Þessi færsla er meira en 5 ára gömul.

Hinseginbréf, eða þegar ég kom út úr skápnum í kennslustund

Ég auglýsti hér á blogginu eftir hinseginbréfum fyrir stuttu síðan. Ég fékk dálítið af bréfum og er innilega þakklátur fyrir þau. Takk! Takk! Ég setti þau saman í litla rafbók sem mig langar að deila með ykkur. Þið getið sótt hana hér. Þið megið endilega gauka þessu að samfélagsfræðikennurum – sem mega svo endilega nota þetta í kennslu. Ef einhverjir samfélagsfræðikennarar eru ekki komnir í samfélagsfræðikennarahópinn á Fb ættu þeir að bæta úr því.

Þar sem bréfin eru ekki hugverk mín er óheimilt að dreifa þeim með öðrum hætti eða þiggja gjald fyrir þau. En það er sjálfsagt að nota þau í kennslu. Hér er kennsluhugmynd (það sem ég gerði):

Áður en ég afhenti bókina (notaði Showbie) tók ég stutta kennslustund. Þar byrjaði ég á að spyrja hve margir nemendur væru örvhentir eins og ég. Það voru örfáir. Síðan stóð ég fyrir framan bekkinn og dró djúpt andann og sagðist vera hommi.

Það vakti auðvitað töluverð viðbrögð. Flestir voru furðu lostnir, einhverjir flissuðu.

Þá tókum við umræðuna. Ég sagði að ég væri hvorki hommi né örventur og spurði hvers vegna enginn hefði kippt sér upp við það að ég væri hið síðarnefnda. Við ræddum líka hvort og þá hvernig mynd þeirra af mér hefði breyst við það að ég hefði sagt þessi þrjú orð.

Þá fræddumst við aðeins um tvíhyggju og litróf mannkynsins.

Seinna í tímanum bauð ég nemendum að smakka kóríander. Hluti mannkyns finnur víst ógeðslegt bragð af því. Í tímanum voru það nokkrir nemendur. Ég endaði á því að benda á að nemendur hefðu jafnmikið um það að segja hvort þeir fyndu sápubragð af kóríander og því hvaða kynhneigð þeir hefðu.

Næsta skref var að láta nemendur lesa bréfin í bókinni.

Þá fengum við Samtökin 78 í heimsókn með kynningu.

Við enduðum svo á að nemendur skrifuðu bréfin „Elsku þú“. Uppleggið var að ímynda sér hinsegin ungling sem væri að pæla í að koma út úr skápnum. Þessi unglingur væri að velta því fyrir sér hvað öðrum þætti. Þessi bréf áttu að segja honum það.

Aftast í bókinni eru nokkrar tilvitnanir í bréfin, t.d.:

„Það er of mikið hatur í heiminum og of lítið hugrekki. Þú myndir vinna þér inn virðingu mína.“

Loks áttu nemendur sjálfir að gefa sér einkunnir fyrir bréfið.

Það fannst þeim lang erfiðast.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

„Auðvitað viljum við byltingu“
Viðtal

„Auð­vit­að vilj­um við bylt­ingu“

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son hitti tvær leik­kon­ur úr al­þjóð­lega leik­hópn­um Spindrift og ræddi verk hóps­ins, Them, sem vak­ið hef­ur at­hygli.
Nýtt risameginland eftir 250 milljón ár: Verður það helvíti á Jörð?
Flækjusagan

Nýtt risam­eg­in­land eft­ir 250 millj­ón ár: Verð­ur það hel­víti á Jörð?

Legg­ið ykk­ur og sof­ið í 250 millj­ón ár. Það er lang­ur svefn en segj­um að það sé hægt. Og hvað blas­ir þá við þeg­ar þið vakn­ið aft­ur? Í sem skemmstu máli: Heim­ur­inn væri gjör­breytt­ur. Ekki eitt ein­asta gam­alt kort eða hnatt­lík­an gæti kom­ið að gagni við að rata um þenn­an heim, því öll meg­in­lönd hefðu þá færst hing­að um heimskringl­una...
Ísland í sérflokki háhraðatenginga til heimila
Erik Figueras Torras
Aðsent

Erik Figueras Torras

Ís­land í sér­flokki há­hraða­teng­inga til heim­ila

For­stjóri Mílu skrif­ar um for­skot Ís­lands þeg­ar kem­ur að há­hraða­teng­in­um til heim­ila og næstu kyn­slóð há­hraða­teng­inga sem mun styðja við þetta for­skot.
Samskip krefja Eimskip um bætur
FréttirSamráð skipafélaga

Sam­skip krefja Eim­skip um bæt­ur

Flutn­inga­fyr­ir­tæk­ið Sam­skip ætl­ar að krefja flutn­inga­fyr­ir­tæk­ið Eim­skip um bæt­ur vegna meintra „ólög­mætra og sak­næmra at­hafna“ þess gagn­vart Sam­skip­um. Jafn­framt hafa Sam­skip kært ákvörð­un Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins um að leggja á fyr­ir­tæk­ið 4,3 millj­arða króna í sam­ráðs­máli.
Réttindalaust flóttafólk fær skjól hjá Rauða krossinum
Fréttir

Rétt­inda­laust flótta­fólk fær skjól hjá Rauða kross­in­um

Enn ein vend­ing­in hef­ur orð­ið í deilu sveit­ar­fé­laga og rík­is um hver eða yf­ir höf­uð hvort eigi að veita út­lend­ing­um sem feng­ið hafa end­an­lega synj­un á um­sókn um al­þjóð­lega vernd að­stoð. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur fal­ið Rauða kross­in­um að veita fólk­inu, sem ekki á rétt á að­stoð á grund­velli nýrra laga um út­lend­inga, gist­ingu og fæði.
„Ég vaknaði á morgnana og mín fyrsta hugsun var að heimurinn væri að farast“
Fréttir

„Ég vakn­aði á morgn­ana og mín fyrsta hugs­un var að heim­ur­inn væri að far­ast“

Eg­ill Helga­son hef­ur háð sína glímu við kvíða og þung­lyndi, og upp­lifði sinn versta tíma þeg­ar Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna.
Arnarlax skráð á markað á föstudag eftir átakavikur um laxeldi
FréttirLaxeldi

Arn­ar­lax skráð á mark­að á föstu­dag eft­ir átaka­vik­ur um lax­eldi

Lax­eld­is­fyr­ir­tæ­ið Arn­ar­lax gaf það út fyr­ir mán­uði síð­an að fé­lag­ið yrði skráð á mark­að í haust og verð­ur af því á föstu­dag­inn kem­ur. Síð­an þá hef­ur eytt stærsta slys sem hef­ur átt sér stað í sjókvía­eldi á Ís­landi ver­ið í há­mæli.
Lífsskilyrði og heilsa fólks sem starfar við ræstingar mun verri en annarra
Rannsókn

Lífs­skil­yrði og heilsa fólks sem starfar við ræst­ing­ar mun verri en annarra

Staða fólks sem starfar við ræst­ing­ar er mun verri en annarra á vinnu­mark­aði ef lit­ið er til fjár­hags­stöðu, stöðu á hús­næð­is­mark­aði, lík­am­legr­ar- og and­legr­ar heilsu, kuln­un­ar og rétt­inda­brota á vinnu­mark­aði. Krist­ín Heba Gísla­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Vörðu – Rann­sókna­stofn­un­ar vinnu­mark­að­ar­ins, seg­ir nið­ur­stöð­urn­ar ekki koma beint á óvart. „En það kem­ur mér á óvart hversu slæm stað­an er.“
Geta lent í miklum mínus ef þær fá ekki leikskólapláss
Viðtal

Geta lent í mikl­um mín­us ef þær fá ekki leik­skóla­pláss

Ein­stæð­ar mæð­ur sem ekki fá leik­skóla­pláss fyr­ir börn sín eru lík­leg­ar til þess að enda með nei­kvæð­ar tekj­ur í lok mán­að­ar og get­ur stað­an jafn­vel orð­ið svo slæm að þær enda í 140 þús­und króna mín­us í lok mán­að­ar. Þetta leið­ir ný meist­ar­a­rann­sókn Þóru Helga­dótt­ur í ljós.
Allur marinn og bólginn eftir flug til Rómar
Úttekt

All­ur mar­inn og bólg­inn eft­ir flug til Róm­ar

Fólk sem not­ar hjóla­stól er ít­rek­að sett í hættu­leg­ar að­stæð­ur þeg­ar það ferð­ast með flug­vél­um. Við­mæl­end­ur Heim­ild­ar­inn­ar hafa slasast í flugi og kvíða hverri flug­ferð. Þeir kalla eft­ir breyt­ing­um, betri þjálf­un fyr­ir starfs­fólk og mögu­leika á að þeir geti set­ið í sín­um eig­in stól­um í flugi.
„Ef Guð er kærleikurinn, þá er hún mamma“
Guðbjörg Jóhannesdóttir
Það sem ég hef lært

Guðbjörg Jóhannesdóttir

„Ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma“

„Þú gef­ur okk­ur góða ástæðu til að nota kven­kyns for­nöfn fyr­ir Guð með því að vera fyr­ir­mynd fyr­ir kær­leik­ann. Því ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma.“ Þannig lýsa börn séra Guð­bjarg­ar Jó­hann­es­dótt­ur mömmu sinni, sem seg­ir upp­eldi barn­anna fimm mik­il­væg­asta, þakk­lát­asta og mest gef­andi verk­efni lífs­ins.
Reiknistofa bankanna varði tugum milljóna í greiðslulausn sem aldrei var notuð
Fréttir

Reikni­stofa bank­anna varði tug­um millj­óna í greiðslu­lausn sem aldrei var not­uð

Reikni­stofa bank­anna vann að þró­un á nýrri greiðslu­lausn á ár­un­um 2017 til 2019. Lausn­in hét Kvitt og átti að virka þannig að fólk gæti borg­að með henni í versl­un­um með bein­greiðsl­um af banka­reikn­ingi. Lausn­in hefði getað spar­að neyt­end­um stór­fé í korta­notk­un og færslu­gjöld. Hún var hins veg­ar aldrei not­uð þar sem við­skipta­bank­arn­ir vildu það ekki.