Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Stafrófskver Heillaspora

Stafrófskver Heillaspora

Ljósmynd/Elsa Björg Magnúsdóttir

Bókin Heillaspor – gildin okkar (JPV mars 2020) eignaðist fljótlega afkvæmi því fram spratt hugmynd um að gefa hverjum bókstaf lífsgildi. Íslenska stafrófið telur 32 stafi auk fjögurra alþjóðlegra. Til varð stafrófskver Heillaspora en því er ætlað að kynna lesendum mikilvæg lífsgildi. Yfirskriftin Stafrófskvera Heillaspora er

Gjöf til allra barna og þeirra sem unna börnum og vilja rækta heilbrigt samband við sig sjálf, dýrin og umhverfið.

Hver stafur fann lífsgildið innra með sér. Allir stafirnir vildu vera á blaði því það er ávallt rangt að skilja einhvern útundan!

Á, É, , Í, Ó, Ú og Ý sem stundum hafa verið á vara-stafa-bekknum minntu á sig. Stafrófið lét ekki þar við sitja heldur vildu Ð og X vera með þótt þau séu aldrei fyrsti stafurinn í íslenskum orðum. Þá óskuðu fjórir alþjóðlegir stafir, C, Q, W og Z, þess að tilheyra hópnum til að virða þarf fjölbreytni.

Helst langaði mig til að skrifa nýja bók (sem tekur heilt ár að skrifa) en ákvað að anda rólega og hugsa um fegurð hins smáa. Hver stafur mátti öðlast eitt hugtak og hvert hugtak eina stutta setningu, í mesta lagi setta saman úr tíu orðum.

36 lífsgildi röðuðu sér upp í stafrófsröð. Hvert þeirra var stakt og engu öðru líkt því það máttu ekki vera endurtekningar. Saman mynda þau ákveðna heildarmynd eða heimsmynd, að minnsta kosti mózaíkmynd.

Markmiðið var að tjá fagran anda lífsgildanna. Orka stafanna fer ekki í það að einbeita sér að illsku heldur góðvild, ekki að spillingu heldur réttlæti, ekki að ofbeldi heldur láta reyna á mildina.

Annað sem var hafið yfir allan vafa við gerð þessa stafrófs var viðleitni til að forðast klisjur og gamlar tuggur (sem er aldrei ekki einfalt mál (við búum í slíkum heimi)). Það var ekki nóg að láta stafinn A fá hugtakið auðmýkt heldur var einnig nauðsynlegt að láta þetta lífsgildi merkja eitthvað annað en oftast er sagt eins og bara lítillæti og einnig án þess að það væri á skjön við inntak hugtaksins. Í stafrófskverinu er auðmýkt:

A - Auðmýkt: að gleðjast yfir smæð sinni andspænis náttúrunni.“

Augum lesanda er beint að stöðu sinni í heiminum og ekki síst gagnvart náttúrunni með von um að vekja með einhvers konar lotningu.

Stafrófskverið er eins konar áttaviti sem leitað er til þegar fólk veltir fyrir sér næsta áfangastað eða þegar það vill losna úr ógöngum og finna lausn á vanda. Gerum hér tilraun þar sem KÆRLEIKUR – MILDI – UMHYGGJA – ÚTSJÓNARSEMI koma við sögu.

K - KÆRLEIKUR: Að breiða góðvild út um víða veröld öllum börnum til handa.

M - MILDI: Að efla mannúð og læra að bregðast fallega við.

U - UMHYGGJA: Að skilja að allir þurfa á faðmlagi að halda.

Ú - ÚTSJÓNARSEMI: Að bjarga saklausum börnum úr hættulegri stöðu.

Við skulum nefna alvarlegan vanda: Börn í hættulegri stöðu geta verið langveik, fátæk, kúguð eða á flótta undan ógn. Þau þurfa að flýja heimilið eða heimalandið vegna styrjalda, einræðis eða náttúruhamfara. Þau hafa ekki gert neitt af sér og þau gætu alveg eins verið við sjálf. Þau biðjast ásjár. Hvað getum við gert? Endursent þau eða veitt þeim heimili hér? Viljum við valda fjölskyldu á flótta skaða eða viljum við leggjast á sveif með hamingju hennar? Viljum við sýna mildi eða bæta í hörkuna? Viljum við efla umburðarlyndi eða skeytingarleysi? Ætlum við að styrkja umhyggju í samfélaginu eða sjálfselsku? Enginn verður hamingjusamur með því að hugsa einungis um sjálfan sig – heldur með því að gefa af sjálfum sér, gefa öðrum og sýna þeim góðvild. Hvernig eflum við góðvild?

Við skulum skoða gildin í stafrófskverfinu: Við lærum og iðkum valin gildi. Við lokum ekki hjörtum okkar og segjum: Það er enginn leið, enginn valkostur í boði, því miður. Góðvild þarf á hjörtum að halda sem eru opin. Gildin sem við þurfum að læra og iðka til að bjarga börnum úr hættulegri stöðu eru kærleikur, mildi og umhyggja, því þau felast í því að skilja samhengið milli hamingju þeirra sem gefa og þeirra sem þiggja.

