Þessi færsla er meira en 5 ára gömul.

UTÍS 2017

UTÍS 2017

Ég er nýkominn heim af menntaráðstefnunni UTÍS (Upplýsingatækni í skólastarfi) sem fram fer árlega á Sauðárkróki. Að þessu sinni tóku þátt tæplega 130 kennarar, stjórnendur og annað skólafólk frá öllum lands- (og heims-) hornum.

Að mörgu leyti er Utís orðið að árshátíð þess skólafólks sem þróar kennsluhætti með tækni, hápunktur ársins. Aðsóknin hefur vaxið ár frá ári og færri komast að en vilja. Reynt er að tryggja þeim pláss sem viljugir eru til að deila af reynslu sinni í heimabyggð og í heimaskólum – og stuðla þannig að þeim breytingum sem skólakerfið þarf og mun ganga í gegnum. Ég geri ráð fyrir að næsta ár verði reynt að bæta við fólki frá þeim skólum og sveitarfélögum sem eru að leggja af stað í þá vegferð að þróa skólakerfi 21. aldarinnar og vilja komast í hið öfluga stuðningsnet jafningja sem þarna er orðið til. Gott væri fyrir þá sem þannig er ástatt um að koma sér fyrir á Twitter og nota #menntaspjall. Þar getið þið komist á ratsjána og fengið stuðning og góðar hugmyndir, sem og miðlað til annarra.

 Sjálfum fannst mér langmestur akkur í því að tala við og hlusta á fólkið sem þarna var og átta mig á þeim fjölbreyttum leiðum sem fólk fer til að mæta kröfum námskrár um færni nemenda. Það er ótrúlega mikið af skapandi og góðu skólastarfi á landinu. Minnst af því hverfist um tækni – en tæknin getur þó bæði verið stuðningur við (og í fyllingu tímans) eitt megininntak náms. Það blasti líka við hve vænt öllum þótti um nemendur sína og hve talað var um þá af mikilli virðingu. Við fengum að sjá dæmi um verkefni nemenda og það er alveg ljóst að á þessu sviði (eins og ýmsum öðrum) hafa börn þegar vaxið hinum fullorðnu yfir höfuð.

Það hefur aldrei verið meira spennandi að starfa við skólastarf. Möguleikarnir og áskoranirnar eru af slíkum stærðargráðum að verkefnin eru óþrjótandi. Um leið hefur það aldrei verið meira gefandi. 

Það er mikilvægt að þeir sem eru svo heppnir að komast í hinn útvalda hóp sem kemst á viðburði eins og Utís og fær þar að baða sig í deiglunni – miðli ekki aðeins til annars skólafólks heldur líka til foreldra og alls almennings. 

Menntun er verkefni samfélagsins alls og það þarf að forgangsraða í þágu hennar. Það þarf líka að standa við þá stefnumörkun að búa hér á landi yfir kennaraflota í heimsmælikvarða. Hér eru fræin og hér er jarðvegurinn. En garðyrkjumaðurinn hefur verið full latur að vökva. Hann þarf að girða sig í brók.

Ég hlakka til Utís 2018 og gauka því hér með að Ingva Hrannari, sem að öðrum ólöstuðum á mest hrós skilið fyrir þennan frábæra viðburð, að hugleiða hvort ekki sé rétt að taka frá örfá sæti fyrir fulltrúa Menntamálastofnunar, -ráðuneytisins og samtaka foreldra næst. Og auðvitað menntamálaráðherra. Ég held það sé tímabært.

Annars þakka ég fyrir mig.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Dropinn dýrastur á Íslandi
Fréttir

Drop­inn dýr­ast­ur á Ís­landi

Bens­ín­lítr­inn er hvergi dýr­ari inn­an EES-svæð­is­ins en á Ís­landi og raun­ar er bens­ín­verð á Ís­landi það þriðja hæsta í heim­in­um. Álög­ur sem hið op­in­bera legg­ur á bens­ín eru þó hærri í sex­tán ESB-ríkj­um en þær eru á Ís­landi.
Volaða land
Bíó Tvíó#239

Volaða land

Í síð­asta þætti Bíó Tvíó í bili ræða Andrea og Stein­dór kvik­mynd Hlyns Pálma­son­ar frá 2022, Volaða land. Fleiri þætt­ir eru í boði á Pat­reon síðu Bón­us Tvíó: www.pat­reon.com/biot­vio
Þroskahjálp: Rafbyssuvæðing lögreglunnar „hrollvekjandi tilhugsun“
FréttirRafbyssuvæðing lögreglunnar

