Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Siðblindrahundurinn Sjalli

Það er með hreinum ólíkindum hve Sjálfstæðisflokkurinn er „óheppinn“ þessi misserin. Það virðist nánast sem flokkurinn hafi sérhæft sig í því að leiða til áhrifa og valda allt það versta sem finna má í samfélaginu. Hann er nánast bíómyndalegur þessi óþokki sem ekur eins og brjálæðingur eftir Reykjanesbrautinni með vasa fulla af mögulega stolnu fé eftir að hafa spúið reyk og eimyrju í augu barna og fullorðinna með einhverri ógeðslegustu verksmiðju sem sett hefur verið upp á þessu landi. Allt með sérlegri velþóknun og hjálp Sjálfstæðisflokksins. Og svo er pabbi forsætisráðherrans að skrifa upp á aflátsbréf fyrir barnaníðing! Sem í sjálfu sér er flokknum ekki endilega til vansa – en hann sér þó til þess að svo verði þegar dómsmálaráherrann reynir að brjóta lög til að fela hið sanna. Auk þess er engin sérstök ástæða til bjartsýni. Kjör formanns ungliðahreyfingarinnar virðist aldrei hafa verið óheiðarlegra og svívirðilegra – og aldrei hafa eldri áhrifamenn innan flokksins gengið harðar fram í að lýsa sérstakri velþóknun með kjörið.

Það hlýtur að vera sárt að vera heiðvirður Sjálfstæðismaður. Það hlýtur að stinga í hjartað að sjá að flokkurinn er nánast ónýtur; handbendi ómerkilegra lukkuriddara, fjárplógsmanna og perverta. Flokkur sem á sér glæsta sögu má sætta sig við hlutverk hundræfils sem þefar sér leið að kjötkörlunum og út úr ógöngum fyrir siðblinda.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.