Skauprýni
Afmælisþáttur
Afar fyrirsjáanlegt og ekkert sérstaklega fyndið en nýtur þess að fólk er enn að koma sér í gírinn.
Hugmynd: 5
Framkvæmd: 5
Ekki synningur, en sperringur var það
Hér glöddust Fóstbræðraunnendur verulega. Gamla, góða persónugalleríið dregið á flot. Íslenski molbúinn lendir í innrás sjónvarpstækninnar. Sem slíkur frekar þunnur brandari en sem uppklapp Fóstbræðra afar vel heppnað.
Hugmynd: 6
Framkvæmd: 8
Áreiðanleikakönnun og Helgi fokkíng Bjöss
Frekar ófyndið. Og Helgi Bjöss brandarinn svaðalega vondur þótt fáránleika hans hafi doldið verið bjargað með endurtekningunni seinna í Skaupinu.
Hugmynd: 4
Framkvæmd: 6
Minnkum matarsóun
Jæja, nú er eitthvað að gerast. Algjörlega viðbjóðslegt atriði en skemmtilegur broddur í því og vel leikið.
Hugmynd: 8
Framkvæmd: 8,5
Bílastæðaverðirnir og Simmi
Aftur, fyrir Fóstbræðraaðdáanda dugði endurkoma Bílastæðavarðanna til að kjökrað væri af hlátri allan tímann. Aðrir flissuðu þegar hin ótrúlega kómíska eftirherma SDG birtist. Það er auðvitað pæling að málefni fallna forsætisráðherrans séu eins og söguþráður í lélegri sápuóperu. En var þetta fyndið? Ekki svo.
Hugmynd: 6
Framkvæmd: 7
Hún er bara svo ógeðslega vond á bragðið
Hér er súmmerað á fórnarlamb Skaupsins 2016, Bjarna Ben. Þetta er snoturlega gert og einhver heimspekileg dýpt er í því að Bjarni sé maður yfirborðssjarma en ógeðslegs undirlags.
Hugmynd: 6,5
Framkvæmd: 7,5
Gærados í úterus?
Pókemon Gó tæklað með Fóstbræðralaginu. Nokkuð skondið og frumlegt.
Hugmynd: 7,5
Framkvæmd: 7,5Veisluþjónusta Texasborgara
Þetta þótti smákrökkunum fyndið þótt mamma og pabbi hafi örugglega í flestum tilfellum verið orðin löngu tilbúin í pönslænið þegar það loks kom.
Hugmynd: 8
Framkvæmd: 7,5
Hótel Adam
Holdtekja íslensks ferðaiðnaðar, hótelhaldarinn á Skólavörðustígnum, stígur hér fram í öllu sínu veldi – fullkomlega viðbjóðslegur. Helga Braga að tala með frönskum hreim er hinsvegar verulega vafasamt.
Hugmynd: 7,5
Framkvæmd: 7,5
Blómaskreytingarblús
Fyrstu hughrif þau að hér væri verið að reyna að vinna til baka þá sem hefði blöskrað í prumpuhúmornum rétt áður. En kommon, þetta er ekki gott.
Hugmynd: 4,5
Framkvæmd: 5
Ríkisstjórnarmyndun og Indriði
Þetta var vel gert. Hálf þjóðin eða svo að missa sig yfir því hver þessi maður væri eiginlega sem þarna tók forsetann svona líka skemmtilega, þá tekur Þorsteinn Bensa svona líka skemmtilega og loks kemur sjálfur Indriði fram á sviðið og framkallar raðfullnægingu hjá Fóstbræðravinum.
Hugmynd: 8,5
Framkvæmd: 9
Klemensína Ólafs
Ég játa það: Ég horfði ekki á upprifjunarþættina á Rúv. Þannig að kannski var þetta fyndið. Mér fannst það ekki.
Hugmynd: 4
Framkvæmd: 5
Dúettinn Plató
Aftur eitthvað sem þeir sem til þekkja kunna eflaust betur að meta en aðrir. Þó var doldill broddur í þessu og það var um þetta leyti sem það rann upp fyrir mér hve Sigurjón Kjartanson er búinn að vera flottur allt Skaupið.
Hugmynd: 7
Framkvæmd: 7
Frábært!
Nei, ekki meir!
Hugmynd: 3
Framkvæmd: 3
Wintris
Auðvitað hlaut það að koma. Fulllangt en skemmtilega dramatískt framanaf.
Hugmynd: 7,5
Framkvæmd: 7,5
Magnús Magnús Magnússon
Það var doldill prófsteinn á Skaupið hvernig klappið væri tekið. Þetta kom skemmtilega á óvart. Vel leikið og gert.
Hugmynd: 8,5
Framkvæmd: 9
„Bara að ríða þér...“
Tilbrigði við stef. Spurning hvort austur-evrópski karakterinn af Tvíhöfðaspólunum eigi ekki heima á haugunum með Grínverjanum hans Ladda. „Dónt drínk ðe voter from the krein“ er af sama sauðahúsi í raun og veru. Frekar stropaður húmor.
Hugmynd: 7
Framkvæmd: 7
Hvað verður um börnin?
Vel leikið og allt það – en hér er samt bara verið að gera fréttaannál, ekki svo mikið fynd.
Hugmynd: 5
Framkvæmd: 6,5
Mér er svo illt í beinunum
Maður varð eiginlega líkamlega veikur af að horfa á þetta atriði. Svaka deprimerandi.
Hugmynd: 7
Framkvæmd: 7,5
Kvenmannslaust Alþingi
Aftur unnið með sama stef. Yfirborðsmennska í kringum Bjarna Ben. Verðskuldað.
Hugmynd: 7
Framkvæmd: 7
Kapteinn og Kafteinn
Píratar fá líka á baukinn. Líka verðskuldað.
Hugmynd: 7
Framkvæmd: 7
Ebitda og Helgi, perónulegi trúbadorinn
Hér er loks gengið beint til verks og Helgi trúbador segir berum orðum það sem þessir frasasketsjar eiga að segja. Hann gerir það bara betur því frasarnir eru frekar leiðinlegir.
Hugmynd: 7
Framkvæmd: 7
Samfylkingin
Eins og áður: Stjórnmálaflokkur tekinn verðskuldað í gegn. Frumlegt.
Hugmynd: 9
Framkvæmd: 9,5
Bogalicious
Það er eftirtektarvert hve börnin í Skaupinu leika vel.
Hugmynd: 7
Framkvæmd: 7,5
Veistu hvað það er mikil vinna að vera á Pírataspjallinu?
Touché!
Hugmynd: 7,5
Framkvæmd: 7,5
Bílastæðaverðirnir 2
Æ, nei.
Hugmynd: 3
Framkvæmd: 3
Kastljós
Þetta var nú býsna gott. Katla langbest (fyrir utan Helga sem leikur sjálfan sig áreynslulaust). Bjarni Ben tekinn endanlega í nefnið.
Hugmynd: 7,5
Framkvæmd: 8
Beint úr bónda
Það er ekkert hægt að gera betur en þetta.
Hugmynd: 10
Framkvæmd: 10
Buff
Ósköp snoturt, enda vildu allir sjá aðeins meira af senuþjófi skaupsins, forsetanum.
Hugmynd: 7,5
Framkvæmd: 7,5
Leynivopnið: Sykurinn
Verulega vel gert. Hárbeitt og vel hugsað.
Hugmynd: 8,5
Framkvæmd: 8,5
#panama
Meeeh...
Hugmynd: 5
Framkvæmd: 5
Hugsum um okkar eigið fólk
Þetta er auðvitað doldið ljótt. En dásamlega ljótt.
Hugmynd: 9
Framkvæmd: 9,5
Forseti okkar allra, líka Indriða
Jú, jú. Allt í lagi. En í raun algjör óþarfi.
Hugmynd: 7
Framkvæmd: 7
Frábært!
Það er auðvitað einhver póstmódernísk snilld að hægt skuli að gera grín að einhverju gersamlega óþolandi með þessum hætti. En samt...
Hugmynd: N/A
Framkvæmd: N/A
Veðurfréttir
Eitthvað fyrir þá eldri. Sjónrænt listaverk. Slöpp hugmynd að öðru leyti.
Hugmynd: 6,5
Framkvæmd: 8
Lokalag
Ósköp notalegt en ekkert umfram það.
Hugmynd: 7
Framkvæmd: 7
Athugasemdir