Ragnar Þór er heimspekingur og kennari. Hans skoðun er sú að nærtækasta leiðin til að bæta samfélagið sé að ala upp betri borgara en hingað til. Borgara sem gera meiri kröfur. Ekki bara til annarra heldur líka sín. Á blogginu er gerð tilraun til að gera slíkar kröfur.
Sif Sigmarsdóttir skrifaði pistil á Vísi um það hvernig gagnasöfnun bjargaði hverfisskóla dóttur hennar í London. Hún segir það vanvirðingu við börn að draga í efa mikilvægi þess að stýra stefnumótun í skólamálum með árangri eða árangursleysi á Písa-prófunum. Hún gefur í skyn að það sé leyndarhyggja að birta ekki opinberlega niðurstöður einstakra skóla hér á landi. Popúlsimi, ekki...
Um mennskuna og úrelta færni
Það er gaman að vera áhugamaður um menntamál þessa dagana. Nú virðist loks hafa ratað til Íslands umræða um rannsóknir Kristjáns Kristjánssonar og félaga við Birmingham-háskóla. Þetta eru býsna merkilegar rannsóknir um líkleg mannbætandi áhrif sums tómstundastarfs, sérstaklega lista. Þetta rannsóknarsvið mun eflaust vaxa mjög á næstu árum og áratugum. Á tímum gervigreindar (og upprennandi ofurgreindar) verður spurningin um...
Ögn um bundna viðveru
Í dag var kosinn nýr formaður Félags grunnskólakennara. Mikil spenna einkenndi kosningarnar enda voru þær í fyrsta skipti haldnar meðal allra grunnskólakennara. Yfirburðakosningu hlaut Þorgerður L. Diðriksdóttir. Hún er þrautreyndur kennari og baráttukona fyrir kjörum stéttarinnar. Tekið var við hana viðtal í Kastljósinu í kvöld sem ég sé að hefur vakið nokkra umræðu. Til umræðu var m.a. bundin viðvera grunnskólakennara...
Rútuslysið og fjölmiðlar
Góður vinur sagði mér sögu af því nýlega hvernig hann hefði rætt fréttir og fréttamat við þrautreyndan blaðamann. Umræðuefnið var hvort fréttir þyrftu að vera svona neikvæðar. Fjölmiðlamaðurinn taldi það nánast liggja í eðli frétta. Þær fjölluðu um hið óvenjulega. Áföll og hörmungar væru stórt hlutmengi þess. Ég er sammála því að það liggi nánast í skilgreiningu á frétt að...
UTÍS 2017
Ég er nýkominn heim af menntaráðstefnunni UTÍS (Upplýsingatækni í skólastarfi) sem fram fer árlega á Sauðárkróki. Að þessu sinni tóku þátt tæplega 130 kennarar, stjórnendur og annað skólafólk frá öllum lands- (og heims-) hornum. Að mörgu leyti er Utís orðið að árshátíð þess skólafólks sem þróar kennsluhætti með tækni, hápunktur ársins. Aðsóknin hefur vaxið ár frá ári og færri komast...
Verulega vanhugsað innlegg í stöðu kjaramála
Fyrir rúmri viku hittist stjórn Sambands sveitarfélaga. Þar voru, eins og alltaf, ýmis mál til afgreiðslu. Eitt þessara mála var staða kjaramála – sérstaklega grunnskólakennara. Nú er samningur þeirra að renna út. Ein þeirra sem sátu fundinn var Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis. Viku eftir stjórnarfundinn er Aldís í fréttum. Nú fullyrðir hún að líkur séu til að grunnskólakennarar muni vera...
Vísað til heimilda
Ég hélt ýmsu fram á kynningarfundi okkar frambjóðenda í gær. Hér eru heimildir fyrir því sem vísað var til sem staðreynda. 1. Það er ekkert loforð um hækkun launa kennara. Aðeins hefur verið lofað að laun hópa sem samkeppni er um á milli almenna markaðarins og hins opinbera séu jöfnuð að einhverju marki. Hér er ég að vísa í...
Það voru kennararnir
Í gærkvöldi fór fram opinn fundur með frambjóðendum til formanns KÍ. Áhugasamir geta horft á hann hér. Hver frambjóðandi fékk fimm mínútur til að kynna sig eða hugmyndir sínar í upphafi. Hér er mín kynning: Það voru kennararnir Það voru kennararnir sem gerðu mig að kennara. Það var ekki litla gula hænan sem ég stautaði mig í gegnum í...
Um málfrelsi
Í gærkvöldi hélt Félag áhugafólks um heimspeki viðburð í Hannesarholti um málfrelsið. Þar hélt Róbert H. Haraldsson fyrst erindi og svo voru pallborðsumræður og spurningar úr sal. Erindi Róberts snerist um að gera grein fyrir klassískum röksemdum um mikilvægi málfrelsis og vangaveltum um takmarkanir þess. Hann benti á að hægt væri að bregðast við tjáningu með þrennum neikvæðum hætti:...
Nokkrir punktar um menntun
Gunnar J. Straumland er snjall kennari í Borgarnesi. Hann skrifaði þessa áminningu á fésbókina í gær sem ég birti hér með hans leyfi: „Nokkrir punktar um menntun: Nemandi í leikskóla er ekki þar til að undirbúa sig undir grunnskóla. Nemandi í grunnskóla er ekki þar til að undirbúa sig undir framhaldsskóla.Nemandi í framhaldsskóla er ekki þar til að undirbúa sig undir...
Kynningarmyndband – KÍ kosning
Hér er myndbandið aftur fyrir KÍ-kosninguna. Hér er það með íslenskum texta fyrir þá sem þurfa. Hér er myndband Guðríðar. Hér er myndband Ólafs.Endilega kynnið ykkur þau líka.
Kosningaumræða um menntamál
Það leit lengi út fyrir að stjórnmálamenn yrðu ekki neyddir til að ræða menntamál fyrir þessar kosningar. Raunar fór svo að sjálfsprottinn hópur hafði samband við stjórnmálaflokkana til að reyna að fá opinn fund. Eftir það vöknuðu KÍ og Menntavísindasvið og boðuðu til fundar. Það var heldur fámennt á fundinum svo það segist alveg eins og er. Það var dálítið...
Hinseginbréf, eða þegar ég kom út úr skápnum í kennslustund
Ég auglýsti hér á blogginu eftir hinseginbréfum fyrir stuttu síðan. Ég fékk dálítið af bréfum og er innilega þakklátur fyrir þau. Takk! Takk! Ég setti þau saman í litla rafbók sem mig langar að deila með ykkur. Þið getið sótt hana hér. Þið megið endilega gauka þessu að samfélagsfræðikennurum – sem mega svo endilega nota þetta í kennslu. Ef...
Stjórnmálafundur í skólanum
Fyrir nokkrum dögum gekk ég fram á rökræður í námsstund. Tvær stúlkur í 10. bekk voru að rökræða pólitík. Rökræðurnar héldu áfram næstu daga og svo fór á endanum að nokkrar stúlkur tóku sig til og buðu öllum flokkunum sem bjóða fram að mæta til fundar við nemendur og kynna sig. Þær vissu sem var að þar sem grunnskólanemendur...
Söguendirinn sem aldrei var skrifaður
Í kvöld fékk ég að vita nokkuð sem ég hafði beðið í mörg ár eftir að heyra. Ég get líka núna skrifað sögulok sem ég vissi ekki hvort ég ætlaði nokkru sinni að gera. Léttirinn er gríðarlegur. Snemma árs 2013 var mér tilkynnt af skólastjórnanda mínum að yfirmenn skólamála í Reykjavík hefðu fengið ábendingu um að ég væri hættulegur barnaníðingur....
Kosningabaráttan er hafin
Þá er kosningabaráttan um formanninn Í KÍ formlega hafin. Búið er að opna vef með kynningu á frambjóðendum. Og auglýsa opinn fund þann 30. október. Ég hvet alla áhugasama til að mæta á fundinn. Á föstudaginn var tekið upp myndband sem bíður birtingar á vef KÍ. Það ætti að detta þar inn á morgun eða í síðasta lagi hinn....
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
3
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
4
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.