Þroska­hjálp: Raf­byssu­væð­ing lög­regl­unn­ar „hroll­vekj­andi til­hugs­un“

Sér­fræð­ing­ur og fram­kvæmda­stjóri hjá Þroska­hjálp segja að sam­tök­in hafi áhyggj­ur af raf­byssu­væð­ingu lög­regl­unn­ar. Þroska­hjálp hef­ur fund­að með embætti rík­is­lög­reglu­stjóra vegna þessa. Ástæð­an er sú að lög­regl­an hafi ekki nægi­lega þekk­ingu á stöðu fólks með fötl­un sem hún kann að þurfa að hafa af­skipti af.
Kjartan hættir sem stjórnarformaður
FréttirLaxeldi

Kjart­an hætt­ir sem stjórn­ar­formað­ur

Kjart­an Ólafs­son er hætt­ur sem stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax eft­ir að hafa leitt fé­lag­ið um ára­bil. Stofn­andi stærsta hlut­hafa Arn­ar­lax, Gustav Witzoe, kem­ur inn í stjórn­ina.
Hækkanir á afborgunum valda magaverk
Fréttir

Hækk­an­ir á af­borg­un­um valda maga­verk

Af­borg­an­ir á hús­næð­is­láni sex manna fjöl­skyldu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa hækk­að um 116 þús­und krón­ur á 18 mán­uð­um. Fjöl­skyld­an hef­ur þurft að ganga á sparn­að til að ráða við reglu­leg út­gjöld og er nú í því ferli að breyta lán­inu úr óverð­tryggðu í verð­tryggt til að ráða við af­borg­an­irn­ar.
„Ég hef ekki einu sinni fengið boð í atvinnuviðtöl“
Fréttir

„Ég hef ekki einu sinni feng­ið boð í at­vinnu­við­töl“

Rafa­ela Georgs­dótt­ir hef­ur um langt skeið leit­að að störf­um þar sem mennt­un henn­ar gæti nýst en án ár­ang­urs. Rafa­ela er mennt­að­ur lög­fræð­ing­ur frá Bras­il­íu með sér­hæf­ingu í um­hverf­is­vernd.
Hvað kostar lítri af mjólk?
Fréttir

Hvað kost­ar lítri af mjólk?

Þing­menn þjóð­ar­inn­ar gisk­uðu á verð á ein­um lítra af mjólk og svör­uðu öðr­um spurn­ing­um um verð­til­finn­ingu sína.
Hvalveiðar Kristjáns sem djúpleikur
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillHvalveiðar

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Hval­veið­ar Kristjáns sem djúp­leik­ur

Hval­veið­ar Kristjáns Lofts­son­ar snú­ast um ann­að og meira en pen­inga þar sem þær eru órök­rétt­ar út frá fjár­hags­legu sjón­ar­miði. Mann­fræð­ing­ur­inn Clifford Greetz rann­sak­aði hana­at á Balí fyr­ir meira en hálfri öld en þar má finna skýr­ing­ar sem geta hjálp­að til við að skilja ástríðu Kristjáns fyr­ir hval­veið­um.
Verðbólgan er meira hagnaðar- en launadrifin
Stefán Ólafsson
Aðsent

Stefán Ólafsson

Verð­bólg­an er meira hagn­að­ar- en launa­drif­in

Það er beint sam­band milli auk­ins hlut­ar fyr­ir­tækja af þjóð­ar­kök­unni og auk­inn­ar verð­bólgu, en nei­kvætt sam­band milli hlut­ar launa­fólks og verð­bólgu.
Ísland situr á vannýttum mannauði meðal innflytjenda
Fréttir

Ís­land sit­ur á vannýtt­um mannauði með­al inn­flytj­enda

Hlut­fall inn­flytj­enda sem lok­ið hafa há­skóla­námi er nærri því tvö­falt á við inn­fædda Ís­lend­inga með­al fé­lags­manna í að­ild­ar­fé­lög­um ASÍ og BSRB. Rann­sókn­ir sýna að inn­flytj­end­ur, einkum kon­ur, eru oft og tíð­um of­mennt­að­ar fyr­ir þau störf sem þær sinna.
Bensínverð það sama og fyrir ári en hlutur olíufélaga hefur tvöfaldast
Greining

Bens­ín­verð það sama og fyr­ir ári en hlut­ur olíu­fé­laga hef­ur tvö­fald­ast

Við­mið­un­ar­verð á bens­ín­lítra er tæp­lega 308 krón­ur nú en var 307 krón­ur fyr­ir ári. Í maí í fyrra tóku olíu­fé­lög­in sem selja Ís­lend­ing­um bens­ín 31,24 krón­ur af hverj­um seld­um lítra. Nú taka þau 62,67 krón­ur af hverj­um seld­um lítra.
Friður hins heilaga refs?
Flækjusagan

Frið­ur hins heil­aga refs?

Hefðu Bret­ar átt að semja frið við Hitler ár­ið 1940 til að koma í veg fyr­ir frek­ara mann­fall?