Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Samhengi hlutanna

Samhengi hlutanna

Grunnskólakennarar í Reykjavík eru um 1400. Meðalgrunnlaun grunnskólakennara eru 480 þúsund á mánuði. Nú býðst þeim að hækka þau um rúm 11% í tveimur áföngum. Það mun ekki duga til. Sá vandi sem að skólunum steðjar mun halda áfram að vaxa.

Miðað við forsendurnar mun kostnaður Reykjavíkurborgar af launahækkunum vera milli 800 og 900 milljónir á ári.

Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur eru um 450. Ég veit ekki hver meðalgrunnlaun þeirra eru. Ég veit hinsvegar að Viðskiptablaðið segir að laun starfsmanna OR hafi hækkað um 850 milljónir milli ára.

Ég lýsi fullri ábyrgð á hendur stjórnendum borgarinnar á því ástandi sem hefur skapast. Hér er verið að vinna skemmdarverk á skólakerfinu. Allt í nafni stöðugleika. 

Það er pólitísk ákvörðun að eyðileggja skólana í Reykjavík. Henni fylgir pólitísk ábyrgð.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni