Þessi færsla er meira en 5 ára gömul.

Það voru kennararnir

Í gærkvöldi fór fram opinn fundur með frambjóðendum til formanns KÍ. Áhugasamir geta horft á hann hér.

Hver frambjóðandi fékk fimm mínútur til að kynna sig eða hugmyndir sínar í upphafi. Hér er mín kynning:

Það voru kennararnir

Það voru kennararnir sem gerðu mig að kennara.

Það var ekki litla gula hænan sem ég stautaði mig í gegnum í núllbekk, skrifstafaheftið sem ég stritaði yfir í þriðja bekk eða Íslandsklukkan nokkrum árum seinna. Og það var svo sannarlega ekki þýska skaftpottsreglan í menntaskóla eða rökfræðin í Háskólanum.

Það voru kennararnir.

Kennarinn sem las Enid Blyton fyrir okkur meðan við mauluðum nestið okkar sex ára gömul. Kennarinn og hljómsveitarstjórinn sem sat við píanóið og sagði tíu ára börnunum endalausar gamansögur og spann nótnaþræði af fingrum fram. Kennarinn sem benti mér á sköpunargáfa mín væri styrkur. Kennarinn sem skrifaði langar og heiðarlegar umsagnir um hverja einustu menntaskólaritgerð sem hann setti fyrir – og háskólakennarinn sem mætti með myndaslæður og geisladiska í hugmyndasögutíma – því fráleitt væri að kynna sér menningu án fegurðar.

Það voru kennararnir sem gerðu mig að kennara

– en það eru nemendurnir sem festu val mitt í sessi.

Á hverjum degi mæta nemendur í skólann tilbúnir að leggja traust sitt á sjálfa sig og kennara sína. Þeir eru tilbúnir að mæta áskorunum, axla nýjar byrðar og víkka út reynsluheim sinn. Þeir ganga á vit þess óþekkta af hugrekki, áhuga og gleði. Og kennarinn gengur gegnum allt það nákvæmlega sama.

En ég er uggandi.

Uggandi yfir því að íslenska þjóðin virðist hafa misst sjónar á mikilvægi menntunarinnar. Uggandi yfir því að alþjóðleg menntasóttkveikja virðist hafa numið hér land nánast mótspyrnulaust. Uggandi yfir því að fagmennskan skuli liggja undir skemmdum.

En fyrst og fremst uggandi yfir því að ef fram fer sem horfir þá hverfa kennararnir.

Hið fyrsta kennarafélag í landinu var frumhreyfill fræðslulaganna og kennaramenntunar. Kennarafélög eru jafngömul fagmennskunni. Kennarasamband Íslands á að verða öflugur aflvaki endurreisnar menntakerfisins. En þá verða breytingar að eiga sér stað.

Okkar bíða mörg brýn verkefni. Ég býð mig fram til að vinna þau með ykkur. En ég ætla ekki að breytast í pólitíkus og segja ykkur það sem ég held að þið viljið heyra. Ég mun t.d. ekki segja ykkur að stærsta verkefni mitt sem formanns verði að innheimta launahækkanir sem stjórnvöld hafi lofað okkur vegna skerðingar lífeyrisréttinda.

Ég mun ekki gera það vegna þess að slíkt loforð er ekki til. Það er hinsvegar skiljanlegt að margir vilji láta okkur halda það. Því afsal lífeyrisréttinda okkar er svo sannarlega til og endanlegt.

Staðreyndin er sú að jöfnun launa milli markaða á ekki að eiga sér stað fyrr en löngu eftir að kjörtímabili næsta formanns KÍ lýkur.

Það er líka ljóst, ef maður les samkomulagið, – sem ég skora á ykkur að gera – að þar er því aðeins lofað að minnka tiltekinn samkeppnislaunamun stétta sem starfa á báðum mörkuðum. Hið opinbera situr nánast eitt að kennurum og getur kosið að líta svo á að það skuldi okkur engar hækkanir.

Það er auðvitað ekkert því til fyrirstöðu að hækka laun kennara þrátt fyrir það. Og launin þurfa að hækka. En þau gera það ekki nema hið opinbera samþykki það – við höfum enga tryggingu og engin raunveruleg loforð. Og jafnvel þótt við hefðum loforð þá er eitt megineinkenni á samskiptum kennara og hins opinbera: Svikin loforð.  

Við höfum ekkert í hendi sem tryggir okkur bætt kjör. Við þurfum að knýja þau fram sjálf. Til þess þarf forysta kennara að hafa bit. Hún hefur ekki bit nema hún njóti trausts. Hún nýtur ekki traust án ástríðu og heiðarleika.

Því get ég hinsvegar lofað ykkur: Ástríðu og heiðarleika.

Á Íslandi hefur orðið forsendu- og trúnaðarbrestur í menntakerfinu. Stjórnvöld hafa gert margvíslegar kröfur um færni og menntun í skólasamfélaginu. Nemendur axla sína ábyrgð á hverjum degi, kennarar gera það einnig – sem og stjórnendur. Stjórnvöld hafa á móti hlaupist undan ábyrgð – og benda síðan ásakandi á aðra þegar á móti blæs. Þannig haga stjórnmálamenn sér.

Kennarasamband Íslands á að haga sér betur. Það á að standa við bakið á nemendum, foreldrum, kennurum og öðru skólafólki – og krefjast þess af stjórnvöldum að þau, ein, hafi ekki sjálfdæmi um það hvort þau axli sína ábyrgð.

Þau í okkar hópi sem telja Kennarasamband Íslands vera á réttri leið hafa tvo frambærilega valkosti í þessum kosningum.

Ef þið eruð hinsvegar sammála mér um að grundvallarbreytinga sé þörf – að ég tali ekki um ef þið eruð tilbúin að leggjast á árarnar og blása kröftuglega í glæður samtaka okkar – þá býð ég mig fram sem valkost.

Hvað sem þið veljið þá vona ég að þið takið afstöðu. Ég skal glaður styðja við nýjan formann þótt hann sé ekki ég – en ég skal líka glaður axla þá ábyrgð, fari svo að ég verði fyrir valinu.
Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Dropinn dýrastur á Íslandi
Fréttir

Drop­inn dýr­ast­ur á Ís­landi

Bens­ín­lítr­inn er hvergi dýr­ari inn­an EES-svæð­is­ins en á Ís­landi og raun­ar er bens­ín­verð á Ís­landi það þriðja hæsta í heim­in­um. Álög­ur sem hið op­in­bera legg­ur á bens­ín eru þó hærri í sex­tán ESB-ríkj­um en þær eru á Ís­landi.
Volaða land
Bíó Tvíó#239

Volaða land

Í síð­asta þætti Bíó Tvíó í bili ræða Andrea og Stein­dór kvik­mynd Hlyns Pálma­son­ar frá 2022, Volaða land. Fleiri þætt­ir eru í boði á Pat­reon síðu Bón­us Tvíó: www.pat­reon.com/biot­vio
Þroskahjálp: Rafbyssuvæðing lögreglunnar „hrollvekjandi tilhugsun“
FréttirRafbyssuvæðing lögreglunnar

Þroska­hjálp: Raf­byssu­væð­ing lög­regl­unn­ar „hroll­vekj­andi til­hugs­un“

Sér­fræð­ing­ur og fram­kvæmda­stjóri hjá Þroska­hjálp segja að sam­tök­in hafi áhyggj­ur af raf­byssu­væð­ingu lög­regl­unn­ar. Þroska­hjálp hef­ur fund­að með embætti rík­is­lög­reglu­stjóra vegna þessa. Ástæð­an er sú að lög­regl­an hafi ekki nægi­lega þekk­ingu á stöðu fólks með fötl­un sem hún kann að þurfa að hafa af­skipti af.
Kjartan hættir sem stjórnarformaður
FréttirLaxeldi

Kjart­an hætt­ir sem stjórn­ar­formað­ur

Kjart­an Ólafs­son er hætt­ur sem stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax eft­ir að hafa leitt fé­lag­ið um ára­bil. Stofn­andi stærsta hlut­hafa Arn­ar­lax, Gustav Witzoe, kem­ur inn í stjórn­ina.
Hækkanir á afborgunum valda magaverk
Fréttir

Hækk­an­ir á af­borg­un­um valda maga­verk

Af­borg­an­ir á hús­næð­is­láni sex manna fjöl­skyldu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa hækk­að um 116 þús­und krón­ur á 18 mán­uð­um. Fjöl­skyld­an hef­ur þurft að ganga á sparn­að til að ráða við reglu­leg út­gjöld og er nú í því ferli að breyta lán­inu úr óverð­tryggðu í verð­tryggt til að ráða við af­borg­an­irn­ar.
„Ég hef ekki einu sinni fengið boð í atvinnuviðtöl“
Fréttir

„Ég hef ekki einu sinni feng­ið boð í at­vinnu­við­töl“

Rafa­ela Georgs­dótt­ir hef­ur um langt skeið leit­að að störf­um þar sem mennt­un henn­ar gæti nýst en án ár­ang­urs. Rafa­ela er mennt­að­ur lög­fræð­ing­ur frá Bras­il­íu með sér­hæf­ingu í um­hverf­is­vernd.
Hvað kostar lítri af mjólk?
Fréttir

Hvað kost­ar lítri af mjólk?

Þing­menn þjóð­ar­inn­ar gisk­uðu á verð á ein­um lítra af mjólk og svör­uðu öðr­um spurn­ing­um um verð­til­finn­ingu sína.
Hvalveiðar Kristjáns sem djúpleikur
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillHvalveiðar

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Hval­veið­ar Kristjáns sem djúp­leik­ur

Hval­veið­ar Kristjáns Lofts­son­ar snú­ast um ann­að og meira en pen­inga þar sem þær eru órök­rétt­ar út frá fjár­hags­legu sjón­ar­miði. Mann­fræð­ing­ur­inn Clifford Greetz rann­sak­aði hana­at á Balí fyr­ir meira en hálfri öld en þar má finna skýr­ing­ar sem geta hjálp­að til við að skilja ástríðu Kristjáns fyr­ir hval­veið­um.
Verðbólgan er meira hagnaðar- en launadrifin
Stefán Ólafsson
Aðsent

Stefán Ólafsson

Verð­bólg­an er meira hagn­að­ar- en launa­drif­in

Það er beint sam­band milli auk­ins hlut­ar fyr­ir­tækja af þjóð­ar­kök­unni og auk­inn­ar verð­bólgu, en nei­kvætt sam­band milli hlut­ar launa­fólks og verð­bólgu.
Ísland situr á vannýttum mannauði meðal innflytjenda
Fréttir

Ís­land sit­ur á vannýtt­um mannauði með­al inn­flytj­enda

Hlut­fall inn­flytj­enda sem lok­ið hafa há­skóla­námi er nærri því tvö­falt á við inn­fædda Ís­lend­inga með­al fé­lags­manna í að­ild­ar­fé­lög­um ASÍ og BSRB. Rann­sókn­ir sýna að inn­flytj­end­ur, einkum kon­ur, eru oft og tíð­um of­mennt­að­ar fyr­ir þau störf sem þær sinna.
Bensínverð það sama og fyrir ári en hlutur olíufélaga hefur tvöfaldast
Greining

Bens­ín­verð það sama og fyr­ir ári en hlut­ur olíu­fé­laga hef­ur tvö­fald­ast

Við­mið­un­ar­verð á bens­ín­lítra er tæp­lega 308 krón­ur nú en var 307 krón­ur fyr­ir ári. Í maí í fyrra tóku olíu­fé­lög­in sem selja Ís­lend­ing­um bens­ín 31,24 krón­ur af hverj­um seld­um lítra. Nú taka þau 62,67 krón­ur af hverj­um seld­um lítra.
Friður hins heilaga refs?
Flækjusagan

Frið­ur hins heil­aga refs?

Hefðu Bret­ar átt að semja frið við Hitler ár­ið 1940 til að koma í veg fyr­ir frek­ara mann­fall?