Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Heimilisbókhald Sjálfstæðismanna

Heimilisbókhald Sjálfstæðismanna

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og þingkona Reykjavíkurkjördæmis norður, ritaði í síðasta mánuði grein um Reykjavíkurborg þar sem kunnugleg Valhallarstef um rekstur borgarinnar koma fyrir. Söngurinn er gamall og þreyttur, hann gengur út á að reynt er að sýna fram á að í samanburði við þær einingar sem Sjálfstæðismenn eru að reka – ríkissjóð og önnur sveitarfélög – sé allt alveg ómögulegt í rekstri borgarinnar og hann hreinlega að þrotum kominn. Eða eins og það er orðað í greininni: „Ef Reykjavíkurborg væri heimilisbókhald væri rekstur heimilisins í járnum og yfirdrátturinn fullnýttur þrátt fyrir að heimilismenn hefðu fengið launahækkanir síðustu ár.“ Þetta er rökstutt út frá því að tekjur borgarinnar hækkuðu á einhverju árabili í fortíðinni á meðan skuldir hafa hækkað um ákveðið mikið á algjörlega ótilgreindu tímabili.

Nú er það svo að samanburður við heimilisbókhald þegar kemur að opinberum rekstrareiningum er alltaf heldur hæpinn í eðli sínu - en þó getur hann dugað ákveðið langt til að einfalda ákveðna hluti og setja í hversdagslegt samhengi. Það er hins vegar lágmark þegar slíkt er reynt að farið sé rétt með samlíkingarnar. Staðreyndin er sú að árin 2016 – 2019 var borgarsjóður rekinn með afgangi, með öðrum orðum þá dugðu tekjur fyrir útgjöldum öll þau ár. Það þýðir einmitt að reksturinn var ekki í járnum. Þá væri nær að líta til Seltjarnarnesbæjar þar sem bæjarsjóður var rekinn í halla samfleytt 2017 – 2019. Eða þá til ríkissjóðs sem var rekinn í halla árið 2019. Hér er einfaldlega horft til þess (líkt og allir rekendur heimilisbókhalds ættu að skilja) hvort að tekjur dugi fyrir útgjöldum hverju sinni.

Það hentar Sjálfstæðismönnum hins vegar gríðarlega illa að horfa til þessa atriðis þannig að þess í stað beita þeir mjög óheiðarlegum blekkingum sem snúast um að tala frekar um skuldastöðu, líkt og hún segi eitthvað um það hvort rekstur er sjálfbær hverju sinni. Jafnvel þó fallist sé á að skuldastaðan gefi vísbendingu um sjálfbærni til lengri tíma þá þurfa Sjálfstæðismenn samt sem áður að bjaga þann veruleika líka með því að tala um aukningu á skuldum á einhverju tilteknu (eða bara algjörlega ótilteknu) tímabili í stað þess að bera saman rauntölur. Aftur má hreinlega benda á staðreynd, að þessu sinni þá að samkvæmt útgefnu efni um lykiltölur í rekstri frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þá var skuldastaða borgarsjóðs sú besta af öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu í árslok 2019.

Hvað þá af talinu um það að tekjur borgarinnar hafi aukist svo mikið og að það sé einhverri meintri skattpíningu um að kenna? Þessu má enn og aftur svara með staðreynd – þeirri að tekjur allra jukust mikið á árunum fyrir Covid-faraldurinn, ríkissjóðs sem og sveitarfélaga. Hagvöxtur var að aukast, laun að hækka og með vaxandi umsvifum og hækkandi tekjum einstaklinga kemur eðlilega meira fé í kassana. Á móti hins vegar kemur að opinberir aðilar eru líka launagreiðendur og með hækkuðum tekjum kemur þannig líka hækkaður launakostnaður. Enn og aftur má bara horfa í það einfalda viðmið hversu vel hefur tekist að stilla útgjöld af miðað við tekjur og þar var borgin hreinlega að standa sig vel allt fram að Covid.

En talandi um Covid þá er í raun stórmerkilegt í sjálfu sér að hægt sé að skrifa heila grein um rekstur án þess að minnast á Covid og áhrifin af faraldrinum með beinum hætti. Áslaug Arna reyndar kemur aðeins inn á það með því að tala um að „þegar flest heimilistækin eyðileggjast á sama tíma er ekkert eftir aflögu.“ Hér er reynt að mála þá mynd að Reykjavíkurborg sér í lagi sé í eitthvað sérstaklega erfiðri stöðu til að bregðast við því gríðarlega efnahagslega höggi sem Covid-faraldurinn hefur í för með sér. Það er alveg heldur bratt að halda þessu fram þegar gert er ráð fyrir rúmlega 300 milljarða halla á ríkissjóði á þessu ári. Einhverjar blekkingaræfingar þar sem tölur eru tilgreindar valkvætt og ónákvæmt duga ekki til að sýna fram á að borgin sé eitthvað verr stödd en aðrir – enda er hún það bara alls ekki. Covid-áhrifin eru gríðarleg og þau hafa mikil áhrif á alla. Þau kalla á samstilltar aðgerðir í þágu heildarinnar þar sem horft er í veruleikann eins og hann er. Í raun er algjörlega hlægilegt og gríðarlega óábyrgt við slíkar aðstæður að vera að halda sig við einhverjar gamlar sjálfhverfar tuggur um að Sjálfstæðismenn séu nú betri en þau sem stjórna borginni í rekstri. Þetta er hreinlega umræða sem ætti ekki að þurfa að taka, Sjálfstæðismenn ættu bara að sjá sóma sinn í að hætta þessari bjánalegu og skaðlegu upplýsingamengun sem snýst ekki um nokkuð annað en að hygla sjálfum sér á kostnað annarra með ómaklegum hætti og forðast þau raunverulegu verkefni sem liggja fyrir.

Líkt og Áslaug Arna segir sjálf þá „er mikil ábyrgð fólgin í því að reka sveitarfélag enda byggjast lífsgæði íbúanna á því að vel sé haldið á málum.“ Það er óskandi að Sjálfstæðismenn byrjuðu þá að axla þessa ábyrgð. Ef ekki í miðjum heimsfaraldri - þá hvenær er eiginlega tilefni til þess? Það verður bara að segjast eins og er að þessi flokkur sker sig algjörlega úr að þessu leyti, að vera svona upptekinn við það að nýta gríðarlegt efnahagslegt og samfélagslegt högg sem við öll höfum orðið fyrir til að hreykja sjálfum sér en níða aðra að ósekju. Haldi þau þessu til streitu myndi ég segja fullum fetum að þau væru einfaldlega að stimpla sig viljandi út úr vitrænnni umræðu um ástandið.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Volaða land
Bíó Tvíó#239

Volaða land

Í síð­asta þætti Bíó Tvíó í bili ræða Andrea og Stein­dór kvik­mynd Hlyns Pálma­son­ar frá 2022, Volaða land. Fleiri þætt­ir eru í boði á Pat­reon síðu Bón­us Tvíó: www.pat­reon.com/biot­vio
Þroskahjálp: Rafbyssuvæðing lögreglunnar „hrollvekjandi tilhugsun“
FréttirRafbyssuvæðing lögreglunnar

Þroska­hjálp: Raf­byssu­væð­ing lög­regl­unn­ar „hroll­vekj­andi til­hugs­un“

Sér­fræð­ing­ur og fram­kvæmda­stjóri hjá Þroska­hjálp segja að sam­tök­in hafi áhyggj­ur af raf­byssu­væð­ingu lög­regl­unn­ar. Þroska­hjálp hef­ur fund­að með embætti rík­is­lög­reglu­stjóra vegna þessa. Ástæð­an er sú að lög­regl­an hafi ekki nægi­lega þekk­ingu á stöðu fólks með fötl­un sem hún kann að þurfa að hafa af­skipti af.
Kjartan hættir sem stjórnarformaður
FréttirLaxeldi

Kjart­an hætt­ir sem stjórn­ar­formað­ur

Kjart­an Ólafs­son er hætt­ur sem stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax eft­ir að hafa leitt fé­lag­ið um ára­bil. Stofn­andi stærsta hlut­hafa Arn­ar­lax, Gustav Witzoe, kem­ur inn í stjórn­ina.
Hækkanir á afborgunum valda magaverk
Fréttir

Hækk­an­ir á af­borg­un­um valda maga­verk

Af­borg­an­ir á hús­næð­is­láni sex manna fjöl­skyldu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa hækk­að um 116 þús­und krón­ur á 18 mán­uð­um. Fjöl­skyld­an hef­ur þurft að ganga á sparn­að til að ráða við reglu­leg út­gjöld og er nú í því ferli að breyta lán­inu úr óverð­tryggðu í verð­tryggt til að ráða við af­borg­an­irn­ar.
„Ég hef ekki einu sinni fengið boð í atvinnuviðtöl“
Fréttir

„Ég hef ekki einu sinni feng­ið boð í at­vinnu­við­töl“

Rafa­ela Georgs­dótt­ir hef­ur um langt skeið leit­að að störf­um þar sem mennt­un henn­ar gæti nýst en án ár­ang­urs. Rafa­ela er mennt­að­ur lög­fræð­ing­ur frá Bras­il­íu með sér­hæf­ingu í um­hverf­is­vernd.
Hvað kostar lítri af mjólk?
Fréttir

Hvað kost­ar lítri af mjólk?

Þing­menn þjóð­ar­inn­ar gisk­uðu á verð á ein­um lítra af mjólk og svör­uðu öðr­um spurn­ing­um um verð­til­finn­ingu sína.
Hvalveiðar Kristjáns sem djúpleikur
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillHvalveiðar

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Hval­veið­ar Kristjáns sem djúp­leik­ur

Hval­veið­ar Kristjáns Lofts­son­ar snú­ast um ann­að og meira en pen­inga þar sem þær eru órök­rétt­ar út frá fjár­hags­legu sjón­ar­miði. Mann­fræð­ing­ur­inn Clifford Greetz rann­sak­aði hana­at á Balí fyr­ir meira en hálfri öld en þar má finna skýr­ing­ar sem geta hjálp­að til við að skilja ástríðu Kristjáns fyr­ir hval­veið­um.
Verðbólgan er meira hagnaðar- en launadrifin
Stefán Ólafsson
Aðsent

Stefán Ólafsson

Verð­bólg­an er meira hagn­að­ar- en launa­drif­in

Það er beint sam­band milli auk­ins hlut­ar fyr­ir­tækja af þjóð­ar­kök­unni og auk­inn­ar verð­bólgu, en nei­kvætt sam­band milli hlut­ar launa­fólks og verð­bólgu.
Ísland situr á vannýttum mannauði meðal innflytjenda
Fréttir

Ís­land sit­ur á vannýtt­um mannauði með­al inn­flytj­enda

Hlut­fall inn­flytj­enda sem lok­ið hafa há­skóla­námi er nærri því tvö­falt á við inn­fædda Ís­lend­inga með­al fé­lags­manna í að­ild­ar­fé­lög­um ASÍ og BSRB. Rann­sókn­ir sýna að inn­flytj­end­ur, einkum kon­ur, eru oft og tíð­um of­mennt­að­ar fyr­ir þau störf sem þær sinna.
Bensínverð það sama og fyrir ári en hlutur olíufélaga hefur tvöfaldast
Greining

Bens­ín­verð það sama og fyr­ir ári en hlut­ur olíu­fé­laga hef­ur tvö­fald­ast

Við­mið­un­ar­verð á bens­ín­lítra er tæp­lega 308 krón­ur nú en var 307 krón­ur fyr­ir ári. Í maí í fyrra tóku olíu­fé­lög­in sem selja Ís­lend­ing­um bens­ín 31,24 krón­ur af hverj­um seld­um lítra. Nú taka þau 62,67 krón­ur af hverj­um seld­um lítra.
Friður hins heilaga refs?
Flækjusagan

Frið­ur hins heil­aga refs?

Hefðu Bret­ar átt að semja frið við Hitler ár­ið 1940 til að koma í veg fyr­ir frek­ara mann­fall?
Vald óttans – og virði friðsemdar
Þorvaldur Örn Árnason
Aðsent

Þorvaldur Örn Árnason

Vald ótt­ans – og virði frið­semd­ar

Lýð­ræði, rétt­ar­ríki og mann­rétt­indi – gott og bless­að. Evr­ópu­ráð­ið stend­ur vörð um það. Vest­ræn ríki stæra sig af þessu – en eru samt á valdi ótt­ans.