Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Óvinsælustu bloggfærslur ársins 2016

Það er við hæfi á áramótum að búa til allskonar lista. Hér er einn slíkur. Þetta eru þær bloggfærslur sem minnst voru lesnar árið 2016 hér á blogginu.

Katarínus

„Endurreisa þarf menntakerfið og losa hengingarólina af háskólastiginu. Ef það er rétt að hér sé fjárhagslegt tækifæri eftir margra ára niðurskurð – þá er augljóst að endurreisn heilbrigðis- og menntakerfis er hin augljósa leið áfram.“

Lesin: 648 sinnum

Byltingunni verður ekki sjónvarpað

Valdaránstilraunin í Tyrklandi var komin á netið í rauntíma. Með því að nota þjónustu Facebook/live er hægt að setja sig í samband við farsíma fólks um allan heim og horfa á beinar útsendingar. Í nótt mátti fylgjast með fjöldamótmælunum í Istanbúl, Ankara og víðar. Fyrir enskumælandi veitti blaðamaðurinn Oz Katerji sem staddur var á Taksim-torgi í Istanbúl galopinn glugga inn í ástandið meðan það var að þróast.“

Lesin: 688 sinnum

Samræmdi vorboðinn ljúfi

Þess vegna birti ég með óánægju þessa mynd af stúlku í þriðja bekk í einum af þeim skólum sem þessar sögur hafa gengið um. Myndin, sem birt er með leyfi foreldris, er tekin nú í lok mars. Stúlkan er að undirbúa sig undir samræmdu prófin sem hún tekur í september.“

Lesin: 723 sinnum

Nauðsyn brýtur lög

Hinsvegar er alveg ljóst að fjölmörg samfélög, þar á meðal það íslenska, eru í vanda með lýðræði sitt. Mikið til vegna þess að rof hefur orðið milli hagsmuna og almannahagsmuna. Þess er ekki gætt nægilega vel að opið og upplýst samfélag með eðlilegri dreifingu valda eru hagsmunir okkar allra.“

Lesin: 735 sinnum.

 

Hvenær byrjar það að gleymast

„Það eru tímamót þegar minna en helmingur núlifandi einstaklinga man eftir tilteknum atburðum. Hér eru nokkur ártöl sem marka slík tímamót. Árin sem nefnd eru miða við að minna en helmingur þjóðarinnar hafi verið á lífi (eldri en 5 ára) þegar umræddur atburður átti sér stað“

Lesin: 911 sinnum.

Þorrablótskarlar og súrir pungar

„Íslendingar hafa lengi leitt til metorða manngerð sem kallast þorrablótskarl. Það eru (yfirleitt) karlmenn sem kunna þá list að vera skemmtilegir á þorrablótum eða í réttunum. Skjaldarmerki þorrablótskarls er neftóbaksdós og blikkpeli. Hásæti hans er þingsstóll.“

Lesin: 935 sinnum.

„Uppgjörið“ í Framsóknarflokknum

„Heimsmynd Sigmundar er afar einföld. Og að hluta til er hann hugsjónamaður. Ég held það þurfi ekki að efast um það. Hann trúir því í alvöru að hann hafi tekið almannahagsmuni fram yfir sína eigin. Og þótt hagsmundir Sigmundar og ættingja liggi um allar koppagrundir eins og slagæðar eftir þjóðarlíkamanum þá hefur maður ekki á tilfinningunni að hann sé hálfdrættingur Bjarna Ben í frændhygli. Og Bjarni er nóta bene enn oddviti stærsta stjórnmálaflokksins þrátt fyrir það að bláæðarnar séu stíflaðar af bitlingum hans.“

Lesin: 1018 sinnum

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni