Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Pétursfrumvarpið

Pétursfrumvarpið

Fréttastjóri Fréttablaðsins skrifaði pistil í gær um það hvernig heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fékk blaðið til að fjarlægja umfjöllun um ákveðna vindlabúð af vef sínum, út frá því að í lögum um tóbaksvarnir eru tóbaksauglýsingar á einum stað (3. tölulið 3. mgr. 7. gr.) skilgreindar sem „hvers konar umfjöllun í fjölmiðlum um einstakar vörutegundir til annars en að vara sérstaklega við skaðsemi þeirra“. Þetta er afar víð skilgreining sem hefur lengi verið umdeild.

Til dæmis mátti lesa um það í Morgunblaðinu þann 9. júní 2006 að Björg Thorarensen, sem var þá prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands en nú hæstaréttardómari, taldi þessa skilgreiningu ganga of langt inn á svið tjáningarfrelsis stjórnarskrárinnar. Tilefni umfjöllunarinnar var að Pétur H. Blöndal heitinn reyndi að koma inn breytingartillögu í meðferð frumvarps um reykingabann sem snerist um að fella þennan tölulið einfaldlega niður. Breytingartillagan var felld og atkvæði fóru ekki alveg eftir flokkslínum - fjórir úr Sjálfstæðisflokki og fjórir úr Samfylkingunni studdu tillöguna þó meirihluti þingmanna í báðum flokkum hafi verið á móti henni. Aðrir þingmenn voru ýmist á móti eða sátu hjá. Þegar Pétur talaði fyrir tillögunni sagði hann:

„Ef einhver fjölmiðlamaður skyldi nú senda út það sem ég segi hér á eftir þá ætla ég að vara hann við að ég er að fara að brjóta lög. Ég ætla nefnilega að segja að ég hafi aldrei reykt Camel. Þetta er lögbrot. Ég ætla að segja að það sé langt síðan ég hafi keypt Chesterfield. Annað lögbrot. Ég ætla að segja að nú er hann Jón gamli dáinn, ég segi það af því að ég er að skrifa minningargrein um hann, en eldri bróðir hans Gunnar sem reykti alltaf Raleigh, lifir góðu lífi. Eða systir hans sem reykti lifir enn, háöldruð. Þetta má ég ekki segja heldur

Þetta er náttúrlega alveg með ólíkindum frú forseti, svona umræða. Svona lagatúlkun. Þetta minnir á trúboð. Þetta minnir á trúboð bókstafstrúarmanna. Þetta eru einstrengingslegar skoðanir. Þetta er forsjárhyggja og þetta er skoðanakúgun. Þetta er rétttrúnaður. Ekkert annað. Heilbrigð umræða og skynsemi er látin veg allrar veraldar.

Ég skora á hv. þingmenn að styðja breytingartillögu mína þannig að það sem ég sagði hér áðan sé ekki lengur lögbrot og menn geti t.d. sagt í grein í Morgunblaðinu eða í einhverjum öðrum fjölmiðli að einhver hafi reykt Raleigh eða að einhver hafi reykt þetta eða hitt.“

Í dag segi ég hins vegar að ef einhver á þingi skyldi nú vilja taka þessari gömlu áskorun og gera aðra atlögu að því að fella ákvæðið niður þá væri vel við hæfi að slíkt frumvarp fengi heiðursnafnbótina Pétursfrumvarpið.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Fagnaði fertugsafmælinu með því að hækka stýrivexti
Viðtal

Fagn­aði fer­tugsaf­mæl­inu með því að hækka stýri­vexti

Ás­gerð­ur Ósk Pét­urs­dótt­ir hef­ur pælt í pen­ing­um frá því að hún man eft­ir sér. Ás­gerð­ur var ekki há í loft­inu þeg­ar hún spurði mömmu sína hvað­an pen­ing­arn­ir kæmu. Svar­ið var Seðla­bank­inn. „Þar ætla ég að vinna þeg­ar ég verð stór,“ sagði Ás­gerð­ur. Og við það stóð hún. Ás­gerð­ur er yngst allra sem set­ið hafa í pen­inga­stefnu­nefnd og starf seðla­banka­stjóra heill­ar.
Er listaverkið tómt ílát?
GagnrýniViðnám

Er lista­verk­ið tómt ílát?

