Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Týndar tengingar

Týndar tengingar

Lost Connections heitir bók eftir Johann Hari sem kom út árið 2018. Ég kynntist þessum breska/svissneska blaðamanni þegar hann kom hingað til lands í nóvember 2019 í tilefni af útgáfu íslenskrar þýðingar á annarri bók hans, Chasing the Scream eða Að hundelta ópið, sem fjallar um fáránleika og skaðsemi stríðsins gegn fíkniefnum.

 Í Lost Connections leggur hann í það metnaðarfulla verkefni að skoða áhrifaþætti þunglyndis og kvíða, sem hann splæsir saman í sama fyrirbærið, tvær hliðar á sama peningi. Það er óhætt að segja að hann ræðst sjaldnast á garðinn þar sem hann er lægstur og að hann er alltaf mjög vandvirkur í greiningum sínum á þeim viðfangsefnum sem hann ákveður að taka fyrir. Hann skoðar rannsóknir og ferðast um heiminn til að tala við fólkið sem stóð að þeim, tengir saman þræði og setur upp kenningakerfi út frá þeim.

Kenningar hans um þunglyndi og kvíða ganga fyrst og fremst út frá því að aðalorsökina sé að finna í tengslaleysi. Í  skorti á tengingu við annað fólk, við gefandi vinnu, við gildi, við merkingarríka framtíðarsýn, við náttúruna ... allt þetta skoðar hann út frá rannsóknum sem benda til þess að fylgni sé á milli slíks tengslaleysis og andlegra áskoranna á borð við þunglyndi og kvíða. Gildi lyfja telur hann hins vegar ofmetið og hann rekur rannsóknir sem gefa vísbendingar um að það kunni að vera vísvitandi skekkja í mælingum á áhrifagildi þeirra út frá tangarhaldi lyfjafyrirtækja á því hvaða rannsóknir eru fjármagnaðar og birtar. Rauði þráðurinn er gagnrýni á ríkjandi kenningakerfi sem snúast um að líta á andlegar áskoranir sem einkamálefni einstaklingsins, að það sé bara eitthvað að viðkomandi sem þurfi að laga - en að aldrei þurfi að skoða umhverfið og samfélagið í kringum hann og spyrja að því hvort að eitthvað þurfi að laga þar. Mér finnst hann færa nokkuð sannfærandi rök fyrir því að þegar vandamálum af þessum toga fer fjölgandi meðal einstaklinga þá hljóta að vera orsakaþættir í samfélagsgerðinni sem eru að valda því, en ég var svo sem sannfærður um það fyrir.

Geðheilbrigði er sérstakt að því leyti að það er einfaldlega ekki hægt að smætta alveg niður í líffræði heldur eru margir þættir sem hafa áhrif á það og þess vegna er það í eðli sínu mjög pólitískt viðfangsefni. Þetta finnst mér vera sterkasti punkturinn í bókinni þó eflaust megi setja út á sum atriði í henni, en höfundurinn er reyndar sjálfur með ríkulegan fyrirvara á því að það vantar frekari rannsóknir til að renna stoðum undir kenningakerfið sem hann setur fram. Bókin er skrifuð rétt fyrir Covid-faraldurinn sem hefur haft gríðarleg áhrif á getu okkar til að tengjast hvert við annað og ég held að hún hafi ennþá meira gildi fyrir vikið. Allar tölur hérlendis sem og alþjóðlega benda til þess að einangrunin sem fylgir sóttvarnaaðgerðum sé að hafa veruleg áhrif á geðheilsu fólks og það er þekkt að aðrar afleiðingar á borð við vaxandi atvinnuleysi munu líka hafa sín áhrif.

Núna þegar við sjáum til sólar og getum farið að hefja endurreisn er alveg fullt tilefni til að velta því fyrir sér á hvaða grunni það á að vera og ég held að þessi bók sé þar gagnlegt innlegg. Ekki bara fyrir geðheilbrigðisþjónustuna (sem ég veit út frá minni löngu reynslu af henni frá ýmsum sjónarhornum að hefur vissulega verið að þróast hérlendis í átt að því að líta á vanda sinna skjólstæðinga heildstætt) heldur samfélagið allt. Það er til að mynda áhugavert að sjá þarna hugmyndina um borgaralaun skjóta upp kollinum, en Johann Hari rekur rannsóknir á því hvernig tilraunir með þau hafa bætt lífsgæði fólks og dregið úr andlegum kvillum. Þetta gæti verið ein leið til að fleyta fólki sem hefur misst vinnu og tækifæri allavega tímabundið í gegnum kreppuna. Hagfræðingurinn Ólafur Margeirsson hefur líka talað fyrir svokallaðri atvinnuramboðstryggingu og telur reyndar að einhvers konar blanda af henni og borgaralaunum gæti verið góð lausn.

