Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Guð skapaði ekki Manninn

Guð skapaði ekki Manninn

Goðsögur, arfsögur og sköpunarsögur geta haft áhrif um aldir á viðhorf kynslóða, jafnvel þótt vísindin hafi gert grein fyrir uppruna lífsins og mannkyns. Stundum eru margar sköpunarsögur á kreiki innan sömu menningar, sögur sem hafa hafa orðið undir eða viðteknar. Strax á fyrstu síðum Biblíunnar birtast tvær sköpunarsögur.

Genesis, eða fyrsta Mósebók, hefst á sköpunarsögu sem er sögð í örstuttum 35 versum og telur ekki nema 667 orð á ísensku. Ótal margar bækur, ritgerðir og greinar í mörgum fræðigreinum hafa verið skrifaðar af leiknum, lærðum og skáldum um þetta stutta upphaf sem tók sjö daga.

Ef til vill er þetta meðal þekktustu textabrota veraldarsögunnar, mikilvæg í trúarbragðafræði og spennandi fyrir heimspekinga, mannfræðinga, bókmenntafræðinga, ljóðskáld og rithöfunda, dæmi: Myrkur grúfði yfir djúpinu en andi Guðs sveif yfir vötnunum. Þá sagði Guð: Verði ljós.

Sköpunarsagan í þessum versum er nokkuð heilsteypt. Það er ósegjanlega áhugavert og gefandi að túlka hvert vers fyrir sig en það sem knýr lesturinn áfram er forvitni, aðdáun og undrun. Textinn bæði opinberar og felur, allt eftir því hversu opinn eða lokaður lesturinn (hugurinn) er.

Hannah Arendt heimspekingur og séní opnar augu og hug túlkenda sköpunarsögunnar með athugasemd í lok fyrirlestursins Heimspeki og stjórnmál (1954) sem lesa má í bókinni Af ást til heimsins (Háskólaútgáfan 2011). Hún skrifaði eða bendir á að guð í þessum texta hafi ekki skapað Manninn heldur „skóp þau karl og konu“. (119).

Þetta er hugvekjandi athugasemd sem gerir goðsögnina um meðhjálpina og rifbeinið í 2. kafla Genesis um Eden að allt annarri sögu í mótsögn við þá fyrri. Í sköpunarsögunni, sem hér er til umræðu, segir guð einfaldlega í fleirtölu: Vér viljum gera manninn eftir vorri mynd, líkan oss. (26). Hann skapaði hann eftir Guðs mynd. Hann skapaði þau karl og konu. (27). Guð blessaði þau. (28). Þar með var sköpun þessarar lífveru lokið og þessi „hann“ var í raun „þau“ eða „við“.

Þessi fyrsti kafli sögunnar gefur til kynna að hugtakið Guð merki konu og karl alveg eins og hugtakið Maður átti að tákna konu og karl (þótt karlinn hafi síðar lagt hugtakið undir sig). Hér er það alls ekki karlguðinn sem skapar fyrst og fremst karlinn í sinni eigin mynd.

Ég held að allar þessar goðsagnir, táknsögur, dæmisögur o.s.frv. hafi mikil áhrif á menningu, viðhorf og jafnrétti. Það er því ómaksins vert að endurlesa og endurtúlka þær til að vekja umræðu í stað þess að vera alltaf með sömu tugguna. Þetta er bara eitt brot úr einni sögu og fellur undir stöðu kynjanna í gegnum aldirnar og vekur m.a. spurningar um kúgun kvenna og undirskipun.

Spyrja má hvers vegna var þessi sköpunarsaga ekki í hávegum höfð:

Guð skapaði manninn í sinni mynd: skapaði þau karl og konu? Þessi spurning vekur einnig aðrar spurningar um vald og valdakarla.

Ef lesendur eiga bráðlega leið til Berlínar þá er þar sýning um meistarann Hönnuh Arendt og tuttugustu öldina í Deutsches Historisches Museum til 18. október 2020. Hún var einn af helstu hugsuðum 20. aldarinnar.

P.S. Sigríður Þorgeirsdóttir hefur bent á að verk eftir Nínu Tryggvadóttur er að finna á sýningunni í Berlín, verk sem hékk í íbúð Hönnuh Arendt í New York. Nína og Al Copley maður hennar voru vinir Hönnuh og Heinrich Blücher. 

P.P.S. Ritstjóri bókarinnar Af ást til heimsins er Sigríður Þorgeirsdóttir. Þýðandi greinarinnar Heimspeki og stjórnmál er Egill Arnarson. Heimspekistofnun - Háskólaútgáfan gaf út 2011.

Tenglar

Hannah Arendt and the Twentieth Century is showing

Hér er hægt að hlusta og skoða sýninguna

Hér eru textar af sýningunni, myndir, myndbönd og upptökur - líka á ensku

Sköpunarsagan

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Furðu­legt frum­varp um áfeng­is­lög kol­fell­ur

Frétta­fyr­ir­sagn­ir um breyt­ing­ar á áfeng­is­lög­um, til að rýmka af­greiðslu­tíma Vín­búða og gefa þeim leyfi til að selja áfengi um helg­ar og á frí­dög­um, eru á þessa leið: „Áfeng­is- og tób­aksversl­un rík­is­ins set­ur sig ekki upp á móti frum­varpi þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins um rýmri af­greiðslu­tíma vín­búða.“ (RÚV) og „ÁTVR leggst ekki gegn rýmk­un“ (MBL). „Af­nám banns gæti rýmk­að opn­un­ar­tíma...

Nýtt efni

Heimildin í vikulega útgáfu
Fréttir

Heim­ild­in í viku­lega út­gáfu

Frá og með 21. apríl kem­ur prentút­gáfa Heim­ild­ar­inn­ar út viku­lega.
Héraðsdómur neitar að afhenda dóminn
Fréttir

Hér­aðs­dóm­ur neit­ar að af­henda dóm­inn

Bæði Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur og embætti rík­is­lög­manns neita að af­henda dóm­inn í máli Jó­hanns Guð­munds­son­ar. Hann starf­aði sem skrif­stofu­stjóri í at­vinnu­vega­ráðu­neyt­inu og lét fresta gildis­töku nýrra laga um fisk­eldi um sumar­ið en var sagt upp í kjöl­far­ið og kærð­ur til lög­reglu.
Tómar ritstjórnarskrifstofur Fréttablaðsins – „Mér líður hörmulega“
Fréttir

Tóm­ar rit­stjórn­ar­skrif­stof­ur Frétta­blaðs­ins – „Mér líð­ur hörmu­lega“

Rit­stjórn­ar­skrif­stof­ur Frétta­blaðs­ins eru nú tóm­ar eft­ir að starfs­fólki var til­kynnt í morg­un að út­gáfu blaðs­ins væri hætt. Rit­stjóri Frétta­blaðs­ins seg­ir stöð­una áfall fyr­ir ís­lenska fjöl­miðla­sögu og áfall fyr­ir lýð­ræð­ið í land­inu. Sam­hliða því að út­gáfu­fé­lag­ið Torg fer í þrot flyst DV.is í Hlíða­smára.
Segir nýja fjármálaáætlun geyma engar raunverulegar aðgerðir til að hagræða
Fréttir

Seg­ir nýja fjár­mála­áætl­un geyma eng­ar raun­veru­leg­ar að­gerð­ir til að hagræða

Þing­mað­ur Við­reisn­ar gagn­rýndi fimm ára fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar á Al­þingi í dag á með­an þing­mað­ur Vinstri grænna mærði hana og sagði að í áætl­un­inni væri með skýr­um hætti for­gangsrað­að í þágu heil­brigðis­kerf­is­ins og al­manna­trygg­inga­kerf­is­ins þar sem ekki væri gerð að­haldskrafa.
Fréttablaðið hættir að koma út og Hringbraut hættir útsendingum
Fréttir

Frétta­blað­ið hætt­ir að koma út og Hring­braut hætt­ir út­send­ing­um

Rekst­ur DV.is og tengdra vef­miðla, hring­braut.is og Ice­land Magaz­ine hafa ver­ið færð­ir yf­ir í fé­lag­ið Fjöl­miðla­torg­ið ehf. Stjórn­end­ur Torgs segja að mark­að­ur­inn hafi ekki haft nægj­an­lega trú á nýju út­gáfu­fyr­ir­komu­lagi Frétta­blaðs­ins.
Mölunarverksmiðjan í Þorlákshöfn yrði allt að 60 metrar á hæð
Fréttir

Möl­un­ar­verk­smiðj­an í Þor­láks­höfn yrði allt að 60 metr­ar á hæð

Sex til tíu síló sem rúma 4.000 tonn hvert yrðu reist við möl­un­ar­verk­smiðju Heidel­berg í Þor­láks­höfn ef af fram­kvæmd­inni verð­ur. Tvær stað­setn­ing­ar eru reif­að­ar í nýrri matsáætl­un fram­kvæmd­ar­inn­ar, önn­ur við höfn­ina og skammt frá íbúa­byggð en hin fjær byggð þar sem byggja þyrfti höfn.
Grínið orðið að veruleika
ViðtalAllt af létta

Grín­ið orð­ið að veru­leika

Bríet Blær Jó­hanns­dótt­ir grín­að­ist með það við vin­kon­ur sín­ar eft­ir að hún skráði sig á bið­lista fyr­ir kyn­leið­rétt­ing­ar­að­gerð að bið­list­inn væri ör­ugg­lega svo lang­ur að hún kæm­ist ekki í að­gerð­ina fyrr en hún yrði þrí­tug. Hún var nýorð­in 26 ára þeg­ar hún skráði sig og verð­ur 29 ára á þessu ári. „Grín­ið er orð­ið að veru­leika,“ seg­ir hún.
Ásmundur: Ástandið á Suðurnesjum að verða „ógnvænlegt og óbærilegt“ vegna fjölda hælisleitenda
Fréttir

Ásmund­ur: Ástand­ið á Suð­ur­nesj­um að verða „ógn­væn­legt og óbæri­legt“ vegna fjölda hæl­is­leit­enda

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins skóf ekki ut­an af því í ræðu­stól Al­þing­is í vik­unni þeg­ar hann fór mik­inn um ástand­ið á Suð­ur­nesj­um hvað hús­næð­is­mál varð­ar. Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að stjórn­mála­menn þurfi að gæta orða sinna til að magna ekki upp óæsku­leg við­brögð í af­ar við­kvæmri stöðu á þessu svæði.
Halldór Benjamín hættir hjá Samtökum atvinnulífsins
Fréttir

Hall­dór Benja­mín hætt­ir hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son sem hef­ur stað­ið í ströngu í kjara­bar­átt­unni að und­an­förnu hef­ur ákveð­ið að láta af störf­um sem fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Í sum­ar hef­ur hann störf sem for­stjóri Reg­ins fast­eigna­fé­lags.
Lísa í Sjávarútvegslandi
Kjartan Páll Sveinsson
Aðsent

Kjartan Páll Sveinsson

Lísa í Sjáv­ar­út­vegslandi

Kjart­an Páll Sveins­son seg­ir að þau sem reyna að fylgj­ast með stefnu­mót­un í sjáv­ar­út­vegs­mál­um á Ís­landi þessi miss­er­in tengi ef­laust við raun­ir Lísu í Undralandi þar sem ekk­ert var sem sýnd­ist.
Áframhaldandi halli, mildur hvalrekaskattur, bankasala og lítið aðhald
Greining

Áfram­hald­andi halli, mild­ur hval­reka­skatt­ur, banka­sala og lít­ið að­hald

Fimm ára fjár­mála­áætl­un er ætl­að að hjálpa til við að berja nið­ur verð­bólgu og slá á þenslu. Þar eru boð­að­ar skatta­hækk­an­ir, sem sum­ar eru út­færð­ar og aðr­ar alls ekki, að­halds­að­gerð­ir og eigna­sala. Heim­ild­in greindi það helsta sem er að finna í áætl­un­inni.
BSRB-félög undirrita kjarasamninga til eins árs
Fréttir

BSRB-fé­lög und­ir­rita kjara­samn­inga til eins árs

Fjór­tán að­ild­ar­fé­lög BSRB, sam­tals með um fjór­tán þús­und fé­lags­menn, hafa náð sam­komu­lagi um gerð skamm­tíma­kjara­samn­inga við rík­ið og Reykja­vík­ur­borg. At­kvæða­greiðslu um samn­ing­ana mun ljúka 14. apríl.
Loka auglýsingu