Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Að taka umræðuna

Að taka umræðuna

Þriðja Covid-bylgjan stendur nú yfir og hún er nú þegar búin að taka fram úr þeirri fyrstu. Aftur er búið að grípa til strangra takmarkana á samkomum og við hafa bæst tilmæli um grímunotkun þannig að nú er orðið vanalegt að sjá fólk ganga um með grímur.

Eðlilega er komin þreyta í okkur mörg og því fylgir meðal annars að spurningar um hvort nauðsynlegt sé að fara út í fyrirbyggjandi aðgerðir, eða hvort það þurfi að fara út í alveg svona miklar aðgerðir, eru háværari en áður. Það virðist til dæmis vera óformleg ritstjórnarstefna Fréttablaðsins að vera gagnrýnin á aðgerðir; nánast daglega birtast þar leiðarar eftir mismunandi pistlahöfunda sem eru á þeim nótum. Hluti þingmanna er líka að taka þátt í orðaskaki á opinberum vettvangi og spyrja út í tilgang og nauðsyn aðgerðanna, út frá því að það sé verið að fórna meiru en ávinnst.

Það er að sjálfsögðu mikilvægt og göfugt að vera gagnrýninn og ekki síst þegar kemur að inngripum sem skerða frelsi fólks verulega. Að mínu mati er hins vegar munur á gagnrýni sem byggist á efnislegum rökum og almennum efasemdum út í loftið. Mér finnst mest af því sem ég hef séð falla í síðari flokkinn, mikið talað um að hitt og þetta hljóti nú bara að vera en lítið er vísað í haldgóðar upplýsingar. Hin efnislegu rök fyrir því að inngrip eru nauðsynleg þykja mér nefnilega í raun ansi einföld og auðskiljanleg. Þríeykið fór núna í vikunni vel yfir þau í grein í Fréttablaðinu - óheft útbreiðsla veirunnar myndi lama heilbrigðiskerfið og valda almennu raski á samfélagslegum innviðum með tilheyrandi skaða. Sú ákvörðun ríkja um nánast allan heim að fara þá leið að grípa til frelsisskerðandi ráðstafana til að hefta útbreiðsluna byggist þannig á sviðsmyndagreiningum sérfræðinga sem sýna fram á að þegar upp er staðið er það skaðaminnsta leiðin.

Það kann að vera freistandi að ímynda sér að hægt sé að fara einhverja leið C), sem er minni aðgerðir en samt takmarkaður skaði af útbreiðslu veirunnar en það væri þá ágætt að sjá almennilegan rökstuðning fyrir því að það sé raunhæf sviðsmynd. Sérstaklega frá kjörnum fulltrúum sem eru beinlínis í vinnu við að kynna sér þessi mál og taka ákvarðanir út frá bestu fyrirliggjandi upplýsingum. Þetta mál verður ekki leyst í færslum á Facebook og kjörnir fulltrúar eru með miklu betri leiðir til þess að kynna sér málin en þá að taka umræðuna á netinu. Þarna finnst mér mikill munur á þeim og einhverju fólki úti í bæ eða fjölmiðlafólki. Að sjálfsögðu gildir þetta líka um þá hlið sem snýr að því að vernda réttindi fólks fyrir mögulegum yfirgangi og misnotkun á ástandinu - kjörnir fulltrúar þurfa að vera vel vakandi fyrir því og sinna eftirlitshlutverki sínu en það er þá líka vinna sem fer fyrst og fremst fram á öðrum vettvangi en samfélagsmiðlum. Mér fannst það til að mynda góð ábending frá Mannréttindaskrifstofu Íslands að enn hefur Ísland ekki komið sér upp sjálfstæðri mannréttindastofnun í samræmi við Parísarviðmið Sameinuðu þjóðanna frá 1991 þannig að þingmenn sem er umhugað um mannréttindi á þessum krefjandi tímum hafa þarna þá allavega eitt verkefni til að vinna að.

Pólitík snýst stundum um erfiðar ákvarðanir þar sem engin ákvörðun er góð en það er samt í boði skásta ákvörðun og Covid-faraldurinn virðist vera mjög skýrt dæmi um slíkan veruleika. Það er freistandi þykjast geta stytt sér leið og tekið góða ákvörðun með því að einfaldlega sleppa því að horfast almennilega í augu við þær sviðsmyndir sem eru í boði en fyrir mér eru kjörnir fulltrúar sem tala á þeim nótum bara hreinlega ekki ennþá búnir að vinna heimavinnuna sína. Eða þá kannski að þeim finnist það eitthvað sérstakt keppikefli að vera ósammála sérfræðingum bara til að vera ósammála þeim.

