Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Að taka vel á móti flóttafólki

Að taka vel á móti flóttafólki

Staða flóttafólks á Íslandi er enn og aftur í brennidepli.

Ekki er langt síðan að fullorðnir hælisleitendur vöktu athygli og jafnvel hneykslan sumra með því að taka undir sig Austurvöll tímabundið í því skyni að vekja athygli á kröfum sínum gagnvart stjórnvöldum sem snerust meðal annars um að engum yrði brottvísað frá landinu. Ekki fer miklum sögum af því hvort þeir hafi hlotið nokkra áheyrn hjá stjórnvöldum.

Börn á flótta

Það sem tekist er á um núna eru hins vegar brottvísanir barna, og þá sér í lagi brottvísanir þeirra til Grikklands. Flóttafólk er ekki sent héðan aftur til Grikklands þó það hafi farið þangað í gegn - en hins vegar er ekki öruggt að það verði ekki sent til baka ef það hefur fengið formlega vernd í Grikklandi. Þannig er búið að setja nöfn og andlit á nokkur flóttabörn sem hafa komið sér ágætlega fyrir hérlendis en til stendur að vísa aftur til Grikklands á þeim forsendum að þau séu með vernd þar og eigi því að vera örugg þar. Haldinn var fjölmennur mótmælafundur um þetta baráttumál í síðustu viku en áður höfðu til að mynda mótmæli nemenda í Hagaskóla um sama málefni vakið athygli.

Baráttan hefur leitt til þess að ráðherrar eru farnir að tjá sig ögn meira efnislega um málefnið en áður, og hefur sitjandi dómsmálaráðherra meðal annars beitt sér fyrir breytingu á reglugerð um útlendinga í þá veru að rýmka heimildir  til að taka mál barna á flótta til efnislegrar meðferðar. Skoðanir fólks á þessari breytingu eru misjafnar. Persónulega tel ég þetta frekar lítið skref og fyrst og fremst táknrænt, þar sem þessar heimildir eru í raun til staðar fyrir - en sem táknrænt skref er það samt sem áður mikilvægt af því það sýnir ákveðna viðleitni til viðbragða og sýnir líka fram á hvaða svigrúm stjórnvöld hafa í raun til að móta regluverkið í kringum móttöku flóttafólks og réttindi þess.

Þetta samtal er eiginlega rétt að byrja og það er ýmislegt í málflutningi ráðherranna sem bendir til þess að það sé ekki mikill vilji í augnablikinu til að breyta miklu í kerfinu, nema að því leyti að hraða málsmeðferðinni. Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra tala um að ástandið í Grikklandi sé kannski ekki svo slæmt. Forsætisráðherra hefur líka gefið út að fjöldi þeirra sem fái hæli hér sé ekki endilega lágur miðað við höfðatölu þó hún hafi reyndar bætt við að gera mætti betur m.a. gagnvart viðkvæmum hópum, og þar skyldi maður vona að átt sé við börn og að bæta eigi réttarstöðu þeirra. Annað sem gefur ekki heldur endilega góð fyrirheit er sú staðreynd að dómsmálaráðherra lagði fram í apríl frumvarp sem þrengir töluvert að réttindum flóttafólks til að fá efnismeðferð á sínum málum og gerir beitingu Dyflingarreglugerðarinnar sem og brottvísun fólks sem hefur þegar fengið vernd í öðru ríki að meginreglu. Það er því óvíst hvort að með samþykkt þess frumvarps yrði einu sinni fólk sem hefur farið í gegnum Grikkland án þess að fá þar vernd öruggt gagnvart brottvísun, sem þó er tilfellið núna. Frumvarpið fer mjög augljóslega í þveröfuga átt við það að gera betur við flóttafólk, börn þar með talin því enga sérstaka vernd fyrir börn er þar að finna.

Örugg ríki og óörugg

Eitt sem hefur stundum áður verið tekist á um í sambandi við flóttafólk er hvort stjórnvöldum sé stætt á því að skilgreina sum ríki almennt sem örugg og neita alfarið að taka umsóknir fólks frá þeim ríkjum um vernd til efnismeðferðar. Er þar átt við ríki eins og Albaníu og Georgíu sem eru á jaðri Evrópska efnahagssvæðisins, sem þýðir að borgarar þaðan njóta ekki sama ferðafrelsis innan þess svæðis og fólk sem er þar fyrir, en sækja samt sem áður margir hverjir inn í það og reyna því að nýta sér þær leiðir sem eru í boði. Staðan í því máli er hins vegar núna sú að þessi ríki eru skilgreind sem örugg og því er öllum sem þaðan koma vísað frá - enda hefur umsóknum þaðan fækkað verulega sem hefur leitt til fækkunar heildarumsókna. Persónulega hef ég nokkra samúð með því sjónarhorni að frekar eigi að setja í forgang móttöku flóttafólks sem er frá 'raunverulega' hrjáðum löndum - en að öðru fólki eigi þá líka að bjóða upp á aðrar leiðir til að koma hingað og setjast að. Landið er almennt ansi lokað og væri örugglega ennþá lokaðra ef aðild okkar að EES 'neyddi' okkur ekki til að veita fólki úr þeim ríkjum ákveðin grundvallarréttindi.

En hvað um það - hvað sem fólki kann að finnast um það þá er staðan sú að það er búið að loka á fólk frá ákveðnum ríkjum sem eru skilgreind sem örugg sem þýðir að það eru allir möguleikar til þess að gera betur við fólk sem er frá 'raunverulega' hrjáðum löndum á borð við Afganistan og Írak, en umsóknum þaðan hefur verið að fjölga, ekki síst umsóknum frá fólki sem hefur þegar fengið vernd í Grikklandi. Einhver ástæða er fyrir því að fólk leitar annað þrátt fyrir að hafa fengið vernd, hvað þá þegar það er með börn með sér en tekur samt áhættu á að rífa sig upp enn og aftur og leita tækifæra í nýju landi. Þetta er veruleikinn sem blasir við og spurningin er bara hvernig á að bregðast við honum.

Stefna og stefnuleysi

Ýmsir stjórnmálamenn tala fallega um að taka skuli vel á móti flóttafólki og að Ísland geti axlað þar aukna ábyrgð. Í reynd virðist þetta hins vegar erfitt í framkvæmd, hlutirnir verða ansi flóknir þegar ræða á útfærslu og þeir sem sitja við stjórnvölinn eru gjarnir á að vísa bara í gildandi lög, á starfsfólkið sem er að framkvæma þau eða tala um að nú þurfi bara að stofna enn eina nefndina og jafnvel fá manneskju utan þings til að leiða vinnuna. Þróunin núna, sem fyrr segir, virðist þó vera meira í áttina að því að ráðherrar eru tilbúnir til að ræða þessi mál efnislega og skýra afstöðu sína til efnisatriða þegar eftir því er gengið. Það er vel og vonandi heldur það samtal áfram.

Ég held nefnilega að eins og oft áður þá sé stefnuleysi rót vandans. Það er í raun ekki búið að móta almennilega stefnu um þessi mál; vinnan við síðustu lagabreytingar frá 2016 held ég t.d. að hafi ekki verið sérstaklega vel heppnuð að því leyti. Það vantar algjörlega að skoða þessi mál í heildarsamhengi, reikna til dæmis bæði með kostnaði og ábata af mismunandi leiðum (það getur hæglega verið þjóðhagslegur ábati til lengri tíma af móttöku flóttafólks) - og ekki síst taka tillit til grundvallar mannúðarsjónarmiða sem hafa ekkert endilega mikið með hagnað eða tap að gera.

Það væri til dæmis lítið mál að ákveða að öll börn ættu hið minnsta rétt á efnislegri meðferð á sínum umsóknum - þó ég viðurkenni að ég sé ekki sérfræðingur þá verð ég út frá minni rannsókn á laga- og regluverkinu að draga í efa þá fullyrðingu dómsmálaráðherra að ekki sé hægt að veita börnum slíka vernd án þess að það gangi líka yfir fullorðna. En hvað um það, þetta er bara það sem ég held, en það sem ég veit fyrir víst er að svigrúm stjórnvalda út frá lögum og reglugerðum er alveg töluvert. Þetta er því fyrst og fremst spurning um vilja til að setja metnað í málaflokkinn og móta góða stefnu. Án stefnu sem gefur fólki leyfi og svigrúm til að hugsa og gera stórt þá myndast þankagangur skortsins, fólk heldur að sér og vill fara eins varlega og mögulegt er. Kerfið ræður sér sjálft.

Til að gera vel þá þarf að hugsa út fyrir kerfin og ákveða að fjárfesta í samræmi við skýra stefnu þar sem skilgreint er nákvæmlega hvað það þýðir að taka vel á móti flóttafólki. Hún er vonandi loksins á leiðinni.

 

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Dropinn dýrastur á Íslandi
Fréttir

Drop­inn dýr­ast­ur á Ís­landi

Bens­ín­lítr­inn er hvergi dýr­ari inn­an EES-svæð­is­ins en á Ís­landi og raun­ar er bens­ín­verð á Ís­landi það þriðja hæsta í heim­in­um. Álög­ur sem hið op­in­bera legg­ur á bens­ín eru þó hærri í sex­tán ESB-ríkj­um en þær eru á Ís­landi.
Volaða land
Bíó Tvíó#239

Volaða land

Í síð­asta þætti Bíó Tvíó í bili ræða Andrea og Stein­dór kvik­mynd Hlyns Pálma­son­ar frá 2022, Volaða land. Fleiri þætt­ir eru í boði á Pat­reon síðu Bón­us Tvíó: www.pat­reon.com/biot­vio
Þroskahjálp: Rafbyssuvæðing lögreglunnar „hrollvekjandi tilhugsun“
FréttirRafbyssuvæðing lögreglunnar

