Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Grunnskólamál: Hjartans mál Dögunar

Grunnskólamál: Hjartans mál Dögunar

Stór hluti af frambjóðendum Dögunar eru grunnskólakennarar og er þetta okkar hjartans mál. Því er svar okkar nei, og við meinum það. 

Hér eru svör Dögunar við spurningum mínum. Það er ljóst af svörunum að þar á bæ hafa menn bæði þekkingu og reynslu af störfum grunnskólakennara. Hér er rætt um álag, virðingu, samráð og svo auðvitað laun.

Þá höfum við fengið svör frá Pírötum, Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Framsóknarflokki, auk Dögunar. Enn er beðið eftir svörum frá Viðreisn og Samfylkingu (sem eru væntanleg). Ég bíð eftir formlegum viðbrögðum Sjálfstæðismanna.

 

Hefur flokkurinn sett sér stefnu sem komið getur að gagni við að afstýra hinu alvarlega ástandi sem ríkir í kjaramálum kennara og atgervisflótta úr kennarastétt? Hver er hún? Ef ekki, hvers vegna ekki? 

Dögun hefur sett sér skýra stefnu í sambandi við menntamál. Í flokknum eru margir kennaramenntaðir einstaklingar og því er þetta okkar hjartans mál. Það má nefna að oddviti okkar í Reykjavík Suður er t.d. menntaður kennari ásamt því að vera formaður flokksins. Aðalatriðin í stefnu okkar er að bæta fjármagni inn í þetta svelta kerfi. Minnka álagið strax með minni bekkjareiningum og bæta við stuðningsnetið sem hefur verið dregið úr allt of mikið síðustu ár. Við erum sammála um það að sveitafélögin hafi ekki efni á að reka þessa grunnstoð samfélagsins eins og hún stendur í dag og því nauðsynlegt að færa skólana aftur til ríkisins eða bæta við fjármagni til sveitarfélaganna til muna, sem styrkja ætti menntakerfið. 

Það þarf einnig að vinna með ímynd kennarans og virðinguna gagnvart þessu starfi. Við viljum fara í vinnu með grunn- og leikskólakennurum. Við viljum kynna starfið og fjalla um kosti þess og galla. Það er löngu tímabært að laun grunnskólakennara endurspegli það álag og þá ábyrgð sem starfinu fylgir og munum við vinna með kennurum til að fá þann rétt. 

Með þessum atriðum teljum við að við getum fengið fleiri til að hefja nám, fólk til að haldast í starfi og með að hafa nýja kosningu um viðveru gætum við vonandi komið á móts við kennarastéttina sem virðist vera mjög klofin í sambandi með það.

 

Munt flokkurinn beita sér fyrir eða samþykkja lög þess efnis að tekjustofnar sveitarfélaga verði styrktir í því skyni að bæta megi kjör kennara? 

Eins og á undan hefur komið þá talar stefna Dögunar einmitt um þennan málaflokk og svarið er já. Við viljum annaðhvort flytja grunnskólana aftur til ríkisins eða setja meira fjármagn til sveitarfélagana til styrktar grunnskólanna. 

 

Fari svo að sveitarfélög telji sig ekki geta boðið ásættanleg kjör kemur til greina af ykkar hálfu að sa lög á kjarabaráttu kennara og munuð þið veita slíkum lögum stuðning? 

Líklega munu hér allir flokkar segja nei. Við hjá Dögun meinum það af öllum huga og hjarta þegar við segjum nei. Stór hluti af frambjóðendum Dögunar eru grunnskólakennarar og er þetta okkar hjartans mál. Því er svar okkar nei, og við meinum það. 

 

Fari svo að ríkisstjórn setji lög á kjarabaráttu kennara, munuð þið samþykkja slík lög innihaldi þau sérstaka fyrirvara sem ætlað er að halda kjörum kennara áfram hlutfallslega lágum, t.d. í því skyni að viðhalda stöðugleika á vinnumarkaði.  

 

Nei því við teljum að þeta sé ekki endilega launahækkun heldur er þetta leiðrétting á launum og það á að geta sýnt fram á það að þetta þarf að lagfæra.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni