Þessi færsla er meira en 5 ára gömul.

Verulega vanhugsað innlegg í stöðu kjaramála

Fyrir rúmri viku hittist stjórn Sambands sveitarfélaga. Þar voru, eins og alltaf, ýmis mál til afgreiðslu. Eitt þessara mála var staða kjaramála – sérstaklega grunnskólakennara. Nú er samningur þeirra að renna út. 

Ein þeirra sem sátu fundinn var Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis. 

Viku eftir stjórnarfundinn er Aldís í fréttum. Nú fullyrðir hún að líkur séu til að grunnskólakennarar muni vera í verkfalli í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga – og þannig muni þeir stilla stjórnmálamönnum upp við vegg. Orðrétt segir hún: „Það vita það allir sveitarstjórnarmenn að það að setja okkur í þá stöðu að hafa grunnskólana mögulega í verkfalli í mars, apríl – það verður útilokað að standa gegn kröfum um launahækkanir sem verða langt, langt umfram það sem verið er að kynna hér.“

Hér er átt við þær launahækkanir – eða réttara sagt skort á launahækkunum – sem Samtök atvinnulífsins hafa gert að sérstöku keppikefli.

Bæjarstjórinn fullyrðir hér að þetta sé á allra vitorði. Það er, að hér sé að koma upp staða þar sem grunnskólakennurum sé ýtt út í verkfall ætli þeir sér að fá einhverjar hækkanir yfirleitt. 

Þetta eru ótrúlega ábyrgðarlaus ummæli á þessum tímapunkti. Sveitarfélög hafa mánuð til að landa samningum við grunnskólakennara. Ríkið á að vera búið að semja við framhaldsskólakennara. Þar er ekki lengur neinni friðarskyldu til að dreifa. 

Að gefa það í skyn að öll sveitarfélög á landinu séu að búa sig undir kennaraverkfall í vor er nánast heróp. Það er verið að gefa í skyn að sveitarfélögin ætli sér ekki að semja – en að þau séu uggandi yfir þeim afleiðingum sem það mun hafa. Það er líka verið að reyna að grafa undan kjarabaráttu grunnskólakennara og gefa í skyn að þeir séu að knýja á um verkföll í pólitískum tilgangi. Þetta gæti verið einhverskonar grunnur kröfu um að ríkið stöðvi slíkar aðgerðir með lögum.

Staðreyndin er sú að grunnskólakennara langar ekkert í verkfall. Bara alls ekki. En hér er ekki að fara að skapast það ástand að þeir sitji bara þolinmóðir mánuðum saman án samnings. Ef sveitarfélögin ætla að senda frá sér þau skilaboð að eina leið kennara til kjarabóta sé verkfall í mars eða apríl – þá vanmeta þau nærtækan kost. Kennarar geta einfaldlega sagt upp um áramót þegar samningar hafa dregist vikum saman. Þá yfirgefa þeir skólana í hópum í vor með tilheyrandi vandræðum fyrir sveitarfélögin og hverfa til annarra starfa – ganga í hóp þess helmings kennara sem gefist hefur upp á sveitarfélögunum.

Hver einasti grunnskólakennara hlýtur nú að hugsa sig um. 

Ég mæli með að samtök sveitarfélaga geri það líka.

Ástandið hefur versnað vegna þess að vondar ákvarðanir hafa rekið hverjar aðrar. Það, að láta í það skína að ekkert bíði grunnskólakennara um næstu mánaðarmót nema ögrandi bið eftir aðgerðum – er dæmi um ofsalega vonda ákvörðun sem ekki er til þess fallin að þoka málum áleiðis í rétta átt.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Dropinn dýrastur á Íslandi
Fréttir

Drop­inn dýr­ast­ur á Ís­landi

Bens­ín­lítr­inn er hvergi dýr­ari inn­an EES-svæð­is­ins en á Ís­landi og raun­ar er bens­ín­verð á Ís­landi það þriðja hæsta í heim­in­um. Álög­ur sem hið op­in­bera legg­ur á bens­ín eru þó hærri í sex­tán ESB-ríkj­um en þær eru á Ís­landi.
Volaða land
Bíó Tvíó#239

Volaða land

Í síð­asta þætti Bíó Tvíó í bili ræða Andrea og Stein­dór kvik­mynd Hlyns Pálma­son­ar frá 2022, Volaða land. Fleiri þætt­ir eru í boði á Pat­reon síðu Bón­us Tvíó: www.pat­reon.com/biot­vio
Þroskahjálp: Rafbyssuvæðing lögreglunnar „hrollvekjandi tilhugsun“
FréttirRafbyssuvæðing lögreglunnar

Þroska­hjálp: Raf­byssu­væð­ing lög­regl­unn­ar „hroll­vekj­andi til­hugs­un“

Sér­fræð­ing­ur og fram­kvæmda­stjóri hjá Þroska­hjálp segja að sam­tök­in hafi áhyggj­ur af raf­byssu­væð­ingu lög­regl­unn­ar. Þroska­hjálp hef­ur fund­að með embætti rík­is­lög­reglu­stjóra vegna þessa. Ástæð­an er sú að lög­regl­an hafi ekki nægi­lega þekk­ingu á stöðu fólks með fötl­un sem hún kann að þurfa að hafa af­skipti af.
Kjartan hættir sem stjórnarformaður
FréttirLaxeldi

Kjart­an hætt­ir sem stjórn­ar­formað­ur

Kjart­an Ólafs­son er hætt­ur sem stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax eft­ir að hafa leitt fé­lag­ið um ára­bil. Stofn­andi stærsta hlut­hafa Arn­ar­lax, Gustav Witzoe, kem­ur inn í stjórn­ina.
Hækkanir á afborgunum valda magaverk
Fréttir

Hækk­an­ir á af­borg­un­um valda maga­verk

Af­borg­an­ir á hús­næð­is­láni sex manna fjöl­skyldu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa hækk­að um 116 þús­und krón­ur á 18 mán­uð­um. Fjöl­skyld­an hef­ur þurft að ganga á sparn­að til að ráða við reglu­leg út­gjöld og er nú í því ferli að breyta lán­inu úr óverð­tryggðu í verð­tryggt til að ráða við af­borg­an­irn­ar.
„Ég hef ekki einu sinni fengið boð í atvinnuviðtöl“
Fréttir

„Ég hef ekki einu sinni feng­ið boð í at­vinnu­við­töl“

Rafa­ela Georgs­dótt­ir hef­ur um langt skeið leit­að að störf­um þar sem mennt­un henn­ar gæti nýst en án ár­ang­urs. Rafa­ela er mennt­að­ur lög­fræð­ing­ur frá Bras­il­íu með sér­hæf­ingu í um­hverf­is­vernd.
Hvað kostar lítri af mjólk?
Fréttir

Hvað kost­ar lítri af mjólk?

Þing­menn þjóð­ar­inn­ar gisk­uðu á verð á ein­um lítra af mjólk og svör­uðu öðr­um spurn­ing­um um verð­til­finn­ingu sína.
Hvalveiðar Kristjáns sem djúpleikur
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillHvalveiðar

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Hval­veið­ar Kristjáns sem djúp­leik­ur

Hval­veið­ar Kristjáns Lofts­son­ar snú­ast um ann­að og meira en pen­inga þar sem þær eru órök­rétt­ar út frá fjár­hags­legu sjón­ar­miði. Mann­fræð­ing­ur­inn Clifford Greetz rann­sak­aði hana­at á Balí fyr­ir meira en hálfri öld en þar má finna skýr­ing­ar sem geta hjálp­að til við að skilja ástríðu Kristjáns fyr­ir hval­veið­um.
Verðbólgan er meira hagnaðar- en launadrifin
Stefán Ólafsson
Aðsent

Stefán Ólafsson

Verð­bólg­an er meira hagn­að­ar- en launa­drif­in

Það er beint sam­band milli auk­ins hlut­ar fyr­ir­tækja af þjóð­ar­kök­unni og auk­inn­ar verð­bólgu, en nei­kvætt sam­band milli hlut­ar launa­fólks og verð­bólgu.
Ísland situr á vannýttum mannauði meðal innflytjenda
Fréttir

Ís­land sit­ur á vannýtt­um mannauði með­al inn­flytj­enda

Hlut­fall inn­flytj­enda sem lok­ið hafa há­skóla­námi er nærri því tvö­falt á við inn­fædda Ís­lend­inga með­al fé­lags­manna í að­ild­ar­fé­lög­um ASÍ og BSRB. Rann­sókn­ir sýna að inn­flytj­end­ur, einkum kon­ur, eru oft og tíð­um of­mennt­að­ar fyr­ir þau störf sem þær sinna.
Bensínverð það sama og fyrir ári en hlutur olíufélaga hefur tvöfaldast
Greining

Bens­ín­verð það sama og fyr­ir ári en hlut­ur olíu­fé­laga hef­ur tvö­fald­ast

Við­mið­un­ar­verð á bens­ín­lítra er tæp­lega 308 krón­ur nú en var 307 krón­ur fyr­ir ári. Í maí í fyrra tóku olíu­fé­lög­in sem selja Ís­lend­ing­um bens­ín 31,24 krón­ur af hverj­um seld­um lítra. Nú taka þau 62,67 krón­ur af hverj­um seld­um lítra.
Friður hins heilaga refs?
Flækjusagan

Frið­ur hins heil­aga refs?

Hefðu Bret­ar átt að semja frið við Hitler ár­ið 1940 til að koma í veg fyr­ir frek­ara mann­fall?