Þessi færsla er meira en 5 ára gömul.

Rútuslysið og fjölmiðlar

Góður vinur sagði mér sögu af því nýlega hvernig hann hefði rætt fréttir og fréttamat við þrautreyndan blaðamann. Umræðuefnið var hvort fréttir þyrftu að vera svona neikvæðar. Fjölmiðlamaðurinn taldi það nánast liggja í eðli frétta. Þær fjölluðu um hið óvenjulega. Áföll og hörmungar væru stórt hlutmengi þess.

Ég er sammála því að það liggi nánast í skilgreiningu á frétt að hún sé eitthvað óalgengt eða óvenjulegt. Slík skilgreining ein hlýtur þó að vera of þröng. Fréttir hljóta líka að vera upplýsandi, jafnvel um hversdagslega hluti. Veðurfréttir eru til að mynda ekkert minni fréttir þótt veðrið sé fyrirsjáanlegt. Samt er það vissulega fréttnæmara þegar veður eru óvenju vond eða góð.

Mig grunar samt að fréttamat í íslenskum fjölmiðlum sé í nokkrum ólestri. Þessi vandi hefur margar rætur. Sumar þeirra liggja utan fjölmiðlanna. Aðrar er nærtækari. Ég held til dæmis að atgervisflótti blaðamanna og kröpp kjör hafi skaðað mjög eina mikilvægustu fagstétt landsins. Það er nánast hugsjónastarf að vera blaðamaður í dag. Þú vinnur við óboðlegar aðstæður og jafnvel undir stöðugri, og mjög persónulegri, ágjöf fyrir léleg laun. Þá er starfsöryggi þitt lítið sem ekkert.

Hið hörmulega rútuslys sem varð núna um jólin finnst mér hafa afhjúpað fjölmiðla dálítið. Og ekki bara einn fjölmiðil. Heldur nokkra. Og suma þá stærstu.

Á alla mælikvarða er það frétt þegar fólk sem ferðast hefur um langan veg liggur dáið og stórslasað í vegkanti í ókunnu landi um jól. Það framkallar viðbrögð. Í þessu tilfelli þau að vegfarendur lögðu bílum sínum og reyndu allt hvað þeir gátu til að hjálpa. Íbúar í nágrenninu drógu fram teppi og mat og þustu af stað til að reyna að verða að gagni. Íbúar fjær ruku af stað til að gefa blóð. 

Þessi hörmulegi atburður snertir við okkur öllum og viðbrögð okkar eru sársauki. Upp úr sársaukanum sprettur síðan einlægur vilji til að hjálpa. 

Nálgun fjölmiðla varð strax ljós í fyrstu viðtölum eftir slysið. Þar var rætt við fólk sem stuttu áður hafði í örvæntingu reynt að bjarga fólki sem lá stórslasað og fast undir rútu. Viðbragðsaðilarnir reyndu sitt besta til að veita upplýsingar og gerðu það af mikilli fagmennsku. Það er ekki sjálfsagt að standa fyrir framan myndavél og svara spurningum stuttu eftir að hafa starfað á vettvangi slyss.  

Í tveimur viðtölum sem ég sá í gær komu augnablik þar sem viðmælandanum leið bersýnlega illa. Það var þegar fréttamaðurinn vildi klára fréttina með því að finna einhverja blóraböggla eða sökudólg. Úr varð einhverskonar moðsuða um að innviðir væru ekki nógu sterkir á þessu svæði eða að alltaf mætti nota meiri peninga. Smám saman hefur svo málið þróast á þann veg að sökudólgurinn er hvatvísi ferðamanna á bílaleigubílum eða landlægur skortur á notkun öryggisbelta.

Nú efa ég það ekki eitt augnablik að draga þurfi lærdóm af slysum eins og þessu. Og eitt af því sem gera þarf er að styrkja innviði og bæta umferðarmenningu. Þegar samgönguslys eru rannsökuð fylgir nánast undantekningalaust greinargerð um það hvað megi bæta og laga.

Mér finnst samt ankannalegt að sjá fjölmiðla reyna að draga fram blóraböggla og búa til hneyksli sem nokkurskonar fyrsta viðbragð við erfiðleikum eða hörmungum. 

Viðbragð venjulegs fólks við svona aðstæðum er hlýhugur, sársauki og vilji til að gera gagn. Viðbragð fjölmiðla er að skapa tortryggni, reiði og gremju.

Ég held það sé vegna þess að sterkar tilfinningar ýta undir læk og lestur. Og ég held að fjölmiðlar séu dálítið blindir á það að til eru fleiri sterkar tilfinningar en neikvæðar. 

Ég held líka að fjölmiðlar ýti undir þá ranghugmynd að reiði og gremja séu öflugustu hvatar framfara og betrumbóta. 

Það má margt gera betur í samfélaginu okkar. Af hverju einasta slysi þarf að læra. En lærdómurinn má ekki grundvallast eingöngu á tilfinningalegu uppnámi. Hann á líka að grundvallast á skynsemi og vandvirkni. 

Það var algjörlega óþarft að reka hljóðnema framan í manneskjur, sem stuttu áður sátu yfir líki ungrar konu og syrgjandi og slösuðum samferðamönnum hennar, og reyna að róta upp hneyksli. Það var hvorki töff né fagmannlegt heldur. Þvert á móti helgaðist það af ávana eða ósið – sem í þessu tilfelli gerði fréttamennina glámskyggna á það sem raunverulega skipti máli.

Við þurfum að læra af þessu máli. Ég sting upp á að fjölmiðlar geri það líka. Ég held þeir þurfi smá tilfinningalega afvötnun. Þeir eru margir orðnir háðir hatri og heift.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Dropinn dýrastur á Íslandi
Fréttir

Drop­inn dýr­ast­ur á Ís­landi

Bens­ín­lítr­inn er hvergi dýr­ari inn­an EES-svæð­is­ins en á Ís­landi og raun­ar er bens­ín­verð á Ís­landi það þriðja hæsta í heim­in­um. Álög­ur sem hið op­in­bera legg­ur á bens­ín eru þó hærri í sex­tán ESB-ríkj­um en þær eru á Ís­landi.
Volaða land
Bíó Tvíó#239

Volaða land

Í síð­asta þætti Bíó Tvíó í bili ræða Andrea og Stein­dór kvik­mynd Hlyns Pálma­son­ar frá 2022, Volaða land. Fleiri þætt­ir eru í boði á Pat­reon síðu Bón­us Tvíó: www.pat­reon.com/biot­vio
Þroskahjálp: Rafbyssuvæðing lögreglunnar „hrollvekjandi tilhugsun“
FréttirRafbyssuvæðing lögreglunnar

Þroska­hjálp: Raf­byssu­væð­ing lög­regl­unn­ar „hroll­vekj­andi til­hugs­un“

Sér­fræð­ing­ur og fram­kvæmda­stjóri hjá Þroska­hjálp segja að sam­tök­in hafi áhyggj­ur af raf­byssu­væð­ingu lög­regl­unn­ar. Þroska­hjálp hef­ur fund­að með embætti rík­is­lög­reglu­stjóra vegna þessa. Ástæð­an er sú að lög­regl­an hafi ekki nægi­lega þekk­ingu á stöðu fólks með fötl­un sem hún kann að þurfa að hafa af­skipti af.
Kjartan hættir sem stjórnarformaður
FréttirLaxeldi

Kjart­an hætt­ir sem stjórn­ar­formað­ur

Kjart­an Ólafs­son er hætt­ur sem stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax eft­ir að hafa leitt fé­lag­ið um ára­bil. Stofn­andi stærsta hlut­hafa Arn­ar­lax, Gustav Witzoe, kem­ur inn í stjórn­ina.
Hækkanir á afborgunum valda magaverk
Fréttir

Hækk­an­ir á af­borg­un­um valda maga­verk

Af­borg­an­ir á hús­næð­is­láni sex manna fjöl­skyldu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa hækk­að um 116 þús­und krón­ur á 18 mán­uð­um. Fjöl­skyld­an hef­ur þurft að ganga á sparn­að til að ráða við reglu­leg út­gjöld og er nú í því ferli að breyta lán­inu úr óverð­tryggðu í verð­tryggt til að ráða við af­borg­an­irn­ar.
„Ég hef ekki einu sinni fengið boð í atvinnuviðtöl“
Fréttir

„Ég hef ekki einu sinni feng­ið boð í at­vinnu­við­töl“

Rafa­ela Georgs­dótt­ir hef­ur um langt skeið leit­að að störf­um þar sem mennt­un henn­ar gæti nýst en án ár­ang­urs. Rafa­ela er mennt­að­ur lög­fræð­ing­ur frá Bras­il­íu með sér­hæf­ingu í um­hverf­is­vernd.
Hvað kostar lítri af mjólk?
Fréttir

Hvað kost­ar lítri af mjólk?

Þing­menn þjóð­ar­inn­ar gisk­uðu á verð á ein­um lítra af mjólk og svör­uðu öðr­um spurn­ing­um um verð­til­finn­ingu sína.
Hvalveiðar Kristjáns sem djúpleikur
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillHvalveiðar

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Hval­veið­ar Kristjáns sem djúp­leik­ur

Hval­veið­ar Kristjáns Lofts­son­ar snú­ast um ann­að og meira en pen­inga þar sem þær eru órök­rétt­ar út frá fjár­hags­legu sjón­ar­miði. Mann­fræð­ing­ur­inn Clifford Greetz rann­sak­aði hana­at á Balí fyr­ir meira en hálfri öld en þar má finna skýr­ing­ar sem geta hjálp­að til við að skilja ástríðu Kristjáns fyr­ir hval­veið­um.
Verðbólgan er meira hagnaðar- en launadrifin
Stefán Ólafsson
Aðsent

Stefán Ólafsson

Verð­bólg­an er meira hagn­að­ar- en launa­drif­in

Það er beint sam­band milli auk­ins hlut­ar fyr­ir­tækja af þjóð­ar­kök­unni og auk­inn­ar verð­bólgu, en nei­kvætt sam­band milli hlut­ar launa­fólks og verð­bólgu.
Ísland situr á vannýttum mannauði meðal innflytjenda
Fréttir

Ís­land sit­ur á vannýtt­um mannauði með­al inn­flytj­enda

Hlut­fall inn­flytj­enda sem lok­ið hafa há­skóla­námi er nærri því tvö­falt á við inn­fædda Ís­lend­inga með­al fé­lags­manna í að­ild­ar­fé­lög­um ASÍ og BSRB. Rann­sókn­ir sýna að inn­flytj­end­ur, einkum kon­ur, eru oft og tíð­um of­mennt­að­ar fyr­ir þau störf sem þær sinna.
Bensínverð það sama og fyrir ári en hlutur olíufélaga hefur tvöfaldast
Greining

Bens­ín­verð það sama og fyr­ir ári en hlut­ur olíu­fé­laga hef­ur tvö­fald­ast

Við­mið­un­ar­verð á bens­ín­lítra er tæp­lega 308 krón­ur nú en var 307 krón­ur fyr­ir ári. Í maí í fyrra tóku olíu­fé­lög­in sem selja Ís­lend­ing­um bens­ín 31,24 krón­ur af hverj­um seld­um lítra. Nú taka þau 62,67 krón­ur af hverj­um seld­um lítra.
Friður hins heilaga refs?
Flækjusagan

Frið­ur hins heil­aga refs?

Hefðu Bret­ar átt að semja frið við Hitler ár­ið 1940 til að koma í veg fyr­ir frek­ara mann­fall?