Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Veikleikar heilbrigðiskerfisins voru þekktir

Veikleikar heilbrigðiskerfisins voru þekktir

Þann 25. október 2018 fjallaði RÚV um leiðara í Læknablaðinu eftir Magnús Gottfreðsson sem þá var yfirlæknir á Landspítalanum, þar sem hann fullyrti að Íslendingar væru furðulega illa búnir undir nýjan heimsfaraldur. Það hefðu viðbrögð við svínaflensufaraldrinum 2009 sýnt en að við værum í enn veikari stöðu nú en þá, gjörgæslurúmum hefði til að mynda fækkað og væru hlutfallslega færri en í nágrannalöndum okkar og mannekla væri viðloðandi vandamál.

Nú í upphafi árs tjáði sami maður sig um yfirstandandi faraldur í viðtali í Læknablaðinu. Benti hann á hvað það sendi skrýtin skilaboð að farið væri að tala um að herða sultarólarnar gagnvart Landspítalanum þrátt fyrir að baráttunni við faraldurinn væri ekki lokið. Þá minnti hann enn og aftur á veika stöðu heilbrigðiskerfisins áður en faraldurinn skall á, smáa gjörgæsluna og vanfjármögnun á vísindastarfi. Vísaði hann í ákall Kára Stefánssonar um betri fjármögnun á heilbrigðiskerfinu sem fékk gríðarlegar undirtektir hjá almenningi og bætti við ákalli: „Ég er hissa á að þetta skuli ekki vera rætt meira. Ég velti því fyrir mér hvort það verði þannig áfram þegar fer að nálgast kosningar.“

Nú þegar kosningar nálgast svo sannarlega og Landspítalinn er undir nákvæmlega því álagi sem spáð var fyrirfram að hann myndi verða undir í stórum faraldri er ekki úr vegi að velta þessari spurningu upp enn og aftur. Svar sitjandi fjármálaráðherra við þessu er fyrst og fremst að þyrla upp ryki um að þetta snúist í raun og veru ekki um peninga því það þurfi að horfa í framleiðni og skipulag kerfisins - en jafnvel þó svo sé (mjög vafasamt reyndar en það er eiginlega efni í annan og lengri pistil) þá eru þeir þættir alveg jafn mikið á herðum stjórnvalda og fjármögnunin. Ábyrgðin er í efsta laginu, vandamálin eru þekkt og það er ekki hægt að ætlast til þess að starfsfólkið á gólfinu sem hefur hlaupið eins og það getur núna í meira en ár hlaupi bara hraðar til að leysa þau. Það er ekki að kvarta bara til að kvarta - kerfið sem því er ætlað að starfa í hreinlega er bara eins og það er.

Faraldurinn hefur sýnt okkur að það eru gríðarleg verðmæti fólgin í því að fjárfesta í heilbrigðiskerfinu. Þetta er ein grunnundirstaða annarrar verðmætasköpunar í samfélaginu, en ekki öfugt eins og sumt fólk vill halda fram. Er þá ekki löngu orðið tímabært að taka almennilega mið af þessari staðreynd við stefnumörkun og fjárveitingar?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Eins manns harmleikur er annars afþreying
Viðtal

Eins manns harm­leik­ur er ann­ars af­þrey­ing

Inga Kristjáns­dótt­ir er ókrýnd saka­mála­hlað­varps­drottn­ing Ís­lands. Í sum­ar fór hún til Banda­ríkj­anna og stund­aði myrka ferða­mennsku þeg­ar hún heim­sótti með­al ann­ars heim­ili Ted Bun­dy og var við­stödd fyr­ir­töku í máli grun­aðs morð­ingja í Ida­ho. Hún seg­ist skilja þau sem furða sig á því hvernig hún geri af­þrey­ingu úr harm­leik annarra en seg­ir þetta allt snú­ast um for­vitni og að segja sög­ur.
Þrjár 19 ára stelpur stofnuðu eitt efnilegasta fótboltalið landsins
Fréttir

Þrjár 19 ára stelp­ur stofn­uðu eitt efni­leg­asta fót­boltalið lands­ins

„Við höfð­um ekki eft­ir neinu að bíða,“ seg­ir knatt­spyrnu­kon­an og lög­fræð­ing­ur­inn Jór­unn María Bachmann Þor­steins­dótt­ir, ein þeirra ungu kvenna sem krafð­ist þess að stofn­að­ur yrði meist­ara­flokk­ur kvenna í fót­bolta hjá Gróttu. Lið­ið keppti ný­ver­ið í úr­slita­leik um sæti í Bestu deild kvenna, að­eins átta ár­um eft­ir stofn­un.
Er „draugurinn“ fundinn? – Áður óþekkt tegund manna leyndist í helli í Kína
Flækjusagan

Er „draug­ur­inn“ fund­inn? – Áð­ur óþekkt teg­und manna leynd­ist í helli í Kína

Sú var tíð að for­saga manns­ins virt­ist ein­föld. Frá suðuröp­um þró­að­ist homo habil­is og síð­an kom fram homo erect­us og þeg­ar hann hafði geng­ið sitt skeið birt­ist homo sapiens með hlið­ar­grein Ne­and­er­dals­manna. En vís­inda­menn hafa nú fyr­ir all­nokkru af­skrif­að þessa ein­földu mynd eft­ir að hafa kom­ist á snoð­ir um að mann­teg­und­irn­ar voru í raun mun fleiri. Og nú er „ný“ teg­und fund­in í Kína sem ekki er gott að segja hvar pass­ar inn í mynd­ina.
„Ég held að það sé mikilvægt að sveitarfélagið standi ekki í skuld við fyrirtæki“
FréttirLaxeldi

„Ég held að það sé mik­il­vægt að sveit­ar­fé­lag­ið standi ekki í skuld við fyr­ir­tæki“

Ásrún Mjöll Stef­áns­dótt­ir, sveit­ar­stjórn­ar­kona VG í Múla­þingi, seg­ir að það sé mik­il­vægt að sett­ar verði regl­ur á sveita­stjórn­arstig­inu um gjaf­ir frá fyr­ir­tækj­um. Ný­lega gaf Fisk­eldi Aust­fjarða 6 til 8 millj­óna króna gjöf í formi meng­un­ar­varna til Seyð­is­fjarð­ar­bæj­ar. Yf­ir­hafn­ar­vörð­ur seg­ir mál­ið ver­ið storm í vatns­glasi þar sem höfn­in hafi upp­haf­lega ætl­að að kaupa bún­að­inn af Fisk­eldi Aust­fjarða.
Fögnum ágæti og fjölbreytileika í tæknigeiranum okkar
Alondra Silva Muñoz
Aðsent

Alondra Silva Muñoz

Fögn­um ágæti og fjöl­breyti­leika í tækni­geir­an­um okk­ar

For­stjóri Women Tech Ice­land skrif­ar um mik­il­vægi þess að kon­ur knýi fram fram­far­ir í tækni­drifn­um heimi nú­tím­ans, þrátt fyr­ir við­v­arn­andi kynjamun í geir­an­um.
Skaðlegar snyrtivörur: „Fólk er að veikjast“
FréttirNeytendamál

Skað­leg­ar snyrti­vör­ur: „Fólk er að veikj­ast“

Una Em­ils­dótt­ir um­hverf­is­lækn­ir seg­ir að í hill­um versl­ana á Ís­landi sé „allt mor­andi í skað­leg­um snyrti­vör­um“. Rann­sókn­ir á lang­tíma­áhrif­um óæski­legra efna í snyrti­vör­um séu fá­ar og Una seg­ir að af­leið­ing­arn­ar séu þeg­ar farn­ar að koma fram. Fólk sé far­ið að veikj­ast.
Samkeppniseftirlitið hættir og byrjar aftur í fjórða sinn að kanna eignatengsl í sjávarútvegi
Fréttir

Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið hætt­ir og byrj­ar aft­ur í fjórða sinn að kanna eigna­tengsl í sjáv­ar­út­vegi

Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið mun halda áfram könn­un á eigna­tengsl­um í sjáv­ar­út­vegi, en án samn­ings og fjár­magns úr ráðu­neyti sjáv­ar­út­vegs­mála. Þetta ger­ist í kjöl­far þess að áfrýj­un­ar­nefnd Sam­keppn­is­mála taldi það ekki sam­rýmast hlut­verki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins að gera slíka rann­sókn, að beiðni og með fjár­mögn­un ráðu­neyt­is.
Lesa stundum en eiga erfitt með að minnka tíma á samfélagsmiðlum
Viðtal

Lesa stund­um en eiga erfitt með að minnka tíma á sam­fé­lags­miðl­um

Fjór­ir nem­end­ur í Haga­skóla svara sömu spurn­ing­um og lagð­ar eru fyr­ir í Ís­lensku æsku­lýðs­rann­sókn­inni og skýra hvað ligg­ur að baki svör­un­um. Ragný Þóra Guðjohnsen, fag­leg­ur stjórn­andi rann­sókn­ar­inn­ar og lektor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, seg­ir nið­ur­stöð­urn­ar af­ger­andi.
„Munum aldrei mæta allri orkuþörf allra“
Viðtal

„Mun­um aldrei mæta allri orku­þörf allra“

Ef ekki verða sett lög um for­gang al­menn­ings að orku verð­ur hon­um smám sam­an þrýst út af orku­borð­inu og þá stund­um of­an í ol­íu­tunnu. Því þótt borð­ið svigni vissu­lega af end­ur­nýj­an­legri orku verð­ur það alltaf tak­mark­að að stærð. Nú þeg­ar eft­ir­spurn­in hef­ur marg­fald­ast og sal­an auk­ist er gott að hugsa um „orku­skort hverra“ og þá stað­reynd að al­menn­ing­ur not­ar að­eins um 5 pró­sent raf­orkunn­ar, seg­ir Halla Hrund Loga­dótt­ir orku­mála­stjóri. „Því þetta verð­ur alltaf val – hversu mik­ið þú ætl­ir að selja og í hvað.“
Fiskeldi Austfjarða gaf Seyðisfirði 6 til 8 milljóna króna gjöf
FréttirLaxeldi

Fisk­eldi Aust­fjarða gaf Seyð­is­firði 6 til 8 millj­óna króna gjöf

Bæj­ar­full­trú­ar minni­hlut­ans í Múla­þingi hafa spurt spurn­inga um gjöf­ina frá lax­eld­is­fyr­ir­tæk­inu. Fisk­eldi Aust­fjarða þarf að fá íbúa Múla­þings í lið með sér ef það á að verða af lax­eld­is­áform­um fyr­ir­tæk­is­ins í Seyð­is­firði.
Ráðherrar og aðstoðarmenn þeirra fá 828 milljónir í laun á næsta ári
Greining

Ráð­herr­ar og að­stoð­ar­menn þeirra fá 828 millj­ón­ir í laun á næsta ári

Laun tólf ráð­herra voru hækk­uð í sum­ar og launa­kostn­að­ur vegna þeirra er áætl­að­ur um 332 millj­ón­ir króna á næsta ári. Rík­is­stjórn­in má ráða alls 27 að­stoð­ar­menn og sem stend­ur eru 26 þeirra starfa mönn­um. Hlut­fall að­stoð­ar­manna á hvern ráð­herra hef­ur aldrei ver­ið hærra.
Skilin eftir á ofbeldisheimili
Myndband

Skil­in eft­ir á of­beld­is­heim­ili

Linda ólst upp hjá dæmd­um barn­aníð­ingi og stjúp­móð­ur sem mis­þyrmdi börn­un­um. Eldri syst­ir henn­ar var send í fóst­ur þeg­ar rann­sókn hófst á hend­ur for­eldr­un­um. Hún var skil­in eft­ir og of­beld­ið hélt áfram þrátt fyr­ir vitn­eskju í kerf­inu.