Þessi færsla er meira en 5 ára gömul.

Vísað til heimilda

Ég hélt ýmsu fram á kynningarfundi okkar frambjóðenda í gær. Hér eru heimildir fyrir því sem vísað var til sem staðreynda.

1. Það er ekkert loforð um hækkun launa kennara. Aðeins hefur verið lofað að laun hópa sem samkeppni er um á milli almenna markaðarins og hins opinbera séu jöfnuð að einhverju marki.

Hér er ég að vísa í orðalag samkomulagsins. Það er nákvæmlega þetta:

„Það er sameiginleg stefna fulltrúa opinberra launagreiðenda og bandalaga opinberra starfsmanna að laun og önnur kjör hjá hinu opinbera séu samkeppnisfær. Vinna þarf sérstaklega að því að jafna laun einstakra hópa milli almenns og opinbers vinnumarkaðar og munu aðilar beita sér fyrir því að sérstaklega verði unnið að slíkri launajöfnun.“ (leturbreytingar mínar)

Hér er samkomulagið í heild sinni. Um er að ræða 7. lið.

2. Samþykkt stjórnar KÍ á samkomulagi um lífeyrismál er ekki í samræmi við þau skilyrði sem Þing KÍ setti fyrir slíku samþykki.

Sjötta Þing KÍ gerði þessa samþykkt um lífeyrismál. Þar kemur fram:

„Sjötta þing Kennarasambands Íslands haldið í Reykjavík dagana 1.-4. apríl 2014 leggur áherslu á að skilyrði KÍ fyrir þátttöku í þessari vinnu sé að réttindi núverandi sjóðsfélaga í A og B deild LSR og sjóðsfélaga í sambærilegum deildum sjóða sveitarfélaganna verði ekki skert. Ennfremur áréttar þingið að komi til þess að sátt náist um nýtt kerfi sem byggir á framangreindum forsendum sé nauðsynlegt að mat verði lagt á launakjör starfsmanna milli markaða og þau jöfnuð samtímis breytingunni.“

Þetta er tvískipt.  Annarsvegar skuli 1) gæta allra réttinda og hinsvegar 2) að launakjör séu jöfnuð samtímis breytingunni.

Um hið fyrra snerust „svik“ Bjarna Ben sem urðu tilefni til hótana KÍ um lögsókn (sem svo varð ekkert úr). Samkomulagið náði ekki yfir alla sjóðsfélaga þegar betur var að gáð. Seinna atriði, þ.e. að laun séu jöfnuð á milli markaða, hefur ekki átt sér stað samhliða breytingunni. Lífeyrisbreytingin á sér stað strax. Jöfnunin ekki.

 

3. Þing KÍ vildi skoða lög félaganna og m.a. það hvort setja ætti kjörnum fulltrúum skorður. Hinir sömu fulltrúar tóku að sér að meta það og töldu það óþarft. Þá komu fram greinileg merki þess að völd væru að safnast saman á færri hendur í Kennarahúsi.

Hér er vísað til þess að fimmta Þing KÍ fól stjórn KÍ að skipa milliþinganefnd. Stjórnin skipaði formenn aðildarfélaga í nefndina og ákvað að ekki skyldi vera hámarksseta í embætti, kjörtímabilið skyldi lengt, að kjararáð yrði lagt niður og fært undir stjórn KÍ, að þingfulltrúum yrði fækkað, að kosning yrði afnumin um skoðunarmenn reikninga og stjórn KÍ falið að velja þá, að kosningar í allar nefndir og sjóði fari frá Kennaraþingi til stjórna félaganna, að fækkað yrði í stjórn KÍ og þar sætu aðeins formenn. Þetta má allt lesa hér.

4. Ég sagðist m.a.s. hafa séð tillögur þess efnis að valkvætt væri hvort samninganefnd yrði kosin eða hvort stjórnin sjálf færi með það hlutverk að öllu leyti.

Þar var ég að vísa til þessa skjals (10. grein).

5. Ég sagði að tilraunir til skerðingar lífeyrisréttinda væri mál sem hvorki næði aftur til 2011 né 2009 – heldur miklu lengra og ítrekað hefði verið reynt að skerða þau. Jafnvel hefði verið komið fram frumvarp um slíkt á Alþingi árið 1995 eða 1996. Slíkum árásum hefði alltaf verið hrundið fram að þessu.

Hér má lesa viðtal við fyrrum formann KÍ. Þar segir hann:

„Ég hef oft velt því fyrir mér hvað það sé sem ég geti verið sáttastur við að hafa tekið þátt í að koma í gegn öll þau ár sem ég hef verið að fást við stéttarfélagsleg málefni. Þegar ég hugsa um þetta staldra ég við eitt afmarkað mál, sem ég er stoltastur af. Þetta tiltekna mál snýst ekki um hækkun launa, kennsluskyldulækkun eða neitt þessháttar. Þetta snýst um að í verkfalli grunn- og framhaldsskólakennara árið 1995 tókst okkur að koma málum þannig fyrir að við gátum í framhaldinu, í samstarfi við BSRB og BHM, hrundið árásum þáverandi stjórnvalda á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna. Í kjölfar þess að fjármálaráðherra lagði fram frumvarp um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna 1996, sem fól í sér afnám áunninna réttinda og skerðingu framtíðarréttinda, hófu KÍ, BSRB og BHM mikla áróðursherferð til varnar lífeyriskerfinu.“

6. Kennarafélög eru eldri en kennaraskólinn og fræðslulögin. Með slíkum félögum höfðu kennarar veruleg áhrif á mótun menntastefnu og -mála á Íslandi. Þar á meðal bæði fræðslulögin og Kennaraskólann.

Um þetta má lesa í þessari grein. Þar kemur fram Hið íslenzka kennarafélag (eldra) hafi verið stofnað 1889 og barist kröftuglega fyrir löggjöf um menntun sem skilaði sér í fræðslulögunum 1907 og Kennaraskólanum 1908.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Af hverju verður fólk svona?
Fólkið í borginni

Af hverju verð­ur fólk svona?

Una Björg Jó­hann­es­dótt­ir hef­ur löng­um velt fyr­ir sér, og sér­stak­lega nú síð­ustu daga, hvað búi á bak við hat­ur, af hverju fólk hat­ar og hvað hef­ur gerst í þeirra lífi sem leið­ir af sér hat­ur. Það mik­il­væg­asta sem hún hef­ur lært í líf­inu er „ást og um­hyggja, sam­staða og skiln­ing­ur“.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.
Þingmaður mætti undir áhrifum í þáttinn
Fréttir

Þing­mað­ur mætti und­ir áhrif­um í þátt­inn

Eg­ill Helga­son henti einu sinni klukku út í sal eft­ir að lok­að var fyr­ir út­send­ingu á Silfri Eg­ils. Guðni Ág­ústs­son keyrði Eg­il heim eft­ir á og ró­aði hann.
Arctic Fish á að greiða kostnaðinn við veiðar á eldislöxunum
FréttirLaxeldi

Arctic Fish á að greiða kostn­að­inn við veið­ar á eld­islöx­un­um

Guðni Magnús Ei­ríks­son, sviðs­stjóri hjá Fiski­stofu, seg­ir al­veg ljóst í lög­um að það er Arctic Fish sem á að borga fyr­ir rekkafar­ana. For­stjóri Arctic Fish, Stein Ove Tveiten, vill ekki svara því beint hvort fyr­ir­tæk­ið ætli að greiða fyr­ir rekkafar­ana.
Krónan eða evran?
Kjartan Broddi Bragason
Aðsent

Kjartan Broddi Bragason

Krón­an eða evr­an?

Kom­andi slag­ur um fram­tíð­ar­gjald­mið­il lands­ins verð­ur að byggj­ast á öðr­um rök­semd­um en ein­vörð­ungu vaxta­stigi.
Fékk ekkert að vita fyrr en of seint: „Þú verður að koma og hjálpa mér“
Fréttir

Fékk ekk­ert að vita fyrr en of seint: „Þú verð­ur að koma og hjálpa mér“

Ung­ur mað­ur frá Venesúela sem er kom­inn með til­boð um starf með fötl­uðu fólki hér á landi fékk ekki að vita af því að vísa ætti hon­um úr landi fyrr en of seint var fyr­ir hann að kæra ákvörð­un­ina. Hann seg­ir að lög­mað­ur­inn sem hon­um var skip­að­ur hafi ekki svar­að vik­um sam­an. Ekk­ert bíð­ur hans í Venesúela, lík­lega ekki einu sinni hans eig­in móð­ir.
„Dinglumdangl og dútl“ á Alþingi í dag
Fréttir

„Dinglumd­angl og dútl“ á Al­þingi í dag

Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Jó­hann Páll Jó­hanns­son, beindi spjót­um sín­um að stjórn­völd­um á Al­þingi í dag og upp­skar hlátra­sköll frá með­lim­um Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, svar­aði at­huga­semd­um Jó­hanns Páls og ræddi lög­gjöf í kring­um inn­leið­ingu EES-gerða.
Verðbólga upp annan mánuðinn í röð
Fréttir

Verð­bólga upp ann­an mán­uð­inn í röð

Verð­bólga mæl­ist átta pró­sent á tólf mán­aða tíma­bili og held­ur áfram að skríða upp á við. Föt og skór hækka sem en flug­far­gjöld lækka. Mat­ur og drykkjar­vör­ur hafa hækk­að um 12,4 pró­sent á síð­ustu 12 mán­uð­um.
Upplýsa ætti konur á leið í brjóstastækkun um möguleg veikindi
ViðtalBrjóstapúðaveiki

Upp­lýsa ætti kon­ur á leið í brjóstas­tækk­un um mögu­leg veik­indi

Nokk­ur fjöldi kvenna læt­ur fjar­lægja brjósta­púða ár­lega vegna veik­inda sem tal­in eru tengj­ast þeim. Ekki er hægt að segja með vissu hversu marg­ar þær eru því lýta­lækn­ar hafa, á grund­velli per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­miða og trún­að­ar, neit­að að veita land­lækni upp­lýs­ing­ar sem gætu leitt það í ljós. Frum­varp sem á að styrkja heim­ild land­lækn­is til þess að krefjast upp­lýs­ing­anna á að fara fyr­ir haust­þing.
Stolt af barnabörnunum, bókmenntaarfinum og því að hafa stutt hag kvenna
Vettvangur

Stolt af barna­börn­un­um, bók­mennta­arf­in­um og því að hafa stutt hag kvenna

Hjón­in Ólaf­ur H. Ragn­ars­son og María Jó­hanna Lár­us­dótt­ir hafa tek­ið virk­an þátt í ís­lensku sam­fé­lagi í gegn­um ár­in. Í dag horfa þau til baka með bros á vör og fara yf­ir það sem hef­ur veitt þeim gleði í gegn­um ár­in. Þeim er það hjart­ans mál að halda í hlát­ur­inn, hvort ann­að og menn­ing­una.
Traust til þjóðkirkjunnar í sögulegu lágmarki
Fréttir

Traust til þjóð­kirkj­unn­ar í sögu­legu lág­marki

Sam­kvæmt nýj­um Þjóðar­púls Gallup hef­ur hlut­fall þeirra sem bera mik­ið traust til Þjóð­kirkj­unn­ar að­eins einu sinni ver­ið jafn lágt frá því að mæl­ing­ar hóf­ust en hlut­fall þeirra sem eru ánægð­ir með störf bisk­ups hef­ur aldrei ver­ið jafn lágt.
„Auðvitað viljum við byltingu“
Viðtal

„Auð­vit­að vilj­um við bylt­ingu“

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son hitti tvær leik­kon­ur úr al­þjóð­lega leik­hópn­um Spindrift og ræddi verk hóps­ins, Them, sem vak­ið hef­ur at­hygli.
Loka auglýsingu