Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Til hvers eru leikskólar?

Til hvers eru leikskólar?

Allt frá því að meirihluti skóla- og frístundaráðs samþykkti í síðustu viku tillögu stýrihóps um að breyta almennum opnunartíma leikskóla í borginni úr 17:00 í 16:30 hafa verið ansi líflegar umræður um þessa ráðagerð og um fyrirkomulag og tilgang leikskóla almennt. Svo heitar að borgarráð hefur ákveðið að fara ekki í innleiðingu á tillögunni heldur að staldra við, láta framkvæma jafnréttismat á áhrifum hennar og eiga samráð við foreldra.

Mér finnst hins vegar full ástæða til að halda þessari umræðu áfram, þar sem hún er að draga fram alls konar atriði sem hingað til hefur eiginlega verið tekið sem gefnum. Spurning sem hingað til hefur virst vera með einfalt svar - Til hvers eru leikskólar? - er kannski ekki með svo einfalt svar þegar nánar er að gáð, þegar umdeild tillaga dregur fram undirliggjandi spennu og mismunandi sjónarmið.

Við Rannveig Ernudóttir, sem er núna varaborgarfulltrúi fyrir Pírata, skrifuðum grein fyrir rétt tæpum tveimur árum þar sem við færðum rök fyrir því að dagur leikskólabarna væri of langur og að farsælasta lausnin til frambúðar væri að draga úr álagi allra; foreldra á vinnumarkaði, starfsfólks á leikskólum og ekki síst barnanna sjálfra. Það ætti ekki að gefa endalaust eftir gagnvart kröfum atvinnulífsins um viðveru starfsfólks heldur þyrfti stundum að staldra við og huga að því hvað væri börnunum fyrir bestu. Þarna vorum við að taka undir með m.a. stjórnendum leikskóla og því er ekki skrítið að sjá þá halda uppi sama málflutningi nú eftir að þeir höfðu átt frumkvæði að tillögu um að stytta daginn á leikskólum.

Foreldrar og feminískir aktivístar margir hverjir taka hins vegar ekkert sérstaklega vel í þennan málflutning, benda á hvað leikskólarnir hafa gert mikið fyrir jafnrétti kynja á heimilinum og aukna atvinnuþátttöku kvenna, og óttast að álag lendi frekar á konum þegar opnunartími leikskóla er styttur.

Átakalínan hverfist um hvort leikskólar séu menntastofnanir eða þjónustustofnanir fyrir foreldrana/atvinnulífið.

Málið er hins vegar að sjálfsögðu að leikskólarnir gegna fjölþættu hlutverki fyrir samfélagið. Með því að halda því á lofti að það sé kannski ekki eðlilegt að þeir taki endalaust við og ekki endilega best fyrir börnin er með engu gert lítið úr því hvað þeir hafa gert margt jákvætt og hversu mikilvægir þeir eru í grunninn upp á bæði jafnrétti og velferð barnanna. Með því að benda á eina hlið málsins er ekki endilega verið að taka harða afstöðu með henni heldur einfaldlega varpa ljósi á því hvað málið er víðfemt og ekki endilega einfalt.

Það er til jafnvægispunktur þar sem gætt er eins vel kostur er á að öllum sjónarmiðum - en það er bara ekkert víst að við séum þar nákvæmlega núna og þess vegna er tekist á um málið. Er núna jafnvægi milli álags starfsfólks, álags foreldra á vinnumarkaði, og ekki síst álags á börnin? Er jafnvægi milli þess sem ríkið leggur til í formi fæðingarorlofs, barnabóta og annars sem léttir undir með foreldrum og milli þess sem sveitarfélög leggja til? Getur verið að sveitarfélögin séu að fylla of mikið upp í göt með því að nota þeirra sterkasta tæki sem eru leikskólarnir? Hvernig gengur að brúa þetta blessaða bil sem gjarnan er talað um að sé milli fæðingarorlofs og leikskóla? Hver er síðan ábyrgð atvinnulífsins á því hvaða álag það leggur á foreldra (en talsmenn þess virðast vera afskaplega hrifnir af þeirri lausn að láta leikskólana taka við eins og kostur er á)?

Áður en lengra er haldið þarf þannig að skilgreina hver markmiðin með kerfinu eiga að vera og hvernig eigi að ná þeim. Nú virðast til dæmis flest núorðið vera sammála um að það sé gott fyrir öll að stytta vinnuvikuna, en það er tekist á um í hvaða röð eigi að gera hlutina. Stytting leikskóladagsins er að hluta hugsaður sem hvati fyrir vinnuveitendur til að stytta vinnuvikuna (af því að vinnuveitendur hljóta að hafa ákveðinn hvata til að laga sig að veruleika foreldra) en það er alveg eðlilegt að sumum finnist það fullbratt og treysti því ekki að atvinnulífið muni aðlaga sig svo glatt, vilji frekar bíða eftir fullvissu um að þetta muni allt ríma vel saman.

Hér má til síðan líka t.d. benda á þá frekar óþægilegu þversögn sem felst í því að stór meirihluti leikskólastarfsfólks, sem og fólks í mennta- og umönnunarstéttum almennt, er konur. Þannig er það bæði rétt að álag kvenna á heimilum við að sinna börnum hefur minnkað - en jafnframt að álag á konur almennt hefur í raun færst til, frá heimilum og yfir á sérstakar kvennastéttir. Munurinn felst í því að nú er borgað fyrir þessa vinnu en hún er samt ekki metin að sömu verðleikum og ýmis önnur störf sem skapa 'áþreifanlegri' verðmæti, þrátt fyrir að það sé undirstaða allrar annarrar verðmætasköpunar að börn vaxi farsællega úr grasi. Ef eitt stærsta markmiðið er að dreifa álagi vegna uppeldis og menntunar milli kynjanna og þar með líka gæta kynjajafnvægis í því hvaða aðbúnað börn fá í sínum uppvexti og hvaða fyrirmyndir þau hafa er ljóst að við eigum enn afskaplega langt í land. Umönnun barna er einfaldlega ennþá of lágt verðlögð og það er ennþá viðtekin skoðun að konur eigi frekar að sinna þeim verkefnum sem eru lægra verðlögð eða jafnvel alveg ólaunuð. Getum við sett okkur það markmið að það eigi að meta þessa vinnu meira, breyta viðhorfunum til hennar, og kortlagt aðferðir til að ná því markmiði? Það er risastór spurning en mjög mikilvæg.

Einmitt af því að málið er flókið og af því að það er kannski fyrst núna verið að takast almennilega á um þessi grundvallaratriði sem hingað til hefur verið tekið sem sjálfsögðum hlut er mjög jákvætt að borgarráð hafi ákveðið að skoða tillögu um styttingu opnunartíma leikskóla í víðara samhengi. Samtalið heldur þá vonandi áfram af krafti þó svo að það sé búið að hætta við (allavega tímabundið) þá ákvörðun sem varð kveikjan að samtalinu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Geta lent í miklum mínus ef þær fá ekki leikskólapláss
Viðtal

Geta lent í mikl­um mín­us ef þær fá ekki leik­skóla­pláss

Ein­stæð­ar mæð­ur sem ekki fá leik­skóla­pláss fyr­ir börn sín eru lík­leg­ar til þess að enda með nei­kvæð­ar tekj­ur í lok mán­að­ar og get­ur stað­an jafn­vel orð­ið svo slæm að þær enda í 140 þús­und króna mín­us í lok mán­að­ar. Þetta leið­ir ný meist­ar­a­rann­sókn Þóru Helga­dótt­ur í ljós.
Allur marinn og bólginn eftir flug til Rómar
Úttekt

All­ur mar­inn og bólg­inn eft­ir flug til Róm­ar

Fólk sem not­ar hjóla­stól er ít­rek­að sett í hættu­leg­ar að­stæð­ur þeg­ar það ferð­ast með flug­vél­um. Við­mæl­end­ur Heim­ild­ar­inn­ar hafa slasast í flugi og kvíða hverri flug­ferð. Þeir kalla eft­ir breyt­ing­um, betri þjálf­un fyr­ir starfs­fólk og mögu­leika á að þeir geti set­ið í sín­um eig­in stól­um í flugi.
„Ef Guð er kærleikurinn, þá er hún mamma“
Guðbjörg Jóhannesdóttir
Það sem ég hef lært

Guðbjörg Jóhannesdóttir

„Ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma“

„Þú gef­ur okk­ur góða ástæðu til að nota kven­kyns for­nöfn fyr­ir Guð með því að vera fyr­ir­mynd fyr­ir kær­leik­ann. Því ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma.“ Þannig lýsa börn séra Guð­bjarg­ar Jó­hann­es­dótt­ur mömmu sinni, sem seg­ir upp­eldi barn­anna fimm mik­il­væg­asta, þakk­lát­asta og mest gef­andi verk­efni lífs­ins.
Reiknistofa bankanna varði tugum milljóna í greiðslulausn sem aldrei var notuð
Fréttir

Reikni­stofa bank­anna varði tug­um millj­óna í greiðslu­lausn sem aldrei var not­uð

Reikni­stofa bank­anna vann að þró­un á nýrri greiðslu­lausn á ár­un­um 2017 til 2019. Lausn­in hét Kvitt og átti að virka þannig að fólk gæti borg­að með henni í versl­un­um með bein­greiðsl­um af banka­reikn­ingi. Lausn­in hefði getað spar­að neyt­end­um stór­fé í korta­notk­un og færslu­gjöld. Hún var hins veg­ar aldrei not­uð þar sem við­skipta­bank­arn­ir vildu það ekki.
Vill þyngri refsingar fyrir vændiskaup
Fréttir

Vill þyngri refs­ing­ar fyr­ir vændis­kaup

Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir, vara­þing­mað­ur Vinstri grænna, seg­ir það skjóta skökku við að vændis­kaup telj­ist til brota sem ljúka má með lög­reglu­stjóra­sekt. Hún tel­ur að nafn­leynd sem vændis­kaup­end­ur hafa not­ið í rétt­ar­kerf­inu gefa til kynna að dóm­stól­um þyki vændis­kaup al­var­legri og skamm­ar­legri glæp­ur en við­ur­lög­in gefi til kynna. Bryn­hild­ur vill að refsiramm­inn fyr­ir vændis­kaup verði end­ur­skoð­að­ur.
Almenningshlutafélag í stórri eigu Samherja kaupir í sölufyrirtæki Samherja
FréttirSamherjamálið

Al­menn­ings­hluta­fé­lag í stórri eigu Sam­herja kaup­ir í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­formað­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar, vék sæti þeg­ar al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið ákvað að kaupa hluta­bréf í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja af út­gerð­inni. Síld­ar­vinnsl­an ákvað einnig að kaupa hluta­bréf af fyr­ir­tæki í eigu Þor­steins Más og Kristjáns Vil­helms­son­ar fyr­ir rúm­lega 2 millj­arða króna.
Færri konur en karlar fá hjartahnoð á almannafæri
Fréttir

Færri kon­ur en karl­ar fá hjarta­hnoð á al­manna­færi

Ný kanadísk rann­sókn sýn­ir að kon­ur sem fá hjarta­stopp eru ólík­legri en karl­ar til að fá hjarta­hnoð, sér­stak­lega ef at­burð­ur­inn á sér stað á al­manna­færi.
Ríkið þarf að borga fimm til tíu milljarða inn í ÍL-sjóð árlega frá og með næsta ári
Greining

Rík­ið þarf að borga fimm til tíu millj­arða inn í ÍL-sjóð ár­lega frá og með næsta ári

Rík­is­sjóð­ur fjár­magn­aði efna­hags­að­gerð­ir sín­ar í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um að miklu leyti með því að taka 190 millj­arða króna að láni úr ÍL-sjóði, sem stýrt er af fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og er með nei­kvætt eig­ið fé upp á 231 millj­arð króna, á af­ar hag­stæð­um kjör­um. Til stóð að borga ekki ann­að en vexti á næstu ár­um. Það hef­ur nú breyst eft­ir að lán­tak­end­ur hættu skyndi­lega að greiða upp gömlu Íbúðalána­sjóðslán­in sín.
Spá því að stýrivextir muni hækka áfram og enda í 9,5 prósentum
Fréttir

Spá því að stýri­vext­ir muni hækka áfram og enda í 9,5 pró­sent­um

Ís­lands­banki spá­ir því að verð­bólga mun fara að hjaðna á næsta ári og sam­hliða muni stýri­vext­ir lækka í hæg­um takti. Sá takt­ur eigi að skila stýri­vöxt­um í kring­um sex pró­sent í lok árs 2025. Þeir voru 0,75 pró­sent í apríl 2021.
Flótti heimila í verðtryggð lán heldur áfram – Met sett í ágúst
Greining

Flótti heim­ila í verð­tryggð lán held­ur áfram – Met sett í ág­úst

Heim­ili lands­ins eru að greiða upp óverðryggt íbúðalán sín á met­hraða og færa sig yf­ir í verð­tryggð lán. Sú til­færsla trygg­ir lægri mán­að­ar­lega greiðslu­byrði en eig­ið fé sem mynd­ast hef­ur í fast­eign­inni mun drag­ast sam­an vegna verð­bóta og þess að íbúða­verð er far­ið að lækka skarpt.
Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason
Pistill

Andri Snær Magnason

Að rota eða rota ekki sel

Hvenær og hvernig eiga börn að frétta af hlut­um? 10 ára? 12 ára? 18 ára? Er al­veg víst að mesta ógn­in sem að þeim steðj­ar sé yf­ir­leitt í bók?
Þjáningarfullt traust
Úlfar Þormóðsson
AðsentSjávarútvegur

Úlfar Þormóðsson

Þján­ing­ar­fullt traust

Út­gerð­ar­menn telja sig ekki þurfa að end­ur­heimta traust að mati Úlfars Þor­móðs­son­ar, sem skrif­ar um eigna­tengsl í sjáv­ar­út­vegi. „Ef eitt­hvað er, þjást þeir af sjálfs­trausti.“