Þessi færsla er meira en ársgömul.

Veikleikar heilbrigðiskerfisins voru þekktir

Veikleikar heilbrigðiskerfisins voru þekktir

Þann 25. október 2018 fjallaði RÚV um leiðara í Læknablaðinu eftir Magnús Gottfreðsson sem þá var yfirlæknir á Landspítalanum, þar sem hann fullyrti að Íslendingar væru furðulega illa búnir undir nýjan heimsfaraldur. Það hefðu viðbrögð við svínaflensufaraldrinum 2009 sýnt en að við værum í enn veikari stöðu nú en þá, gjörgæslurúmum hefði til að mynda fækkað og væru hlutfallslega færri en í nágrannalöndum okkar og mannekla væri viðloðandi vandamál.

Nú í upphafi árs tjáði sami maður sig um yfirstandandi faraldur í viðtali í Læknablaðinu. Benti hann á hvað það sendi skrýtin skilaboð að farið væri að tala um að herða sultarólarnar gagnvart Landspítalanum þrátt fyrir að baráttunni við faraldurinn væri ekki lokið. Þá minnti hann enn og aftur á veika stöðu heilbrigðiskerfisins áður en faraldurinn skall á, smáa gjörgæsluna og vanfjármögnun á vísindastarfi. Vísaði hann í ákall Kára Stefánssonar um betri fjármögnun á heilbrigðiskerfinu sem fékk gríðarlegar undirtektir hjá almenningi og bætti við ákalli: „Ég er hissa á að þetta skuli ekki vera rætt meira. Ég velti því fyrir mér hvort það verði þannig áfram þegar fer að nálgast kosningar.“

Nú þegar kosningar nálgast svo sannarlega og Landspítalinn er undir nákvæmlega því álagi sem spáð var fyrirfram að hann myndi verða undir í stórum faraldri er ekki úr vegi að velta þessari spurningu upp enn og aftur. Svar sitjandi fjármálaráðherra við þessu er fyrst og fremst að þyrla upp ryki um að þetta snúist í raun og veru ekki um peninga því það þurfi að horfa í framleiðni og skipulag kerfisins - en jafnvel þó svo sé (mjög vafasamt reyndar en það er eiginlega efni í annan og lengri pistil) þá eru þeir þættir alveg jafn mikið á herðum stjórnvalda og fjármögnunin. Ábyrgðin er í efsta laginu, vandamálin eru þekkt og það er ekki hægt að ætlast til þess að starfsfólkið á gólfinu sem hefur hlaupið eins og það getur núna í meira en ár hlaupi bara hraðar til að leysa þau. Það er ekki að kvarta bara til að kvarta - kerfið sem því er ætlað að starfa í hreinlega er bara eins og það er.

Faraldurinn hefur sýnt okkur að það eru gríðarleg verðmæti fólgin í því að fjárfesta í heilbrigðiskerfinu. Þetta er ein grunnundirstaða annarrar verðmætasköpunar í samfélaginu, en ekki öfugt eins og sumt fólk vill halda fram. Er þá ekki löngu orðið tímabært að taka almennilega mið af þessari staðreynd við stefnumörkun og fjárveitingar?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Volaða land
Bíó Tvíó#239

Volaða land

Í síð­asta þætti Bíó Tvíó í bili ræða Andrea og Stein­dór kvik­mynd Hlyns Pálma­son­ar frá 2022, Volaða land. Fleiri þætt­ir eru í boði á Pat­reon síðu Bón­us Tvíó: www.pat­reon.com/biot­vio
Þroskahjálp: Rafbyssuvæðing lögreglunnar „hrollvekjandi tilhugsun“
FréttirRafbyssuvæðing lögreglunnar

Þroska­hjálp: Raf­byssu­væð­ing lög­regl­unn­ar „hroll­vekj­andi til­hugs­un“

Sér­fræð­ing­ur og fram­kvæmda­stjóri hjá Þroska­hjálp segja að sam­tök­in hafi áhyggj­ur af raf­byssu­væð­ingu lög­regl­unn­ar. Þroska­hjálp hef­ur fund­að með embætti rík­is­lög­reglu­stjóra vegna þessa. Ástæð­an er sú að lög­regl­an hafi ekki nægi­lega þekk­ingu á stöðu fólks með fötl­un sem hún kann að þurfa að hafa af­skipti af.
Kjartan hættir sem stjórnarformaður
FréttirLaxeldi

