Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Lötu (en sívinnandi) stúdentarnir

Lötu (en sívinnandi) stúdentarnir

Í dag héldu félagsmálaráðherra og menntamálaráðherra sérstakan blaðamannafund um aðgerðir fyrir námsfólk þar sem staðfest var að ekki stæði til að gefa því kost á atvinnuleysisbótum í sumar.

Þetta kemur í kjölfar alræmdra orða félagsmálaráðherra í Silfrinu síðasta sunnudag, þar sem hann sagði spurður út í ástæðu þess að ekki ætti að veita stúdentum aðgang að atvinnuleysisbótum, að „Allar kröfur sem koma fram, hvort sem er frá námsmönnum, fyrirtækjum eða öðrum – þær miða rosalega mikið að því að við eigum að slökkva allt og loka öllu. Allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt.“

Ekki er hægt að segja að þetta hafi verið sanngjörn túlkun á kröfum stúdentahreyfingarinnar en í yfirlýsingu sinni höfðu Landssamtök íslenskra stúdenta einfaldlega brugðist við þeirri sviðsmynd sem við blasir, að veruleg hætta er á minnkaðri atvinnu í landinu næstu mánuði, og út frá því farið fram á að öryggisnetið atvinnuleysisbætur yrði virkjað fyrir alla stúdenta þetta sumarið. Stjórnvöld hafa hins vegar verið því ósammála að stúdentar þurfi á þessu öryggisneti að halda og lagt frekar ofuráherslu á að fjölga störfum - og það er endanlega staðfest í dag að þau eru ekki til viðræðu um þá kröfu stúdenta að eiga kost á atvinnuleysisbótum ef störfin duga ekki til.

Það verður bara að segjast sem er að miðað við orð félagsmálaráðherrans um að allir vilji fjármagn til að gera ekki neitt virðist vera sem að undirliggjandi viðhorfið sé það að ef stúdentar eru ekki beinlínis þvingaðir inn í vinnu þá muni þeir bara hirða bæturnar og liggja í leti. Hér virðist ekki vera hægt að gefa þeim hinn minnsta slaka eitt sumar í miðjum rústabjörgunaraðgerðum sem eru á áður algjörlega óþekktum skala.

Stærsta vandamálið við stöðuna sem við erum í vegna faraldursins er hvað samdrátturinn hefur verið hraður og víðtækur. Þessir mánuðir og jafnvel allt árið munu því fyrst og fremst snúast um að halda hlutunum á floti eins og hægt er og búa í haginn fyrir viðspyrnu þegar tækifærið gefst til hennar. Almennur skilningur er á því að tækifæri eru tímabundið af skornum skammti og fyrirtækjum hefur verið veitt mikið svigrúm - en þegar kemur að stúdentum þá á allt í einu að hætta að gefa slaka. Allur slaki bara uppseldur. Það virðist það mikilvægt að gefa stúdentum ekkert eftir að það á frekar að fara í miklar aðgerðir við að búa til störf fyrir þá með litlum fyrirvara en að viðurkenna að kannski muni fordæmalausa ástandið bara óhjákvæmilega ná til þeirra þetta sumarið, dempa fallið fyrir þá rétt eins og fyrir alla aðra sem búa núna við mikla en tímabundna kreppu.

Nú er það auðvitað gott mál að skapa þessi störf og göfugt markmið að veita frekar tækfæri til vinnu en að gefast bara upp og setja alla á bætur - en það er aðeins annað að beinlínis hafa ekkert öryggisnet af ótta við að stúdentar muni bara leita í það sjálfkrafa. Mér finnst hér koma skýrt í fram það rótgróna undirliggjandi viðhorf að nám sé í raun bara eins konar letilíf og að það verði því að halda fólki sem það stundar stöðugt virku í 'alvöru vinnu'. Þetta viðhorf virðist það rótgróið að það má ekki einu sinni veita stúdentum smá slaka eitt skitið sumar í algjörlega fordæmalausum samdrætti. Við erum samt sem áður að tala um fólk sem almennt vinnur mjög mikið samhliða námi og á sumrin - miklu meira en það gerir í flestum þeim löndum sem við berum okkur almennt saman við. Það hefur mér í raun komið á óvart hversu mikinn hljómgrunn úr ólíklegustu áttum það viðhorf hefur fengið, að þetta fólk megi bara alls ekki fá kost á bótum af því það sé svo mikil sóun og jafnvel einhver aumingjavæðing.

Ég held í alvörunni talað að við sem þjóð þurfum að fara að ígrunda vandlega hver afstaða okkar til þess að vera í námi er og hvaða umhverfi námsfólk býr við. Nú tala stjórnvöld eðlilega mikið um að verðmætasköpun sé mikilvægasti þátturinn í endurreisn efnahagslífssins og það hlýtur að vera óumdeilt að það er mikil verðmætasköpun í námi. Þess vegna er alveg magnað að sjá að námsfólk fær ekki að njóta slakans sem felst í viðurkenningunni á því að verðmætasköpunin er langtímamarkmiðið en rústabjörgunin er það sem er í gangi nákvæmlega núna. Þessir framtíðar skaparar verðmæta skulu ekki einu sinni fá að slaka pínu á núna í miðju allsherjarhruni, þeir eiga að vera alltaf að. Alltaf að sanna að þau séu að gera eitthvað 'alvöru'.

Er ekki kominn tími til að hugsa í alvörunni til aðeins lengri tíma en næstu vertíðar og viðurkenna hvaðan verðmætin eru að koma?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Geta lent í miklum mínus ef þær fá ekki leikskólapláss
Viðtal

Geta lent í mikl­um mín­us ef þær fá ekki leik­skóla­pláss

Ein­stæð­ar mæð­ur sem ekki fá leik­skóla­pláss fyr­ir börn sín eru lík­leg­ar til þess að enda með nei­kvæð­ar tekj­ur í lok mán­að­ar og get­ur stað­an jafn­vel orð­ið svo slæm að þær enda í 140 þús­und króna mín­us í lok mán­að­ar. Þetta leið­ir ný meist­ar­a­rann­sókn Þóru Helga­dótt­ur í ljós.
Allur marinn og bólginn eftir flug til Rómar
Úttekt

All­ur mar­inn og bólg­inn eft­ir flug til Róm­ar

Fólk sem not­ar hjóla­stól er ít­rek­að sett í hættu­leg­ar að­stæð­ur þeg­ar það ferð­ast með flug­vél­um. Við­mæl­end­ur Heim­ild­ar­inn­ar hafa slasast í flugi og kvíða hverri flug­ferð. Þeir kalla eft­ir breyt­ing­um, betri þjálf­un fyr­ir starfs­fólk og mögu­leika á að þeir geti set­ið í sín­um eig­in stól­um í flugi.
„Ef Guð er kærleikurinn, þá er hún mamma“
Guðbjörg Jóhannesdóttir
Það sem ég hef lært

Guðbjörg Jóhannesdóttir

„Ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma“

„Þú gef­ur okk­ur góða ástæðu til að nota kven­kyns for­nöfn fyr­ir Guð með því að vera fyr­ir­mynd fyr­ir kær­leik­ann. Því ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma.“ Þannig lýsa börn séra Guð­bjarg­ar Jó­hann­es­dótt­ur mömmu sinni, sem seg­ir upp­eldi barn­anna fimm mik­il­væg­asta, þakk­lát­asta og mest gef­andi verk­efni lífs­ins.
Reiknistofa bankanna varði tugum milljóna í greiðslulausn sem aldrei var notuð
Fréttir

Reikni­stofa bank­anna varði tug­um millj­óna í greiðslu­lausn sem aldrei var not­uð

Reikni­stofa bank­anna vann að þró­un á nýrri greiðslu­lausn á ár­un­um 2017 til 2019. Lausn­in hét Kvitt og átti að virka þannig að fólk gæti borg­að með henni í versl­un­um með bein­greiðsl­um af banka­reikn­ingi. Lausn­in hefði getað spar­að neyt­end­um stór­fé í korta­notk­un og færslu­gjöld. Hún var hins veg­ar aldrei not­uð þar sem við­skipta­bank­arn­ir vildu það ekki.
Vill þyngri refsingar fyrir vændiskaup
Fréttir

Vill þyngri refs­ing­ar fyr­ir vændis­kaup

Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir, vara­þing­mað­ur Vinstri grænna, seg­ir það skjóta skökku við að vændis­kaup telj­ist til brota sem ljúka má með lög­reglu­stjóra­sekt. Hún tel­ur að nafn­leynd sem vændis­kaup­end­ur hafa not­ið í rétt­ar­kerf­inu gefa til kynna að dóm­stól­um þyki vændis­kaup al­var­legri og skamm­ar­legri glæp­ur en við­ur­lög­in gefi til kynna. Bryn­hild­ur vill að refsiramm­inn fyr­ir vændis­kaup verði end­ur­skoð­að­ur.
Almenningshlutafélag í stórri eigu Samherja kaupir í sölufyrirtæki Samherja
FréttirSamherjamálið

Al­menn­ings­hluta­fé­lag í stórri eigu Sam­herja kaup­ir í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­formað­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar, vék sæti þeg­ar al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið ákvað að kaupa hluta­bréf í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja af út­gerð­inni. Síld­ar­vinnsl­an ákvað einnig að kaupa hluta­bréf af fyr­ir­tæki í eigu Þor­steins Más og Kristjáns Vil­helms­son­ar fyr­ir rúm­lega 2 millj­arða króna.
Færri konur en karlar fá hjartahnoð á almannafæri
Fréttir

Færri kon­ur en karl­ar fá hjarta­hnoð á al­manna­færi

Ný kanadísk rann­sókn sýn­ir að kon­ur sem fá hjarta­stopp eru ólík­legri en karl­ar til að fá hjarta­hnoð, sér­stak­lega ef at­burð­ur­inn á sér stað á al­manna­færi.
Ríkið þarf að borga fimm til tíu milljarða inn í ÍL-sjóð árlega frá og með næsta ári
Greining

Rík­ið þarf að borga fimm til tíu millj­arða inn í ÍL-sjóð ár­lega frá og með næsta ári

Rík­is­sjóð­ur fjár­magn­aði efna­hags­að­gerð­ir sín­ar í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um að miklu leyti með því að taka 190 millj­arða króna að láni úr ÍL-sjóði, sem stýrt er af fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og er með nei­kvætt eig­ið fé upp á 231 millj­arð króna, á af­ar hag­stæð­um kjör­um. Til stóð að borga ekki ann­að en vexti á næstu ár­um. Það hef­ur nú breyst eft­ir að lán­tak­end­ur hættu skyndi­lega að greiða upp gömlu Íbúðalána­sjóðslán­in sín.
Spá því að stýrivextir muni hækka áfram og enda í 9,5 prósentum
Fréttir

Spá því að stýri­vext­ir muni hækka áfram og enda í 9,5 pró­sent­um

Ís­lands­banki spá­ir því að verð­bólga mun fara að hjaðna á næsta ári og sam­hliða muni stýri­vext­ir lækka í hæg­um takti. Sá takt­ur eigi að skila stýri­vöxt­um í kring­um sex pró­sent í lok árs 2025. Þeir voru 0,75 pró­sent í apríl 2021.
Flótti heimila í verðtryggð lán heldur áfram – Met sett í ágúst
Greining

Flótti heim­ila í verð­tryggð lán held­ur áfram – Met sett í ág­úst

Heim­ili lands­ins eru að greiða upp óverðryggt íbúðalán sín á met­hraða og færa sig yf­ir í verð­tryggð lán. Sú til­færsla trygg­ir lægri mán­að­ar­lega greiðslu­byrði en eig­ið fé sem mynd­ast hef­ur í fast­eign­inni mun drag­ast sam­an vegna verð­bóta og þess að íbúða­verð er far­ið að lækka skarpt.
Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason
Pistill

Andri Snær Magnason

Að rota eða rota ekki sel

Hvenær og hvernig eiga börn að frétta af hlut­um? 10 ára? 12 ára? 18 ára? Er al­veg víst að mesta ógn­in sem að þeim steðj­ar sé yf­ir­leitt í bók?
Þjáningarfullt traust
Úlfar Þormóðsson
AðsentSjávarútvegur

Úlfar Þormóðsson

Þján­ing­ar­fullt traust

Út­gerð­ar­menn telja sig ekki þurfa að end­ur­heimta traust að mati Úlfars Þor­móðs­son­ar, sem skrif­ar um eigna­tengsl í sjáv­ar­út­vegi. „Ef eitt­hvað er, þjást þeir af sjálfs­trausti.“