Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Grunnskólamál: Afdráttarlaus svör Framsóknarflokks

Grunnskólamál: Afdráttarlaus svör Framsóknarflokks

Þar er virðing og laun kennara í takt við stéttir lækna og lögfræðinga. 

Hér birtast svör Framsóknarflokksins við spurningum mínum. Þau koma frá Lilju Dögg Alfreðsdóttur varaformanni og oddvita í Reykjavík suður. Svörin eru afdráttarlaus og skýr eins og sjá má.

Svör hafa borist frá Vinstri grænum (ég set þau inn síðar í dag). Þau eru einnig væntanleg frá Viðreisn og Samfylkingu. Þá ætlar Dögun að senda inn svör. Enn hefur ekkert heyrst frá Sjálfstæðisflokki.

Þegar er búið að birta svör Pírata og Bjartrar framtíðar.

Hefur flokkurinn sett sér stefnu sem komið getur að gagni við að afstýra hinu alvarlega ástandi sem ríkir í kjaramálum kennara og atgervisflótta úr kennarastétt? Hver er hún? Ef ekki, hvers vegna ekki?

Framsókn telur að röng hugmyndafræði sé orsök þeirrar mjög alvarlegu stöðu sem upp er komin. Álitlegasta leiðin til lausnar er finnska nálgunin í menntun. Þar er virðing og laun kennara í takt við stéttir lækna og lögfræðinga. Finnar hafa staðið efst í alþjóðlegum samanburði sl.16 ár. Það er gott markmið til að miða við hér til lengri tíma að komast á stall með Finnum.

Mun flokkurinn beita sér fyrir eða samþykkja lög þess efnis að tekjustofnar sveitarfélaga verði styrktir í því skyni að bæta megi kjör kennara?

Fari svo að sveitarfélög telji sig ekki geta boðið ásættanleg kjör kemur til greina af ykkar hálfu að setja lög á kjarabaráttu kennara og munuð þið veita slíkum lögum stuðning?

Nei

Fari svo að ríkisstjórn setji lög á kjarabaráttu kennara, munuð þið samþykkja slík lög innihaldi þau sérstaka fyrirvara sem ætlað er að halda kjörum kennara áfram hlutfallslega lágum, t.d. í því skyni að viðhalda stöðugleika á vinnumarkaði. 

 

Nei

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu