Maurildi

Maurildi

Ragnar Þór er heimspekingur og kennari. Hans skoðun er sú að nærtækasta leiðin til að bæta samfélagið sé að ala upp betri borgara en hingað til. Borgara sem gera meiri kröfur. Ekki bara til annarra heldur líka sín. Á blogginu er gerð tilraun til að gera slíkar kröfur.
Frábær vefur Sigurðar Hauks

Frá­bær vef­ur Sig­urð­ar Hauks

Sig­urð­ur Hauk­ur, kennslu­ráð­gjafi í Kópa­vogi, hef­ur opn­að hreint frá­bær­an vef fyr­ir sveit­ar­fé­lög og skóla sem hyggja á spjald­tölvu­væð­ingu. Hann hef­ur ver­ið einn af lyk­il­mönn­um Kópa­vogs­bæj­ar í þess­um mála­flokki síð­ustu miss­eri – og splæsti sam­an meist­ara­verk­efni sitt og starf­ið.Þetta þurfa all­ir þeir sem koma að stefnu­mörk­un í upp­lýs­inga­tækni að skoða vel.

Fé­lags­mála­ráð­herra get­ur ekki ver­ið al­vara

Að sumu leyti er Bret­land það land í okk­ar heims­hluta sem á verstri leið er í mennta­mál­um. Það kann enda að vera erfitt að tryggja fram­gang kröfu um jafn al­mennt rétt­læt­is­mál og mennt­un í svo ger­sam­lega stétt­skiptu þjóð­fé­lagi – þar sem ein og sama stétt­in fer með flesta þræði valds­ins. Nú hafa stjórn­völd í Bretlandi stig­ið skref sem marg­ir hafa...

Sann­leik­ur­inn, rétt­læt­ið og list­in.

Þeg­ar grunn­skóla­kenn­ar­ar stóðu í sinni kjara­bar­áttu síð­asta vet­ur vakti það tölu­verð við­brögð í sam­fé­lag­inu. Stuðn­ings­yf­ir­lýs­ing­um rigndi yf­ir kenn­ara og smám sam­an byggð­ist upp næg­ur þrýst­ing­ur til að af­stýra ósköp­um (eða slá þeim á frest). Mín eft­ir­læt­is­stund í ferl­inu öllu var frek­ar lág­stemmd. Þann 28. nóv­em­ber mættu nokk­uð inn­an við hundrað manns í Iðnó. Þar hafði ver­ið boð­að­ur fund­ur til stuðn­ings...

Synda­sæl­an og Við­skipta­blað­ið

Ég verð að við­ur­kenna að ég er sér­stak­ur áhuga­mað­ur um Við­skipta­blað­ið. Það vek­ur hjá mér synda­sælu (guilty plea­sure) að lesa það. Það tók við af Varð­turn­in­um að þessu leyti. Sér­stak­lega er ég hrif­inn af leið­ur­un­um og net­frétt­un­um. Þar fær mað­ur alltaf lín­una nokk­urn­veg­inn ód­ul­búna. Þetta hér er ein­stak­lega gott: Skoð­ið fyr­ir­sögn­ina og svo und­ir­fyr­ir­sögn­ina. Rík­is­starfs­menn eru í sér­flokki því helm­ing­ur...

Of­sótt­ur Sjálf­stæð­is­flokk­ur

Þá er kom­ið að Sjálf­stæð­is­flokki í þess­ari kosn­inga­yf­ir­ferð. Hann ryðst áfram eins og ís­brjót­ur og virð­ist aldrei fara langt nið­ur fyr­ir 20%.  Það held ég að stafi ekki af kosn­inga­áhersl­um. Mig grun­ar að veru­leg­ur hluti af fylgi Sjálf­stæð­is­flokks sé í raun ópóli­tísk­ur. Hægri sinn­að fólk sem nenn­ir ekki stjórn­mál­um kýs Sjálf­stæð­is­flokk­inn á með­an slíkt fólk sem fell­ur ann­ars­stað­ar á lit­róf­ið...

Upp­gjör í KÍ: „Það er horft til okk­ar í hús­inu.“

„Það er horft til okk­ar í Kenn­ara­hús­inu.“ Eitt­hvað á þessa leið hljóm­uðu fyrstu frétt­ir um mögu­leg fram­boð til for­manns Kenn­ara­sam­bands Ís­lands. Sá sem tal­aði var formað­ur Fé­lags grunn­skóla­kenn­ara.  Síð­an gerð­ist ekk­ert frek­ar lengi. Ég sjálf­ur sat spennt­ur og beið eft­ir fram­boði sem sprott­ið væri ut­an Kenn­ara­húss­ins. Það kom ekki. Loks lýsti formað­ur Fé­lags fram­halds­skóla­kenn­ara yf­ir fram­boði. Til að langa sögu...

Við hvern á sím­inn að tala ís­lensku?

Google hef­ur sent frá sér heyrn­ar­tól sem eru sér­hönn­uð til að nota með þýð­ing­ar­for­riti þeirra og tal­gervli. Í gróf­um drátt­um hef­ur fyr­ir­tæk­ið nú hann­að Babel­fisk­inn úr skáld­sögu  Douglas Adams um putta­ferða­lög um Al­heim­inn. Nú get­ur sím­inn þinn hlustað á er­lend mál og þýtt þau fyr­ir þig jafnóð­um á móð­ur­mál þitt.  Nú er freist­andi að gera grín að vél­þýð­ing­um mála – en...

Um for­manns­kjör­ið í KÍ

Síð­ustu vik­ur hef ég feng­ið margít­rek­að­ar ósk­ir um að bjóða mig fram til for­manns Kenn­ara­sam­bands Ís­lands. Ég hef séð á því ýmsa mein­bugi. Í fyrsta lagi teldi ég ekki óeðli­legt að formað­ur KÍ hefði reynslu af störf­um inn­an Kenn­ara­húss. Í öðru lagi væri að mörgu leyti eðli­legt að formað­ur­inn nú kæmi úr röð­um leik-, tón­list­ar- eða fram­halds­skóla­kenn­ara. Í þriðja...
Ræða á fundi Radda fólksins á Austurvelli 30. september 2017

Ræða á fundi Radda fólks­ins á Aust­ur­velli 30. sept­em­ber 2017

Seint í vet­ur, í myrk­asta skamm­deg­inu, feng­um við, kenn­ar­arn­ir í skól­an­um mín­um, heim­sókn frá út­lönd­um. Þetta var lít­ill hóp­ur kenn­ara sem stend­ur frama­lega í skóla­þró­un í heim­in­um. Þeir kenna flest­ir í Banda­ríkj­un­um en ferð­ast líka um heim­inn, m.a. til að kynna margt af því nýj­asta og fersk­asta í kennslu­fræði 21. ald­ar­inn­ar. Skömmu eft­ir heim­sókn­ina fékk ég tölvu­póst frá leið­toga hóps­ins....

Skáld­ið bregst skræl­ingj­un­um

Hún var und­ar­leg grein­in hér á Stund­inni um lax­eld­is­mál­ið fyr­ir vest­an. Þar er skáld­inu Ei­ríki Erni Norð­dahl fund­ið það til foráttu að vera hvorki Andri Snær né Tóm­as Stokk­mann (upp­dikt­uð per­sóna í leik­riti eft­ir Ib­sen). Mað­ur fær næst­um því á til­finn­ing­una að Ei­rík­ur hafi, sök­um leti og með­virkni, ráf­að úr réttu liði til móts við óvin­in­inn. Ég vil taka...

Smala­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins

Þeg­ar lesn­ar eru er­lend­ar frétt­ir um ástand­ið á Ís­landi renn­ur manni kalt vatn milli skinns og hör­unds. Þær eru flest­ar á þessa leið: „Rík­is­stjórn Ís­lands fell­ur vegna barn­aníð­inga.“  Hér heima rík­ir al­gjör glund­roði. Að hluta til vegna þess hve graut­ar­leg við­brögð nærri allra stjórn­mála­manna eru. Vegna þessa glund­roða virka hroka­full og ein­streng­ings­leg við­brögð Bjarna Ben, þar sem hann byrst­ir sig...

Horft úr gálg­an­um

Við lif­um á und­ar­leg­um tím­um. Rík­is­stjórn lands­ins er ný­bú­in að skjalfesta svik sín við skóla­kerf­ið í land­inu með fjár­lög­um. Ekki stóð til að styrkja tekju­stofna sveit­ar­fé­laga og því síð­ur að standa við lof­orð um stuðn­ing við fram­halds­skól­ana. Spila átti harð­an bolta í kjara­samn­ing­um og meitla Salek í stein. Fyr­ir ör­fá­um dög­um síð­an var stað­an sú að BHM og kenn­ar­ar áttu...

Sið­blindra­hund­ur­inn Sjalli

Það er með hrein­um ólík­ind­um hve Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er „óhepp­inn“ þessi miss­er­in. Það virð­ist nán­ast sem flokk­ur­inn hafi sér­hæft sig í því að leiða til áhrifa og valda allt það versta sem finna má í sam­fé­lag­inu. Hann er nán­ast bíó­mynda­leg­ur þessi óþokki sem ek­ur eins og brjál­æð­ing­ur eft­ir Reykja­nes­braut­inni með vasa fulla af mögu­lega stolnu fé eft­ir að hafa spú­ið reyk...

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu