Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Lötu (en sívinnandi) stúdentarnir

Lötu (en sívinnandi) stúdentarnir

Í dag héldu félagsmálaráðherra og menntamálaráðherra sérstakan blaðamannafund um aðgerðir fyrir námsfólk þar sem staðfest var að ekki stæði til að gefa því kost á atvinnuleysisbótum í sumar.

Þetta kemur í kjölfar alræmdra orða félagsmálaráðherra í Silfrinu síðasta sunnudag, þar sem hann sagði spurður út í ástæðu þess að ekki ætti að veita stúdentum aðgang að atvinnuleysisbótum, að „Allar kröfur sem koma fram, hvort sem er frá námsmönnum, fyrirtækjum eða öðrum – þær miða rosalega mikið að því að við eigum að slökkva allt og loka öllu. Allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt.“

Ekki er hægt að segja að þetta hafi verið sanngjörn túlkun á kröfum stúdentahreyfingarinnar en í yfirlýsingu sinni höfðu Landssamtök íslenskra stúdenta einfaldlega brugðist við þeirri sviðsmynd sem við blasir, að veruleg hætta er á minnkaðri atvinnu í landinu næstu mánuði, og út frá því farið fram á að öryggisnetið atvinnuleysisbætur yrði virkjað fyrir alla stúdenta þetta sumarið. Stjórnvöld hafa hins vegar verið því ósammála að stúdentar þurfi á þessu öryggisneti að halda og lagt frekar ofuráherslu á að fjölga störfum - og það er endanlega staðfest í dag að þau eru ekki til viðræðu um þá kröfu stúdenta að eiga kost á atvinnuleysisbótum ef störfin duga ekki til.

Það verður bara að segjast sem er að miðað við orð félagsmálaráðherrans um að allir vilji fjármagn til að gera ekki neitt virðist vera sem að undirliggjandi viðhorfið sé það að ef stúdentar eru ekki beinlínis þvingaðir inn í vinnu þá muni þeir bara hirða bæturnar og liggja í leti. Hér virðist ekki vera hægt að gefa þeim hinn minnsta slaka eitt sumar í miðjum rústabjörgunaraðgerðum sem eru á áður algjörlega óþekktum skala.

Stærsta vandamálið við stöðuna sem við erum í vegna faraldursins er hvað samdrátturinn hefur verið hraður og víðtækur. Þessir mánuðir og jafnvel allt árið munu því fyrst og fremst snúast um að halda hlutunum á floti eins og hægt er og búa í haginn fyrir viðspyrnu þegar tækifærið gefst til hennar. Almennur skilningur er á því að tækifæri eru tímabundið af skornum skammti og fyrirtækjum hefur verið veitt mikið svigrúm - en þegar kemur að stúdentum þá á allt í einu að hætta að gefa slaka. Allur slaki bara uppseldur. Það virðist það mikilvægt að gefa stúdentum ekkert eftir að það á frekar að fara í miklar aðgerðir við að búa til störf fyrir þá með litlum fyrirvara en að viðurkenna að kannski muni fordæmalausa ástandið bara óhjákvæmilega ná til þeirra þetta sumarið, dempa fallið fyrir þá rétt eins og fyrir alla aðra sem búa núna við mikla en tímabundna kreppu.

Nú er það auðvitað gott mál að skapa þessi störf og göfugt markmið að veita frekar tækfæri til vinnu en að gefast bara upp og setja alla á bætur - en það er aðeins annað að beinlínis hafa ekkert öryggisnet af ótta við að stúdentar muni bara leita í það sjálfkrafa. Mér finnst hér koma skýrt í fram það rótgróna undirliggjandi viðhorf að nám sé í raun bara eins konar letilíf og að það verði því að halda fólki sem það stundar stöðugt virku í 'alvöru vinnu'. Þetta viðhorf virðist það rótgróið að það má ekki einu sinni veita stúdentum smá slaka eitt skitið sumar í algjörlega fordæmalausum samdrætti. Við erum samt sem áður að tala um fólk sem almennt vinnur mjög mikið samhliða námi og á sumrin - miklu meira en það gerir í flestum þeim löndum sem við berum okkur almennt saman við. Það hefur mér í raun komið á óvart hversu mikinn hljómgrunn úr ólíklegustu áttum það viðhorf hefur fengið, að þetta fólk megi bara alls ekki fá kost á bótum af því það sé svo mikil sóun og jafnvel einhver aumingjavæðing.

Ég held í alvörunni talað að við sem þjóð þurfum að fara að ígrunda vandlega hver afstaða okkar til þess að vera í námi er og hvaða umhverfi námsfólk býr við. Nú tala stjórnvöld eðlilega mikið um að verðmætasköpun sé mikilvægasti þátturinn í endurreisn efnahagslífssins og það hlýtur að vera óumdeilt að það er mikil verðmætasköpun í námi. Þess vegna er alveg magnað að sjá að námsfólk fær ekki að njóta slakans sem felst í viðurkenningunni á því að verðmætasköpunin er langtímamarkmiðið en rústabjörgunin er það sem er í gangi nákvæmlega núna. Þessir framtíðar skaparar verðmæta skulu ekki einu sinni fá að slaka pínu á núna í miðju allsherjarhruni, þeir eiga að vera alltaf að. Alltaf að sanna að þau séu að gera eitthvað 'alvöru'.

