Þessi færsla er meira en 4 ára gömul.

Fréttablaðssiðferðið

Fréttablaðssiðferðið

Í Bakþönkum Fréttablaðsins síðastliðinn laugardag sem og á vefútgáfu blaðsins birtist pistill eftir Sirrýju Hallgrímsdóttur sem bar titilinn Píratasiðferðið.

Þar sakar hún Pírata, sem hún virðist hafa ákveðið dálæti á að hatast út í, um hræsni þegar kom að gagnrýni á kosningu Bergþórs Ólasonar í stöðu formanns umhverfis- og samgöngunefndar. Útgangspunkturinn var að 'Píratar' (ónefndir) hafi ákveðið að greiða ekki atkvæði gegn honum og komið með þá skýringu að þeir hafi ekki verið til í að gefa eftir formennsku Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur í annarri nefnd.

Staðreyndin er hins vegar sú, eins og Björn Leví Gunnarsson sem er áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd hefur bent á, að enginn Pírati var í stöðu til að ákveða að greiða ekki atkvæði gegn formennsku Bergþórs. Áheyrnarfulltrúi er ekki með atkvæðisrétt en Björn Leví lét bóka eitt orð við atkvæðagreiðsluna: Nei.

Sirrý hefur brugðist við þessari ábendingu með því að viðurkenna að hafa farið með rangt mál en segir þessa staðreynd samt í raun aukaatriði, þar sem táknræn mótmæli af þessu tagi hafi í raun ekkert að segja þegar búið er að komast að samkomulagi um annað bakvið tjöldin.

Gott og vel. Það er mögulega eitthvað til í því að ef þingflokkur Pírata hefði raunverulega viljað ganga alla leið til að tryggja að Bergþór yrði ekki formaður þá hefði verið hægt að gera það með því að gefa eftir stól Þórhildar Sunnu. Það vekur hins vegar eðlilega spurningar um hvort ábyrgðin liggi raunverulega þar, eða hjá meirihlutanum sem gaf einfaldlega þau skilaboð að þetta væri vandamál minnihlutans til að leysa sem kæmi stjórnarflokkunum ekkert við. Þetta er einfaldlega ekki jafn sterkur punktur og sá að geta hankað 'Pírata' á því að hafa ekki greitt atkvæði gegn Bergþóri þegar á reyndi - það er algjör útgangspunktur í pistli Sirrýjar og án hans þá hrynur hann í raun til grunna. Í stað þess að ganga alla leið með að viðurkenna það þá þykist hún bara samt hafa rétt fyrir sér, útgangspunkturinn sé í raun aukaatriði. Það er augljóst að hún er að breyta alveg um forsendur þegar það átti að hafa verið rosaleg hræsni að hafa ekki kosið gegn Bergþóri, en svo bara einhver táknrænn gjörningur sem skipti í raun engu máli að bóka gegn honum (hvort tveggja hefur engin áhrif á lokaniðurstöðuna; að Bergþór var kosinn formaður).

Allt stendur þannig eftir þvældara en áður með innkomu Sirrýjar í þessa umræðu, þar sem hún fór ónákvæmlega og rangt með lykilstaðreynd um starfsemi Alþingis. Að einhverjir ónefndir Píratar hafi ekki kosið gegn Bergþóri, þegar enginn Pírati var í stöðu til þess, er alvarleg rangfærsla um það sem fram fór á vettvangi þingsins í málinu. Hún virðist fyrst og fremst hafa orðið til vegna þess að Sirrý er mjög í nöp við Pírata almennt og nennir ekki að vinna lágmarks heimavinnu þegar kemur að því að reyna að hanka þá. Skýtur fyrst og spyr svo.

Það er samt í sjálfu sér ekkert hræðilegt mál. Fullt af fólki skrifar alls konar hluti af mismikilli vandvirkni sem litast af skoðunum þess og þau skrif eru misnákvæm. Fólk er síðan misjafnlega mikið til í að bakka þegar það rekur sig á í umræðunni. Ég hef sjálfur gerst sekur í þessum efnum stundum.

Það sem mér finnst hins vegar alvarlegt í þessu máli er að hér er um að ræða launaðan (eftir því sem ég best veit) pistlahöfund sem ritstjórn Fréttablaðsins sérvelur og veitir pláss á áberandi stað í blaðinu. Í stað þess að bera til baka rangfærslu pistlahöfundarins gerir miðillinn sér fréttamat úr því að þarna sé orðin einhver svakaleg ritdeila milli pistlahöfundarins og Pírata; þetta snúist í raun bara um einhvern skoðanaágreining fólks úti í bæ sem sé fréttnæmur. Komi miðlinum ekki við að öðru leyti. Höfundur fréttarinnar um ritdeiluna er einn af ritstjórum Fréttablaðsins.

Fréttablaðið er þannig vísvitandi að taka þátt í upplýsingamengun, fyrst með því að gefa rangfærslu pláss í handvöldum pistlaskrifum og síðan með því að gera ekkert í því að tryggja að sannleikurinn sé skýr eftir að bent hefur verið á rangfærsluna. Fréttablaðið einfaldlega þvær hendur sínar. Er það kannski miðlinum hreinlega þóknanlegt að rangfærslan hafi vakið deilur sem smjatta má á í fréttaflutningi? Er það tilgangurinn með vali á pistlahöfundum, að vekja deilur og umtal, á kostnað sannleikans?

Hér tel ég að Fréttablaðið skuldi skýringar á því hver ritstjórnarstefnan gagnvart þessum pistlaskrifum er eiginlega. Ritstjórnin ber fulla ábyrgð á vali á pistlahöfundum sem og þeirri ákvörðun að leiðrétta ekki augljósa rangfærslu sem kom fram í pistli. Ásökun um athafnaleysi á þeim bænum held ég að eigi mun ríkari rétt á sér en ásökun Sirrýjar um athafnaleysi Pírata gagnvart Bergþóri Ólasyni.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Geta lent í miklum mínus ef þær fá ekki leikskólapláss
Viðtal

Geta lent í mikl­um mín­us ef þær fá ekki leik­skóla­pláss

Ein­stæð­ar mæð­ur sem ekki fá leik­skóla­pláss fyr­ir börn sín eru lík­leg­ar til þess að enda með nei­kvæð­ar tekj­ur í lok mán­að­ar og get­ur stað­an jafn­vel orð­ið svo slæm að þær enda í 140 þús­und króna mín­us í lok mán­að­ar. Þetta leið­ir ný meist­ar­a­rann­sókn Þóru Helga­dótt­ur í ljós.
Allur marinn og bólginn eftir flug til Rómar
Úttekt

All­ur mar­inn og bólg­inn eft­ir flug til Róm­ar

Fólk sem not­ar hjóla­stól er ít­rek­að sett í hættu­leg­ar að­stæð­ur þeg­ar það ferð­ast með flug­vél­um. Við­mæl­end­ur Heim­ild­ar­inn­ar hafa slasast í flugi og kvíða hverri flug­ferð. Þeir kalla eft­ir breyt­ing­um, betri þjálf­un fyr­ir starfs­fólk og mögu­leika á að þeir geti set­ið í sín­um eig­in stól­um í flugi.
„Ef Guð er kærleikurinn, þá er hún mamma“
Guðbjörg Jóhannesdóttir
Það sem ég hef lært

Guðbjörg Jóhannesdóttir

„Ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma“

„Þú gef­ur okk­ur góða ástæðu til að nota kven­kyns for­nöfn fyr­ir Guð með því að vera fyr­ir­mynd fyr­ir kær­leik­ann. Því ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma.“ Þannig lýsa börn séra Guð­bjarg­ar Jó­hann­es­dótt­ur mömmu sinni, sem seg­ir upp­eldi barn­anna fimm mik­il­væg­asta, þakk­lát­asta og mest gef­andi verk­efni lífs­ins.
Reiknistofa bankanna varði tugum milljóna í greiðslulausn sem aldrei var notuð
Fréttir

Reikni­stofa bank­anna varði tug­um millj­óna í greiðslu­lausn sem aldrei var not­uð

Reikni­stofa bank­anna vann að þró­un á nýrri greiðslu­lausn á ár­un­um 2017 til 2019. Lausn­in hét Kvitt og átti að virka þannig að fólk gæti borg­að með henni í versl­un­um með bein­greiðsl­um af banka­reikn­ingi. Lausn­in hefði getað spar­að neyt­end­um stór­fé í korta­notk­un og færslu­gjöld. Hún var hins veg­ar aldrei not­uð þar sem við­skipta­bank­arn­ir vildu það ekki.
Vill þyngri refsingar fyrir vændiskaup
Fréttir

Vill þyngri refs­ing­ar fyr­ir vændis­kaup

Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir, vara­þing­mað­ur Vinstri grænna, seg­ir það skjóta skökku við að vændis­kaup telj­ist til brota sem ljúka má með lög­reglu­stjóra­sekt. Hún tel­ur að nafn­leynd sem vændis­kaup­end­ur hafa not­ið í rétt­ar­kerf­inu gefa til kynna að dóm­stól­um þyki vændis­kaup al­var­legri og skamm­ar­legri glæp­ur en við­ur­lög­in gefi til kynna. Bryn­hild­ur vill að refsiramm­inn fyr­ir vændis­kaup verði end­ur­skoð­að­ur.
Almenningshlutafélag í stórri eigu Samherja kaupir í sölufyrirtæki Samherja
FréttirSamherjamálið

Al­menn­ings­hluta­fé­lag í stórri eigu Sam­herja kaup­ir í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­formað­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar, vék sæti þeg­ar al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið ákvað að kaupa hluta­bréf í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja af út­gerð­inni. Síld­ar­vinnsl­an ákvað einnig að kaupa hluta­bréf af fyr­ir­tæki í eigu Þor­steins Más og Kristjáns Vil­helms­son­ar fyr­ir rúm­lega 2 millj­arða króna.
Færri konur en karlar fá hjartahnoð á almannafæri
Fréttir

Færri kon­ur en karl­ar fá hjarta­hnoð á al­manna­færi

Ný kanadísk rann­sókn sýn­ir að kon­ur sem fá hjarta­stopp eru ólík­legri en karl­ar til að fá hjarta­hnoð, sér­stak­lega ef at­burð­ur­inn á sér stað á al­manna­færi.
Ríkið þarf að borga fimm til tíu milljarða inn í ÍL-sjóð árlega frá og með næsta ári
Greining

Rík­ið þarf að borga fimm til tíu millj­arða inn í ÍL-sjóð ár­lega frá og með næsta ári

Rík­is­sjóð­ur fjár­magn­aði efna­hags­að­gerð­ir sín­ar í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um að miklu leyti með því að taka 190 millj­arða króna að láni úr ÍL-sjóði, sem stýrt er af fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og er með nei­kvætt eig­ið fé upp á 231 millj­arð króna, á af­ar hag­stæð­um kjör­um. Til stóð að borga ekki ann­að en vexti á næstu ár­um. Það hef­ur nú breyst eft­ir að lán­tak­end­ur hættu skyndi­lega að greiða upp gömlu Íbúðalána­sjóðslán­in sín.
Spá því að stýrivextir muni hækka áfram og enda í 9,5 prósentum
Fréttir

Spá því að stýri­vext­ir muni hækka áfram og enda í 9,5 pró­sent­um

Ís­lands­banki spá­ir því að verð­bólga mun fara að hjaðna á næsta ári og sam­hliða muni stýri­vext­ir lækka í hæg­um takti. Sá takt­ur eigi að skila stýri­vöxt­um í kring­um sex pró­sent í lok árs 2025. Þeir voru 0,75 pró­sent í apríl 2021.
Flótti heimila í verðtryggð lán heldur áfram – Met sett í ágúst
Greining

Flótti heim­ila í verð­tryggð lán held­ur áfram – Met sett í ág­úst

Heim­ili lands­ins eru að greiða upp óverðryggt íbúðalán sín á met­hraða og færa sig yf­ir í verð­tryggð lán. Sú til­færsla trygg­ir lægri mán­að­ar­lega greiðslu­byrði en eig­ið fé sem mynd­ast hef­ur í fast­eign­inni mun drag­ast sam­an vegna verð­bóta og þess að íbúða­verð er far­ið að lækka skarpt.
Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason
Pistill

Andri Snær Magnason

Að rota eða rota ekki sel

Hvenær og hvernig eiga börn að frétta af hlut­um? 10 ára? 12 ára? 18 ára? Er al­veg víst að mesta ógn­in sem að þeim steðj­ar sé yf­ir­leitt í bók?
Þjáningarfullt traust
Úlfar Þormóðsson
AðsentSjávarútvegur

Úlfar Þormóðsson

Þján­ing­ar­fullt traust

Út­gerð­ar­menn telja sig ekki þurfa að end­ur­heimta traust að mati Úlfars Þor­móðs­son­ar, sem skrif­ar um eigna­tengsl í sjáv­ar­út­vegi. „Ef eitt­hvað er, þjást þeir af sjálfs­trausti.“