List­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir fjall­ar um verk­ið Ör­laga­ten­ing­ur­inn eft­ir Finn Jóns­son (1892-1993) á sýn­ing­unni Við­nám á Lista­safni Ís­lands og seg­ir að hægt sé að gera meiri kröf­ur til safns­ins.
Lóa Hjálmtýsdóttir
Lóa Hjálmtýsdóttir
Sófakartaflan

Lóa Hjálmtýsdóttir

Svona var það tvöþús­und og sex

Sófa­kartafl­an gerði heið­ar­lega til­raun til að hofa á That 90’s Show á Net­flix en nostal­g­íu­neist­inn sem kvikn­aði í brjósti henn­ar leiddi til gláps á sjö þáttar­öð­um af Malcolm in the Middle.
Vegfarendur finna fyrir hækkunum
MyndbandLífskjarakrísan

Veg­far­end­ur finna fyr­ir hækk­un­um

Heim­ild­in ræddi við veg­far­end­ur um sí­end­ur­tekn­ar vaxta­hækk­an­ir og áhrif þeirra.
Verklagsreglur um leit að týndu fólki endurskoðaðar
Fréttir

Verklags­regl­ur um leit að týndu fólki end­ur­skoð­að­ar

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur haf­ið vinnu sem mið­ar að því að bregð­ast við til­mæl­um nefnd­ar um eft­ir­lit með lög­reglu frá því í fyrra.
Leituðu að öruggasta stað í heimi og fundu hann á Íslandi
Viðtal

Leit­uðu að ör­ugg­asta stað í heimi og fundu hann á Ís­landi

„Þetta er ekki leik­ur. Að rífa sig upp með rót­um og yf­ir­gefa heima­land­ið ger­ir eng­inn nema af nauð­syn,“ seg­ir Ab­ir, sem flúði frá Sýr­landi til Ís­lands ásamt bróð­ur sín­um, Tarek. Út­lend­inga­stofn­un hef­ur synj­að þeim um vernd en leit aldrei til að­stæðna í Sýr­landi í um­fjöll­un sinni held­ur í Venesúela, þar sem systkin­in eru fædd en flúðu frá fyr­ir mörg­um ár­um.
Bergur Ebbi
Bergur Ebbi
Pistill

Bergur Ebbi

Sjö gráð­ur og súld

Berg­ur Ebbi fjall­ar um breytta stöðu veð­ur­fræð­inga og veð­ur­frétta í tækn­i­sam­fé­lag­inu. Nú er það bara ískalt app­ið á með­an veð­ur­fræð­ing­ar voru lands­þekkt and­lit á ár­um áð­ur.
Dropinn dýrastur á Íslandi
Fréttir

Drop­inn dýr­ast­ur á Ís­landi

Bens­ín­lítr­inn er hvergi dýr­ari inn­an EES-svæð­is­ins en á Ís­landi og raun­ar er bens­ín­verð á Ís­landi það þriðja hæsta í heim­in­um. Álög­ur sem hið op­in­bera legg­ur á bens­ín eru þó hærri í sex­tán ESB-ríkj­um en þær eru á Ís­landi.
Volaða land
Bíó Tvíó#239

Volaða land

Í síð­asta þætti Bíó Tvíó í bili ræða Andrea og Stein­dór kvik­mynd Hlyns Pálma­son­ar frá 2022, Volaða land. Fleiri þætt­ir eru í boði á Pat­reon síðu Bón­us Tvíó: www.pat­reon.com/biot­vio
Þroskahjálp: Rafbyssuvæðing lögreglunnar „hrollvekjandi tilhugsun“
FréttirRafbyssuvæðing lögreglunnar

Þroska­hjálp: Raf­byssu­væð­ing lög­regl­unn­ar „hroll­vekj­andi til­hugs­un“

Sér­fræð­ing­ur og fram­kvæmda­stjóri hjá Þroska­hjálp segja að sam­tök­in hafi áhyggj­ur af raf­byssu­væð­ingu lög­regl­unn­ar. Þroska­hjálp hef­ur fund­að með embætti rík­is­lög­reglu­stjóra vegna þessa. Ástæð­an er sú að lög­regl­an hafi ekki nægi­lega þekk­ingu á stöðu fólks með fötl­un sem hún kann að þurfa að hafa af­skipti af.
Kjartan hættir sem stjórnarformaður
FréttirLaxeldi

Kjart­an hætt­ir sem stjórn­ar­formað­ur

Kjart­an Ólafs­son er hætt­ur sem stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax eft­ir að hafa leitt fé­lag­ið um ára­bil. Stofn­andi stærsta hlut­hafa Arn­ar­lax, Gustav Witzoe, kem­ur inn í stjórn­ina.
Hækkanir á afborgunum valda magaverk
FréttirLífskjarakrísan

Hækk­an­ir á af­borg­un­um valda maga­verk

Af­borg­an­ir á hús­næð­is­láni sex manna fjöl­skyldu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa hækk­að um 116 þús­und krón­ur á 18 mán­uð­um. Fjöl­skyld­an hef­ur þurft að ganga á sparn­að til að ráða við reglu­leg út­gjöld og er nú í því ferli að breyta lán­inu úr óverð­tryggðu í verð­tryggt til að ráða við af­borg­an­irn­ar.