki) og ekki heldur viðskiptafléttur sem fela tilfærslur á fjármagni (hvaðan kom til dæmis hlutur félags Eyþórs í hlutafjáraukningu sem fór fram nú í febrúar, var það líka frá Kýpur?).

Að mínu mati ætti sögunni þar með að vera lokið, manninum einfaldlega ekki sætt sem kjörinn fulltrúi áfram. Það sem oddviti Pírata, Dóra Björt Guðjónsdóttir, hélt fram um þetta mál reyndist ekki bara vera satt heldur er það einfaldlega enn verra - það hvaðan Samherjapeningarnir koma gerir það töluvert vafasamara þó að fléttan og leyndin ein og sér sé verulega vafasöm og ámælisverð.

Það er því með miklum ólíkindum að það komi varla til tals að hann víki sæti. Það er kannski rosalega klisjukennt að nota frasann „Bara á Íslandi“ en mér finnst hann eiga frekar vel við hér. Ég held að það sé leitun að þeim löndum þar sem kjörinn fulltrúi sem er uppvís að því að blekkja almenning með svona rosalega grófum hætti í jafn alvarlegu máli og eignarhald fjölmiðla er víki ekki samstundis sæti eða sé neyddur til þess af flokknum sínum í versta falli.

Á Íslandi er það hins vegar alltaf sama sagan - það sem þykir ósæmilegt er að talað sé um ósómann

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Lífsskilyrði og heilsa fólks sem starfar við ræstingar mun verri en annarra
Rannsókn

Lífs­skil­yrði og heilsa fólks sem starfar við ræst­ing­ar mun verri en annarra

Staða fólks sem starfar við ræst­ing­ar er mun verri en annarra á vinnu­mark­aði ef lit­ið er til fjár­hags­stöðu, stöðu á hús­næð­is­mark­aði, lík­am­legr­ar- og and­legr­ar heilsu, kuln­un­ar og rétt­inda­brota á vinnu­mark­aði. Krist­ín Heba Gísla­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Vörðu – Rann­sókna­stofn­un­ar vinnu­mark­að­ar­ins, seg­ir nið­ur­stöð­urn­ar ekki koma beint á óvart. „En það kem­ur mér á óvart hversu slæm stað­an er.“
Geta lent í miklum mínus ef þær fá ekki leikskólapláss
Viðtal

Geta lent í mikl­um mín­us ef þær fá ekki leik­skóla­pláss

Ein­stæð­ar mæð­ur sem ekki fá leik­skóla­pláss fyr­ir börn sín eru lík­leg­ar til þess að enda með nei­kvæð­ar tekj­ur í lok mán­að­ar og get­ur stað­an jafn­vel orð­ið svo slæm að þær enda í 140 þús­und króna mín­us í lok mán­að­ar. Þetta leið­ir ný meist­ar­a­rann­sókn Þóru Helga­dótt­ur í ljós.
Allur marinn og bólginn eftir flug til Rómar
Úttekt

All­ur mar­inn og bólg­inn eft­ir flug til Róm­ar

Fólk sem not­ar hjóla­stól er ít­rek­að sett í hættu­leg­ar að­stæð­ur þeg­ar það ferð­ast með flug­vél­um. Við­mæl­end­ur Heim­ild­ar­inn­ar hafa slasast í flugi og kvíða hverri flug­ferð. Þeir kalla eft­ir breyt­ing­um, betri þjálf­un fyr­ir starfs­fólk og mögu­leika á að þeir geti set­ið í sín­um eig­in stól­um í flugi.
„Ef Guð er kærleikurinn, þá er hún mamma“
Guðbjörg Jóhannesdóttir
Það sem ég hef lært

Guðbjörg Jóhannesdóttir

„Ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma“

„Þú gef­ur okk­ur góða ástæðu til að nota kven­kyns for­nöfn fyr­ir Guð með því að vera fyr­ir­mynd fyr­ir kær­leik­ann. Því ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma.“ Þannig lýsa börn séra Guð­bjarg­ar Jó­hann­es­dótt­ur mömmu sinni, sem seg­ir upp­eldi barn­anna fimm mik­il­væg­asta, þakk­lát­asta og mest gef­andi verk­efni lífs­ins.
Reiknistofa bankanna varði tugum milljóna í greiðslulausn sem aldrei var notuð
Fréttir

Reikni­stofa bank­anna varði tug­um millj­óna í greiðslu­lausn sem aldrei var not­uð

Reikni­stofa bank­anna vann að þró­un á nýrri greiðslu­lausn á ár­un­um 2017 til 2019. Lausn­in hét Kvitt og átti að virka þannig að fólk gæti borg­að með henni í versl­un­um með bein­greiðsl­um af banka­reikn­ingi. Lausn­in hefði getað spar­að neyt­end­um stór­fé í korta­notk­un og færslu­gjöld. Hún var hins veg­ar aldrei not­uð þar sem við­skipta­bank­arn­ir vildu það ekki.
Vill þyngri refsingar fyrir vændiskaup
Fréttir

Vill þyngri refs­ing­ar fyr­ir vændis­kaup

Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir, vara­þing­mað­ur Vinstri grænna, seg­ir það skjóta skökku við að vændis­kaup telj­ist til brota sem ljúka má með lög­reglu­stjóra­sekt. Hún tel­ur að nafn­leynd sem vændis­kaup­end­ur hafa not­ið í rétt­ar­kerf­inu gefa til kynna að dóm­stól­um þyki vændis­kaup al­var­legri og skamm­ar­legri glæp­ur en við­ur­lög­in gefi til kynna. Bryn­hild­ur vill að refsiramm­inn fyr­ir vændis­kaup verði end­ur­skoð­að­ur.
Almenningshlutafélag í stórri eigu Samherja kaupir í sölufyrirtæki Samherja
FréttirSamherjamálið

Al­menn­ings­hluta­fé­lag í stórri eigu Sam­herja kaup­ir í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­formað­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar, vék sæti þeg­ar al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið ákvað að kaupa hluta­bréf í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja af út­gerð­inni. Síld­ar­vinnsl­an ákvað einnig að kaupa hluta­bréf af fyr­ir­tæki í eigu Þor­steins Más og Kristjáns Vil­helms­son­ar fyr­ir rúm­lega 2 millj­arða króna.
Færri konur en karlar fá hjartahnoð á almannafæri
Fréttir

Færri kon­ur en karl­ar fá hjarta­hnoð á al­manna­færi

Ný kanadísk rann­sókn sýn­ir að kon­ur sem fá hjarta­stopp eru ólík­legri en karl­ar til að fá hjarta­hnoð, sér­stak­lega ef at­burð­ur­inn á sér stað á al­manna­færi.
Ríkið þarf að borga fimm til tíu milljarða inn í ÍL-sjóð árlega frá og með næsta ári
Greining

Rík­ið þarf að borga fimm til tíu millj­arða inn í ÍL-sjóð ár­lega frá og með næsta ári

Rík­is­sjóð­ur fjár­magn­aði efna­hags­að­gerð­ir sín­ar í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um að miklu leyti með því að taka 190 millj­arða króna að láni úr ÍL-sjóði, sem stýrt er af fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og er með nei­kvætt eig­ið fé upp á 231 millj­arð króna, á af­ar hag­stæð­um kjör­um. Til stóð að borga ekki ann­að en vexti á næstu ár­um. Það hef­ur nú breyst eft­ir að lán­tak­end­ur hættu skyndi­lega að greiða upp gömlu Íbúðalána­sjóðslán­in sín.
Spá því að stýrivextir muni hækka áfram og enda í 9,5 prósentum
Fréttir

Spá því að stýri­vext­ir muni hækka áfram og enda í 9,5 pró­sent­um

Ís­lands­banki spá­ir því að verð­bólga mun fara að hjaðna á næsta ári og sam­hliða muni stýri­vext­ir lækka í hæg­um takti. Sá takt­ur eigi að skila stýri­vöxt­um í kring­um sex pró­sent í lok árs 2025. Þeir voru 0,75 pró­sent í apríl 2021.
Flótti heimila í verðtryggð lán heldur áfram – Met sett í ágúst
Greining

Flótti heim­ila í verð­tryggð lán held­ur áfram – Met sett í ág­úst

Heim­ili lands­ins eru að greiða upp óverðryggt íbúðalán sín á met­hraða og færa sig yf­ir í verð­tryggð lán. Sú til­færsla trygg­ir lægri mán­að­ar­lega greiðslu­byrði en eig­ið fé sem mynd­ast hef­ur í fast­eign­inni mun drag­ast sam­an vegna verð­bóta og þess að íbúða­verð er far­ið að lækka skarpt.
Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason
Pistill

Andri Snær Magnason

Að rota eða rota ekki sel

Hvenær og hvernig eiga börn að frétta af hlut­um? 10 ára? 12 ára? 18 ára? Er al­veg víst að mesta ógn­in sem að þeim steðj­ar sé yf­ir­leitt í bók?