Þroska­hjálp: Raf­byssu­væð­ing lög­regl­unn­ar „hroll­vekj­andi til­hugs­un“

Sér­fræð­ing­ur og fram­kvæmda­stjóri hjá Þroska­hjálp segja að sam­tök­in hafi áhyggj­ur af raf­byssu­væð­ingu lög­regl­unn­ar. Þroska­hjálp hef­ur fund­að með embætti rík­is­lög­reglu­stjóra vegna þessa. Ástæð­an er sú að lög­regl­an hafi ekki nægi­lega þekk­ingu á stöðu fólks með fötl­un sem hún kann að þurfa að hafa af­skipti af.
Kjartan hættir sem stjórnarformaður
FréttirLaxeldi

Kjart­an hætt­ir sem stjórn­ar­formað­ur

Kjart­an Ólafs­son er hætt­ur sem stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax eft­ir að hafa leitt fé­lag­ið um ára­bil. Stofn­andi stærsta hlut­hafa Arn­ar­lax, Gustav Witzoe, kem­ur inn í stjórn­ina.
Hækkanir á afborgunum valda magaverk
Fréttir

Hækk­an­ir á af­borg­un­um valda maga­verk

Af­borg­an­ir á hús­næð­is­láni sex manna fjöl­skyldu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa hækk­að um 116 þús­und krón­ur á 18 mán­uð­um. Fjöl­skyld­an hef­ur þurft að ganga á sparn­að til að ráða við reglu­leg út­gjöld og er nú í því ferli að breyta lán­inu úr óverð­tryggðu í verð­tryggt til að ráða við af­borg­an­irn­ar.
„Ég hef ekki einu sinni fengið boð í atvinnuviðtöl“
Fréttir

„Ég hef ekki einu sinni feng­ið boð í at­vinnu­við­töl“

Rafa­ela Georgs­dótt­ir hef­ur um langt skeið leit­að að störf­um þar sem mennt­un henn­ar gæti nýst en án ár­ang­urs. Rafa­ela er mennt­að­ur lög­fræð­ing­ur frá Bras­il­íu með sér­hæf­ingu í um­hverf­is­vernd.
Hvað kostar lítri af mjólk?
Fréttir

Hvað kost­ar lítri af mjólk?

Þing­menn þjóð­ar­inn­ar gisk­uðu á verð á ein­um lítra af mjólk og svör­uðu öðr­um spurn­ing­um um verð­til­finn­ingu sína.
Hvalveiðar Kristjáns sem djúpleikur
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillHvalveiðar

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Hval­veið­ar Kristjáns sem djúp­leik­ur

Hval­veið­ar Kristjáns Lofts­son­ar snú­ast um ann­að og meira en pen­inga þar sem þær eru órök­rétt­ar út frá fjár­hags­legu sjón­ar­miði. Mann­fræð­ing­ur­inn Clifford Greetz rann­sak­aði hana­at á Balí fyr­ir meira en hálfri öld en þar má finna skýr­ing­ar sem geta hjálp­að til við að skilja ástríðu Kristjáns fyr­ir hval­veið­um.
Verðbólgan er meira hagnaðar- en launadrifin
Stefán Ólafsson
Aðsent

Stefán Ólafsson

Verð­bólg­an er meira hagn­að­ar- en launa­drif­in

Það er beint sam­band milli auk­ins hlut­ar fyr­ir­tækja af þjóð­ar­kök­unni og auk­inn­ar verð­bólgu, en nei­kvætt sam­band milli hlut­ar launa­fólks og verð­bólgu.
Ísland situr á vannýttum mannauði meðal innflytjenda
Fréttir

Ís­land sit­ur á vannýtt­um mannauði með­al inn­flytj­enda

Hlut­fall inn­flytj­enda sem lok­ið hafa há­skóla­námi er nærri því tvö­falt á við inn­fædda Ís­lend­inga með­al fé­lags­manna í að­ild­ar­fé­lög­um ASÍ og BSRB. Rann­sókn­ir sýna að inn­flytj­end­ur, einkum kon­ur, eru oft og tíð­um of­mennt­að­ar fyr­ir þau störf sem þær sinna.
Bensínverð það sama og fyrir ári en hlutur olíufélaga hefur tvöfaldast
Greining

Bens­ín­verð það sama og fyr­ir ári en hlut­ur olíu­fé­laga hef­ur tvö­fald­ast

Við­mið­un­ar­verð á bens­ín­lítra er tæp­lega 308 krón­ur nú en var 307 krón­ur fyr­ir ári. Í maí í fyrra tóku olíu­fé­lög­in sem selja Ís­lend­ing­um bens­ín 31,24 krón­ur af hverj­um seld­um lítra. Nú taka þau 62,67 krón­ur af hverj­um seld­um lítra.
Friður hins heilaga refs?
Flækjusagan

Frið­ur hins heil­aga refs?

Hefðu Bret­ar átt að semja frið við Hitler ár­ið 1940 til að koma í veg fyr­ir frek­ara mann­fall?