Kjart­an hætt­ir sem stjórn­ar­formað­ur

Kjart­an Ólafs­son er hætt­ur sem stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax eft­ir að hafa leitt fé­lag­ið um ára­bil. Stofn­andi stærsta hlut­hafa Arn­ar­lax, Gustav Witzoe, kem­ur inn í stjórn­ina.
Hækkanir á afborgunum valda magaverk
Fréttir

Hækk­an­ir á af­borg­un­um valda maga­verk

Af­borg­an­ir á hús­næð­is­láni sex manna fjöl­skyldu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa hækk­að um 116 þús­und krón­ur á 18 mán­uð­um. Fjöl­skyld­an hef­ur þurft að ganga á sparn­að til að ráða við reglu­leg út­gjöld og er nú í því ferli að breyta lán­inu úr óverð­tryggðu í verð­tryggt til að ráða við af­borg­an­irn­ar.
„Ég hef ekki einu sinni fengið boð í atvinnuviðtöl“
Fréttir

„Ég hef ekki einu sinni feng­ið boð í at­vinnu­við­töl“

Rafa­ela Georgs­dótt­ir hef­ur um langt skeið leit­að að störf­um þar sem mennt­un henn­ar gæti nýst en án ár­ang­urs. Rafa­ela er mennt­að­ur lög­fræð­ing­ur frá Bras­il­íu með sér­hæf­ingu í um­hverf­is­vernd.
Hvað kostar lítri af mjólk?
Fréttir

Hvað kost­ar lítri af mjólk?

Þing­menn þjóð­ar­inn­ar gisk­uðu á verð á ein­um lítra af mjólk og svör­uðu öðr­um spurn­ing­um um verð­til­finn­ingu sína.
Hvalveiðar Kristjáns sem djúpleikur
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillHvalveiðar

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Hval­veið­ar Kristjáns sem djúp­leik­ur

Hval­veið­ar Kristjáns Lofts­son­ar snú­ast um ann­að og meira en pen­inga þar sem þær eru órök­rétt­ar út frá fjár­hags­legu sjón­ar­miði. Mann­fræð­ing­ur­inn Clifford Greetz rann­sak­aði hana­at á Balí fyr­ir meira en hálfri öld en þar má finna skýr­ing­ar sem geta hjálp­að til við að skilja ástríðu Kristjáns fyr­ir hval­veið­um.
Verðbólgan er meira hagnaðar- en launadrifin
Stefán Ólafsson
Aðsent

Stefán Ólafsson

Verð­bólg­an er meira hagn­að­ar- en launa­drif­in

Það er beint sam­band milli auk­ins hlut­ar fyr­ir­tækja af þjóð­ar­kök­unni og auk­inn­ar verð­bólgu, en nei­kvætt sam­band milli hlut­ar launa­fólks og verð­bólgu.
Ísland situr á vannýttum mannauði meðal innflytjenda
Fréttir

Ís­land sit­ur á vannýtt­um mannauði með­al inn­flytj­enda

Hlut­fall inn­flytj­enda sem lok­ið hafa há­skóla­námi er nærri því tvö­falt á við inn­fædda Ís­lend­inga með­al fé­lags­manna í að­ild­ar­fé­lög­um ASÍ og BSRB. Rann­sókn­ir sýna að inn­flytj­end­ur, einkum kon­ur, eru oft og tíð­um of­mennt­að­ar fyr­ir þau störf sem þær sinna.
Bensínverð það sama og fyrir ári en hlutur olíufélaga hefur tvöfaldast
Greining

Bens­ín­verð það sama og fyr­ir ári en hlut­ur olíu­fé­laga hef­ur tvö­fald­ast

Við­mið­un­ar­verð á bens­ín­lítra er tæp­lega 308 krón­ur nú en var 307 krón­ur fyr­ir ári. Í maí í fyrra tóku olíu­fé­lög­in sem selja Ís­lend­ing­um bens­ín 31,24 krón­ur af hverj­um seld­um lítra. Nú taka þau 62,67 krón­ur af hverj­um seld­um lítra.
Friður hins heilaga refs?
Flækjusagan

Frið­ur hins heil­aga refs?

Hefðu Bret­ar átt að semja frið við Hitler ár­ið 1940 til að koma í veg fyr­ir frek­ara mann­fall?
Vald óttans – og virði friðsemdar
Þorvaldur Örn Árnason
Aðsent

Þorvaldur Örn Árnason

Vald ótt­ans – og virði frið­semd­ar

Lýð­ræði, rétt­ar­ríki og mann­rétt­indi – gott og bless­að. Evr­ópu­ráð­ið stend­ur vörð um það. Vest­ræn ríki stæra sig af þessu – en eru samt á valdi ótt­ans.