Er ekki kominn tími til að hugsa í alvörunni til aðeins lengri tíma en næstu vertíðar og viðurkenna hvaðan verðmætin eru að koma?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Volaða land
Bíó Tvíó#239

Volaða land

Í síð­asta þætti Bíó Tvíó í bili ræða Andrea og Stein­dór kvik­mynd Hlyns Pálma­son­ar frá 2022, Volaða land. Fleiri þætt­ir eru í boði á Pat­reon síðu Bón­us Tvíó: www.pat­reon.com/biot­vio
Þroskahjálp: Rafbyssuvæðing lögreglunnar „hrollvekjandi tilhugsun“
FréttirRafbyssuvæðing lögreglunnar

Þroska­hjálp: Raf­byssu­væð­ing lög­regl­unn­ar „hroll­vekj­andi til­hugs­un“

Sér­fræð­ing­ur og fram­kvæmda­stjóri hjá Þroska­hjálp segja að sam­tök­in hafi áhyggj­ur af raf­byssu­væð­ingu lög­regl­unn­ar. Þroska­hjálp hef­ur fund­að með embætti rík­is­lög­reglu­stjóra vegna þessa. Ástæð­an er sú að lög­regl­an hafi ekki nægi­lega þekk­ingu á stöðu fólks með fötl­un sem hún kann að þurfa að hafa af­skipti af.
Kjartan hættir sem stjórnarformaður
FréttirLaxeldi

Kjart­an hætt­ir sem stjórn­ar­formað­ur

Kjart­an Ólafs­son er hætt­ur sem stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax eft­ir að hafa leitt fé­lag­ið um ára­bil. Stofn­andi stærsta hlut­hafa Arn­ar­lax, Gustav Witzoe, kem­ur inn í stjórn­ina.
Hækkanir á afborgunum valda magaverk
Fréttir

Hækk­an­ir á af­borg­un­um valda maga­verk

Af­borg­an­ir á hús­næð­is­láni sex manna fjöl­skyldu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa hækk­að um 116 þús­und krón­ur á 18 mán­uð­um. Fjöl­skyld­an hef­ur þurft að ganga á sparn­að til að ráða við reglu­leg út­gjöld og er nú í því ferli að breyta lán­inu úr óverð­tryggðu í verð­tryggt til að ráða við af­borg­an­irn­ar.
„Ég hef ekki einu sinni fengið boð í atvinnuviðtöl“
Fréttir

„Ég hef ekki einu sinni feng­ið boð í at­vinnu­við­töl“

Rafa­ela Georgs­dótt­ir hef­ur um langt skeið leit­að að störf­um þar sem mennt­un henn­ar gæti nýst en án ár­ang­urs. Rafa­ela er mennt­að­ur lög­fræð­ing­ur frá Bras­il­íu með sér­hæf­ingu í um­hverf­is­vernd.
Hvað kostar lítri af mjólk?
Fréttir

Hvað kost­ar lítri af mjólk?

Þing­menn þjóð­ar­inn­ar gisk­uðu á verð á ein­um lítra af mjólk og svör­uðu öðr­um spurn­ing­um um verð­til­finn­ingu sína.
Hvalveiðar Kristjáns sem djúpleikur
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillHvalveiðar

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Hval­veið­ar Kristjáns sem djúp­leik­ur

Hval­veið­ar Kristjáns Lofts­son­ar snú­ast um ann­að og meira en pen­inga þar sem þær eru órök­rétt­ar út frá fjár­hags­legu sjón­ar­miði. Mann­fræð­ing­ur­inn Clifford Greetz rann­sak­aði hana­at á Balí fyr­ir meira en hálfri öld en þar má finna skýr­ing­ar sem geta hjálp­að til við að skilja ástríðu Kristjáns fyr­ir hval­veið­um.
Verðbólgan er meira hagnaðar- en launadrifin
Stefán Ólafsson
Aðsent

Stefán Ólafsson

Verð­bólg­an er meira hagn­að­ar- en launa­drif­in

Það er beint sam­band milli auk­ins hlut­ar fyr­ir­tækja af þjóð­ar­kök­unni og auk­inn­ar verð­bólgu, en nei­kvætt sam­band milli hlut­ar launa­fólks og verð­bólgu.
Ísland situr á vannýttum mannauði meðal innflytjenda
Fréttir

Ís­land sit­ur á vannýtt­um mannauði með­al inn­flytj­enda

Hlut­fall inn­flytj­enda sem lok­ið hafa há­skóla­námi er nærri því tvö­falt á við inn­fædda Ís­lend­inga með­al fé­lags­manna í að­ild­ar­fé­lög­um ASÍ og BSRB. Rann­sókn­ir sýna að inn­flytj­end­ur, einkum kon­ur, eru oft og tíð­um of­mennt­að­ar fyr­ir þau störf sem þær sinna.
Bensínverð það sama og fyrir ári en hlutur olíufélaga hefur tvöfaldast
Greining

Bens­ín­verð það sama og fyr­ir ári en hlut­ur olíu­fé­laga hef­ur tvö­fald­ast

Við­mið­un­ar­verð á bens­ín­lítra er tæp­lega 308 krón­ur nú en var 307 krón­ur fyr­ir ári. Í maí í fyrra tóku olíu­fé­lög­in sem selja Ís­lend­ing­um bens­ín 31,24 krón­ur af hverj­um seld­um lítra. Nú taka þau 62,67 krón­ur af hverj­um seld­um lítra.
Friður hins heilaga refs?
Flækjusagan

Frið­ur hins heil­aga refs?

Hefðu Bret­ar átt að semja frið við Hitler ár­ið 1940 til að koma í veg fyr­ir frek­ara mann­fall?
Vald óttans – og virði friðsemdar
Þorvaldur Örn Árnason
Aðsent

Þorvaldur Örn Árnason

Vald ótt­ans – og virði frið­semd­ar

Lýð­ræði, rétt­ar­ríki og mann­rétt­indi – gott og bless­að. Evr­ópu­ráð­ið stend­ur vörð um það. Vest­ræn ríki stæra sig af þessu – en eru samt á valdi ótt­ans.