Sumsé í stuttu máli: Gerum betur takk, sýnum ástandinu þá virðingu sem alvarleiki þess krefst.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Volaða land
Bíó Tvíó#239

Volaða land

Í síð­asta þætti Bíó Tvíó í bili ræða Andrea og Stein­dór kvik­mynd Hlyns Pálma­son­ar frá 2022, Volaða land. Fleiri þætt­ir eru í boði á Pat­reon síðu Bón­us Tvíó: www.pat­reon.com/biot­vio
Þroskahjálp: Rafbyssuvæðing lögreglunnar „hrollvekjandi tilhugsun“
FréttirRafbyssuvæðing lögreglunnar

Þroska­hjálp: Raf­byssu­væð­ing lög­regl­unn­ar „hroll­vekj­andi til­hugs­un“

Sér­fræð­ing­ur og fram­kvæmda­stjóri hjá Þroska­hjálp segja að sam­tök­in hafi áhyggj­ur af raf­byssu­væð­ingu lög­regl­unn­ar. Þroska­hjálp hef­ur fund­að með embætti rík­is­lög­reglu­stjóra vegna þessa. Ástæð­an er sú að lög­regl­an hafi ekki nægi­lega þekk­ingu á stöðu fólks með fötl­un sem hún kann að þurfa að hafa af­skipti af.
Kjartan hættir sem stjórnarformaður
FréttirLaxeldi

Kjart­an hætt­ir sem stjórn­ar­formað­ur

Kjart­an Ólafs­son er hætt­ur sem stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax eft­ir að hafa leitt fé­lag­ið um ára­bil. Stofn­andi stærsta hlut­hafa Arn­ar­lax, Gustav Witzoe, kem­ur inn í stjórn­ina.
Hækkanir á afborgunum valda magaverk
Fréttir

Hækk­an­ir á af­borg­un­um valda maga­verk

Af­borg­an­ir á hús­næð­is­láni sex manna fjöl­skyldu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa hækk­að um 116 þús­und krón­ur á 18 mán­uð­um. Fjöl­skyld­an hef­ur þurft að ganga á sparn­að til að ráða við reglu­leg út­gjöld og er nú í því ferli að breyta lán­inu úr óverð­tryggðu í verð­tryggt til að ráða við af­borg­an­irn­ar.
„Ég hef ekki einu sinni fengið boð í atvinnuviðtöl“
Fréttir

„Ég hef ekki einu sinni feng­ið boð í at­vinnu­við­töl“

Rafa­ela Georgs­dótt­ir hef­ur um langt skeið leit­að að störf­um þar sem mennt­un henn­ar gæti nýst en án ár­ang­urs. Rafa­ela er mennt­að­ur lög­fræð­ing­ur frá Bras­il­íu með sér­hæf­ingu í um­hverf­is­vernd.
Hvað kostar lítri af mjólk?
Fréttir

Hvað kost­ar lítri af mjólk?

Þing­menn þjóð­ar­inn­ar gisk­uðu á verð á ein­um lítra af mjólk og svör­uðu öðr­um spurn­ing­um um verð­til­finn­ingu sína.
Hvalveiðar Kristjáns sem djúpleikur
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillHvalveiðar

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Hval­veið­ar Kristjáns sem djúp­leik­ur

Hval­veið­ar Kristjáns Lofts­son­ar snú­ast um ann­að og meira en pen­inga þar sem þær eru órök­rétt­ar út frá fjár­hags­legu sjón­ar­miði. Mann­fræð­ing­ur­inn Clifford Greetz rann­sak­aði hana­at á Balí fyr­ir meira en hálfri öld en þar má finna skýr­ing­ar sem geta hjálp­að til við að skilja ástríðu Kristjáns fyr­ir hval­veið­um.
Verðbólgan er meira hagnaðar- en launadrifin
Stefán Ólafsson
Aðsent

Stefán Ólafsson

Verð­bólg­an er meira hagn­að­ar- en launa­drif­in

Það er beint sam­band milli auk­ins hlut­ar fyr­ir­tækja af þjóð­ar­kök­unni og auk­inn­ar verð­bólgu, en nei­kvætt sam­band milli hlut­ar launa­fólks og verð­bólgu.
Ísland situr á vannýttum mannauði meðal innflytjenda
Fréttir

Ís­land sit­ur á vannýtt­um mannauði með­al inn­flytj­enda

Hlut­fall inn­flytj­enda sem lok­ið hafa há­skóla­námi er nærri því tvö­falt á við inn­fædda Ís­lend­inga með­al fé­lags­manna í að­ild­ar­fé­lög­um ASÍ og BSRB. Rann­sókn­ir sýna að inn­flytj­end­ur, einkum kon­ur, eru oft og tíð­um of­mennt­að­ar fyr­ir þau störf sem þær sinna.
Bensínverð það sama og fyrir ári en hlutur olíufélaga hefur tvöfaldast
Greining

Bens­ín­verð það sama og fyr­ir ári en hlut­ur olíu­fé­laga hef­ur tvö­fald­ast

Við­mið­un­ar­verð á bens­ín­lítra er tæp­lega 308 krón­ur nú en var 307 krón­ur fyr­ir ári. Í maí í fyrra tóku olíu­fé­lög­in sem selja Ís­lend­ing­um bens­ín 31,24 krón­ur af hverj­um seld­um lítra. Nú taka þau 62,67 krón­ur af hverj­um seld­um lítra.
Friður hins heilaga refs?
Flækjusagan

Frið­ur hins heil­aga refs?

Hefðu Bret­ar átt að semja frið við Hitler ár­ið 1940 til að koma í veg fyr­ir frek­ara mann­fall?
Vald óttans – og virði friðsemdar
Þorvaldur Örn Árnason
Aðsent

Þorvaldur Örn Árnason

Vald ótt­ans – og virði frið­semd­ar

Lýð­ræði, rétt­ar­ríki og mann­rétt­indi – gott og bless­að. Evr­ópu­ráð­ið stend­ur vörð um það. Vest­ræn ríki stæra sig af þessu – en eru samt á valdi ótt­ans.