Eftirköst Covid er stórt vandamál sem krefst stórra lausna. Samstaðan um sóttvarnir hefur verið góð en við þurfum líka að vera saman í endurreisninni. Þannig gætum við komið út sterkari en við vorum fyrir en það kemur hins vegar ekki af sjálfu sér. Það krefst íhugunar og aðgerða. Það krefst þess að við viðurkennum að það sé kominn tími til að tengja.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Dropinn dýrastur á Íslandi
Fréttir

Drop­inn dýr­ast­ur á Ís­landi

Bens­ín­lítr­inn er hvergi dýr­ari inn­an EES-svæð­is­ins en á Ís­landi og raun­ar er bens­ín­verð á Ís­landi það þriðja hæsta í heim­in­um. Álög­ur sem hið op­in­bera legg­ur á bens­ín eru þó hærri í sex­tán ESB-ríkj­um en þær eru á Ís­landi.
Volaða land
Bíó Tvíó#239

Volaða land

Í síð­asta þætti Bíó Tvíó í bili ræða Andrea og Stein­dór kvik­mynd Hlyns Pálma­son­ar frá 2022, Volaða land. Fleiri þætt­ir eru í boði á Pat­reon síðu Bón­us Tvíó: www.pat­reon.com/biot­vio
Þroskahjálp: Rafbyssuvæðing lögreglunnar „hrollvekjandi tilhugsun“
FréttirRafbyssuvæðing lögreglunnar

Þroska­hjálp: Raf­byssu­væð­ing lög­regl­unn­ar „hroll­vekj­andi til­hugs­un“

Sér­fræð­ing­ur og fram­kvæmda­stjóri hjá Þroska­hjálp segja að sam­tök­in hafi áhyggj­ur af raf­byssu­væð­ingu lög­regl­unn­ar. Þroska­hjálp hef­ur fund­að með embætti rík­is­lög­reglu­stjóra vegna þessa. Ástæð­an er sú að lög­regl­an hafi ekki nægi­lega þekk­ingu á stöðu fólks með fötl­un sem hún kann að þurfa að hafa af­skipti af.
Kjartan hættir sem stjórnarformaður
FréttirLaxeldi

Kjart­an hætt­ir sem stjórn­ar­formað­ur

Kjart­an Ólafs­son er hætt­ur sem stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax eft­ir að hafa leitt fé­lag­ið um ára­bil. Stofn­andi stærsta hlut­hafa Arn­ar­lax, Gustav Witzoe, kem­ur inn í stjórn­ina.
Hækkanir á afborgunum valda magaverk
Fréttir

Hækk­an­ir á af­borg­un­um valda maga­verk

Af­borg­an­ir á hús­næð­is­láni sex manna fjöl­skyldu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa hækk­að um 116 þús­und krón­ur á 18 mán­uð­um. Fjöl­skyld­an hef­ur þurft að ganga á sparn­að til að ráða við reglu­leg út­gjöld og er nú í því ferli að breyta lán­inu úr óverð­tryggðu í verð­tryggt til að ráða við af­borg­an­irn­ar.
„Ég hef ekki einu sinni fengið boð í atvinnuviðtöl“
Fréttir

„Ég hef ekki einu sinni feng­ið boð í at­vinnu­við­töl“

Rafa­ela Georgs­dótt­ir hef­ur um langt skeið leit­að að störf­um þar sem mennt­un henn­ar gæti nýst en án ár­ang­urs. Rafa­ela er mennt­að­ur lög­fræð­ing­ur frá Bras­il­íu með sér­hæf­ingu í um­hverf­is­vernd.
Hvað kostar lítri af mjólk?
Fréttir

Hvað kost­ar lítri af mjólk?

Þing­menn þjóð­ar­inn­ar gisk­uðu á verð á ein­um lítra af mjólk og svör­uðu öðr­um spurn­ing­um um verð­til­finn­ingu sína.
Hvalveiðar Kristjáns sem djúpleikur
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillHvalveiðar

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Hval­veið­ar Kristjáns sem djúp­leik­ur

Hval­veið­ar Kristjáns Lofts­son­ar snú­ast um ann­að og meira en pen­inga þar sem þær eru órök­rétt­ar út frá fjár­hags­legu sjón­ar­miði. Mann­fræð­ing­ur­inn Clifford Greetz rann­sak­aði hana­at á Balí fyr­ir meira en hálfri öld en þar má finna skýr­ing­ar sem geta hjálp­að til við að skilja ástríðu Kristjáns fyr­ir hval­veið­um.
Verðbólgan er meira hagnaðar- en launadrifin
Stefán Ólafsson
Aðsent

Stefán Ólafsson

Verð­bólg­an er meira hagn­að­ar- en launa­drif­in

Það er beint sam­band milli auk­ins hlut­ar fyr­ir­tækja af þjóð­ar­kök­unni og auk­inn­ar verð­bólgu, en nei­kvætt sam­band milli hlut­ar launa­fólks og verð­bólgu.
Ísland situr á vannýttum mannauði meðal innflytjenda
Fréttir

Ís­land sit­ur á vannýtt­um mannauði með­al inn­flytj­enda

Hlut­fall inn­flytj­enda sem lok­ið hafa há­skóla­námi er nærri því tvö­falt á við inn­fædda Ís­lend­inga með­al fé­lags­manna í að­ild­ar­fé­lög­um ASÍ og BSRB. Rann­sókn­ir sýna að inn­flytj­end­ur, einkum kon­ur, eru oft og tíð­um of­mennt­að­ar fyr­ir þau störf sem þær sinna.
Bensínverð það sama og fyrir ári en hlutur olíufélaga hefur tvöfaldast
Greining

Bens­ín­verð það sama og fyr­ir ári en hlut­ur olíu­fé­laga hef­ur tvö­fald­ast

Við­mið­un­ar­verð á bens­ín­lítra er tæp­lega 308 krón­ur nú en var 307 krón­ur fyr­ir ári. Í maí í fyrra tóku olíu­fé­lög­in sem selja Ís­lend­ing­um bens­ín 31,24 krón­ur af hverj­um seld­um lítra. Nú taka þau 62,67 krón­ur af hverj­um seld­um lítra.
Friður hins heilaga refs?
Flækjusagan

Frið­ur hins heil­aga refs?

Hefðu Bret­ar átt að semja frið við Hitler ár­ið 1940 til að koma í veg fyr­ir frek­ara mann­fall?