Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Fréttablaðssiðferðið

Fréttablaðssiðferðið

Í Bakþönkum Fréttablaðsins síðastliðinn laugardag sem og á vefútgáfu blaðsins birtist pistill eftir Sirrýju Hallgrímsdóttur sem bar titilinn Píratasiðferðið.

Þar sakar hún Pírata, sem hún virðist hafa ákveðið dálæti á að hatast út í, um hræsni þegar kom að gagnrýni á kosningu Bergþórs Ólasonar í stöðu formanns umhverfis- og samgöngunefndar. Útgangspunkturinn var að 'Píratar' (ónefndir) hafi ákveðið að greiða ekki atkvæði gegn honum og komið með þá skýringu að þeir hafi ekki verið til í að gefa eftir formennsku Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur í annarri nefnd.

Staðreyndin er hins vegar sú, eins og Björn Leví Gunnarsson sem er áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd hefur bent á, að enginn Pírati var í stöðu til að ákveða að greiða ekki atkvæði gegn formennsku Bergþórs. Áheyrnarfulltrúi er ekki með atkvæðisrétt en Björn Leví lét bóka eitt orð við atkvæðagreiðsluna: Nei.

Sirrý hefur brugðist við þessari ábendingu með því að viðurkenna að hafa farið með rangt mál en segir þessa staðreynd samt í raun aukaatriði, þar sem táknræn mótmæli af þessu tagi hafi í raun ekkert að segja þegar búið er að komast að samkomulagi um annað bakvið tjöldin.

Gott og vel. Það er mögulega eitthvað til í því að ef þingflokkur Pírata hefði raunverulega viljað ganga alla leið til að tryggja að Bergþór yrði ekki formaður þá hefði verið hægt að gera það með því að gefa eftir stól Þórhildar Sunnu. Það vekur hins vegar eðlilega spurningar um hvort ábyrgðin liggi raunverulega þar, eða hjá meirihlutanum sem gaf einfaldlega þau skilaboð að þetta væri vandamál minnihlutans til að leysa sem kæmi stjórnarflokkunum ekkert við. Þetta er einfaldlega ekki jafn sterkur punktur og sá að geta hankað 'Pírata' á því að hafa ekki greitt atkvæði gegn Bergþóri þegar á reyndi - það er algjör útgangspunktur í pistli Sirrýjar og án hans þá hrynur hann í raun til grunna. Í stað þess að ganga alla leið með að viðurkenna það þá þykist hún bara samt hafa rétt fyrir sér, útgangspunkturinn sé í raun aukaatriði. Það er augljóst að hún er að breyta alveg um forsendur þegar það átti að hafa verið rosaleg hræsni að hafa ekki kosið gegn Bergþóri, en svo bara einhver táknrænn gjörningur sem skipti í raun engu máli að bóka gegn honum (hvort tveggja hefur engin áhrif á lokaniðurstöðuna; að Bergþór var kosinn formaður).

Allt stendur þannig eftir þvældara en áður með innkomu Sirrýjar í þessa umræðu, þar sem hún fór ónákvæmlega og rangt með lykilstaðreynd um starfsemi Alþingis. Að einhverjir ónefndir Píratar hafi ekki kosið gegn Bergþóri, þegar enginn Pírati var í stöðu til þess, er alvarleg rangfærsla um það sem fram fór á vettvangi þingsins í málinu. Hún virðist fyrst og fremst hafa orðið til vegna þess að Sirrý er mjög í nöp við Pírata almennt og nennir ekki að vinna lágmarks heimavinnu þegar kemur að því að reyna að hanka þá. Skýtur fyrst og spyr svo.

Það er samt í sjálfu sér ekkert hræðilegt mál. Fullt af fólki skrifar alls konar hluti af mismikilli vandvirkni sem litast af skoðunum þess og þau skrif eru misnákvæm. Fólk er síðan misjafnlega mikið til í að bakka þegar það rekur sig á í umræðunni. Ég hef sjálfur gerst sekur í þessum efnum stundum.

Það sem mér finnst hins vegar alvarlegt í þessu máli er að hér er um að ræða launaðan (eftir því sem ég best veit) pistlahöfund sem ritstjórn Fréttablaðsins sérvelur og veitir pláss á áberandi stað í blaðinu. Í stað þess að bera til baka rangfærslu pistlahöfundarins gerir miðillinn sér fréttamat úr því að þarna sé orðin einhver svakaleg ritdeila milli pistlahöfundarins og Pírata; þetta snúist í raun bara um einhvern skoðanaágreining fólks úti í bæ sem sé fréttnæmur. Komi miðlinum ekki við að öðru leyti. Höfundur fréttarinnar um ritdeiluna er einn af ritstjórum Fréttablaðsins.

Fréttablaðið er þannig vísvitandi að taka þátt í upplýsingamengun, fyrst með því að gefa rangfærslu pláss í handvöldum pistlaskrifum og síðan með því að gera ekkert í því að tryggja að sannleikurinn sé skýr eftir að bent hefur verið á rangfærsluna. Fréttablaðið einfaldlega þvær hendur sínar. Er það kannski miðlinum hreinlega þóknanlegt að rangfærslan hafi vakið deilur sem smjatta má á í fréttaflutningi? Er það tilgangurinn með vali á pistlahöfundum, að vekja deilur og umtal, á kostnað sannleikans?

Hér tel ég að Fréttablaðið skuldi skýringar á því hver ritstjórnarstefnan gagnvart þessum pistlaskrifum er eiginlega. Ritstjórnin ber fulla ábyrgð á vali á pistlahöfundum sem og þeirri ákvörðun að leiðrétta ekki augljósa rangfærslu sem kom fram í pistli. Ásökun um athafnaleysi á þeim bænum held ég að eigi mun ríkari rétt á sér en ásökun Sirrýjar um athafnaleysi Pírata gagnvart Bergþóri Ólasyni.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Dropinn dýrastur á Íslandi
Fréttir

Drop­inn dýr­ast­ur á Ís­landi

Bens­ín­lítr­inn er hvergi dýr­ari inn­an EES-svæð­is­ins en á Ís­landi og raun­ar er bens­ín­verð á Ís­landi það þriðja hæsta í heim­in­um. Álög­ur sem hið op­in­bera legg­ur á bens­ín eru þó hærri í sex­tán ESB-ríkj­um en þær eru á Ís­landi.
Volaða land
Bíó Tvíó#239

Volaða land

Í síð­asta þætti Bíó Tvíó í bili ræða Andrea og Stein­dór kvik­mynd Hlyns Pálma­son­ar frá 2022, Volaða land. Fleiri þætt­ir eru í boði á Pat­reon síðu Bón­us Tvíó: www.pat­reon.com/biot­vio
Þroskahjálp: Rafbyssuvæðing lögreglunnar „hrollvekjandi tilhugsun“
FréttirRafbyssuvæðing lögreglunnar

Þroska­hjálp: Raf­byssu­væð­ing lög­regl­unn­ar „hroll­vekj­andi til­hugs­un“

Sér­fræð­ing­ur og fram­kvæmda­stjóri hjá Þroska­hjálp segja að sam­tök­in hafi áhyggj­ur af raf­byssu­væð­ingu lög­regl­unn­ar. Þroska­hjálp hef­ur fund­að með embætti rík­is­lög­reglu­stjóra vegna þessa. Ástæð­an er sú að lög­regl­an hafi ekki nægi­lega þekk­ingu á stöðu fólks með fötl­un sem hún kann að þurfa að hafa af­skipti af.
Kjartan hættir sem stjórnarformaður
FréttirLaxeldi

Kjart­an hætt­ir sem stjórn­ar­formað­ur

Kjart­an Ólafs­son er hætt­ur sem stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax eft­ir að hafa leitt fé­lag­ið um ára­bil. Stofn­andi stærsta hlut­hafa Arn­ar­lax, Gustav Witzoe, kem­ur inn í stjórn­ina.
Hækkanir á afborgunum valda magaverk
Fréttir

Hækk­an­ir á af­borg­un­um valda maga­verk

Af­borg­an­ir á hús­næð­is­láni sex manna fjöl­skyldu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa hækk­að um 116 þús­und krón­ur á 18 mán­uð­um. Fjöl­skyld­an hef­ur þurft að ganga á sparn­að til að ráða við reglu­leg út­gjöld og er nú í því ferli að breyta lán­inu úr óverð­tryggðu í verð­tryggt til að ráða við af­borg­an­irn­ar.
„Ég hef ekki einu sinni fengið boð í atvinnuviðtöl“
Fréttir

„Ég hef ekki einu sinni feng­ið boð í at­vinnu­við­töl“

Rafa­ela Georgs­dótt­ir hef­ur um langt skeið leit­að að störf­um þar sem mennt­un henn­ar gæti nýst en án ár­ang­urs. Rafa­ela er mennt­að­ur lög­fræð­ing­ur frá Bras­il­íu með sér­hæf­ingu í um­hverf­is­vernd.
Hvað kostar lítri af mjólk?
Fréttir

Hvað kost­ar lítri af mjólk?

Þing­menn þjóð­ar­inn­ar gisk­uðu á verð á ein­um lítra af mjólk og svör­uðu öðr­um spurn­ing­um um verð­til­finn­ingu sína.
Hvalveiðar Kristjáns sem djúpleikur
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillHvalveiðar

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Hval­veið­ar Kristjáns sem djúp­leik­ur

Hval­veið­ar Kristjáns Lofts­son­ar snú­ast um ann­að og meira en pen­inga þar sem þær eru órök­rétt­ar út frá fjár­hags­legu sjón­ar­miði. Mann­fræð­ing­ur­inn Clifford Greetz rann­sak­aði hana­at á Balí fyr­ir meira en hálfri öld en þar má finna skýr­ing­ar sem geta hjálp­að til við að skilja ástríðu Kristjáns fyr­ir hval­veið­um.
Verðbólgan er meira hagnaðar- en launadrifin
Stefán Ólafsson
Aðsent

Stefán Ólafsson

Verð­bólg­an er meira hagn­að­ar- en launa­drif­in

Það er beint sam­band milli auk­ins hlut­ar fyr­ir­tækja af þjóð­ar­kök­unni og auk­inn­ar verð­bólgu, en nei­kvætt sam­band milli hlut­ar launa­fólks og verð­bólgu.
Ísland situr á vannýttum mannauði meðal innflytjenda
Fréttir

Ís­land sit­ur á vannýtt­um mannauði með­al inn­flytj­enda

Hlut­fall inn­flytj­enda sem lok­ið hafa há­skóla­námi er nærri því tvö­falt á við inn­fædda Ís­lend­inga með­al fé­lags­manna í að­ild­ar­fé­lög­um ASÍ og BSRB. Rann­sókn­ir sýna að inn­flytj­end­ur, einkum kon­ur, eru oft og tíð­um of­mennt­að­ar fyr­ir þau störf sem þær sinna.
Bensínverð það sama og fyrir ári en hlutur olíufélaga hefur tvöfaldast
Greining

Bens­ín­verð það sama og fyr­ir ári en hlut­ur olíu­fé­laga hef­ur tvö­fald­ast

Við­mið­un­ar­verð á bens­ín­lítra er tæp­lega 308 krón­ur nú en var 307 krón­ur fyr­ir ári. Í maí í fyrra tóku olíu­fé­lög­in sem selja Ís­lend­ing­um bens­ín 31,24 krón­ur af hverj­um seld­um lítra. Nú taka þau 62,67 krón­ur af hverj­um seld­um lítra.
Friður hins heilaga refs?
Flækjusagan

Frið­ur hins heil­aga refs?

Hefðu Bret­ar átt að semja frið við Hitler ár­ið 1940 til að koma í veg fyr­ir frek­ara mann­fall?