Við skulum koma með tillögu að LAUSN: Öll mannúðar- og góðgerðarsamtök vilja börnum vel óháð hverju sem greinir þau í sundur eins og búseta, staða og fjölskylda. Allar meiriháttar stofnanir á jörðinni setja börn í öndvegi og fullorðir eru iðulega reiðubúnir til að leggja eitthvað á sig til að veita börnum skjól, öryggi, menntun og fæði. Við völdum börnum ekki skaða heldur sýnum þeim umhyggju. Ef það er nokkur leið til að bjarga börnum úr hættulegri eða tvísýnni stöðu, þá gerum við það. Ef við höfum tileinkað okkur gildin þá getum við auðveldlega fundið lausnir og ráð. Það kallast útsjónarsemi til að bjarga börnum úr hættulegri stöðu. 

Ef við ræktum kærleika, æfum okkur í mildilegum dómum og aðferðum og sýnum öðrum umhyggju þá verðum nógu við útsjónarsöm til að bjarga saklausum börnum úr hættulegri stöðu.

Í dag (20.11.20) er Alþjóðadagur barna SÞ - er það ekki fallegt? Við berum öll ábyrgð, við getum ekki bara jánkað stofnun (UTL) sem endursendir börn út í óvissuna. Við segjum NEI. Við tökum þátt og erum ábyrg.  Hlustum á UNICEF.

Stafrófskver Heillaspora er ókeypis og fæst því aðeins gefins. Bókin fæst í bókabókum en til að fá stafrófskverið þarf að senda beiðni á lifsgildin@gmail.com með upplýsingum um sendingarstað og fjölda eintaka. Gefins á meðan upplag endist. 

Til hamingju með daginn og stöndum með öllum börnum! 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
2
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
3
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Úkraína og bar­áttu­vilji Vest­ur­veld­anna

Á tím­um þess sem kall­að­ist ,,Kalda stríð­ið" og stóð frá ár­un­um 1945-1991 um það bil, voru háð nokk­ur stríð þar sem risa­veld­in, Banda­rík­in og Sov­ét­rík­in (1922-1991) háðu grimmi­lega bar­áttu um for­ræð­ið í heim­in­um. Skyldi heim­ur­inn vera kapí­talísk­ur með ,,Kan­ann" sem leið­toga eða komm­ún­ísk­ur und­ir stjórn Rússa/Sov­ét­ríkj­anna? Eitt þess­ara stríða var Víet­nam-stríð­ið en um þess­ar mund­ir eru ein­mitt lið­in um 55...

Nýtt efni

Olíubílstjórar og fleiri hótelstarfsmenn úr Eflingu á leið í verkfall
Fréttir

Olíu­bíl­stjór­ar og fleiri hót­el­starfs­menn úr Efl­ingu á leið í verk­fall

Yf­ir 80 pró­sent þeirra sem greiddu at­kvæði um frek­ari verk­falls­að­gerð­ir Efl­ing­ar síð­ustu daga sam­þykktu að­gerð­irn­ar. Um er að ræða bíl­stjóra hjá Sam­skip­um, Ol­íu­dreif­ingu og Skelj­ungi og starfs­menn tveggja hót­elkeðja.
Auðlindin okkar
Indriði Þorláksson
Aðsent

Indriði Þorláksson

Auð­lind­in okk­ar

Fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri skrif­ar um auð­linda­stefn­ur Nor­egs ann­ars veg­ar og Ís­lands hins veg­ar.
Djúptækni – þróunarsjóður
Hans Guttormur Þormar
Aðsent

Hans Guttormur Þormar

Djúp­tækni – þró­un­ar­sjóð­ur

Hans Gutt­orm­ur Þormar skrif­ar um hlut­verk rík­is­ins í stuðn­ingi við djúp­tækni og legg­ur til að kom­ið verði á fót Djúp­tækni-þró­un­ar­sjóði sem tek­ur að sér að byggja upp stuðn­ingsnet, fag­legt mat og fjár­mögn­un fyr­ir verk­efni á sviði djúp­tækni.
„Alþingi hefur verið tekið í gíslingu af Pírötum“
Fréttir

„Al­þingi hef­ur ver­ið tek­ið í gísl­ingu af Pír­öt­um“

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins er ekki ánægð­ur með fram­göngu Pírata í um­ræðu um út­lend­inga­frum­varp­ið og sak­ar flokk­inn um að halda Al­þingi í gísl­ingu. Formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins virð­ist vera sama sinn­is en hann sagði á þingi í dag að það að ör­fá­ir þing­menn héldu þing­inu í gísl­ingu væri „vont fyr­ir stjórn­mál­in á Ís­landi“ og alls ekki til heilla fyr­ir þjóð­ina.
Greiningardeildin taldi öryggi ríkissáttasemjara ógnað
Fréttir

Grein­ing­ar­deild­in taldi ör­yggi rík­is­sátta­semj­ara ógn­að

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hafði sam­band við Að­al­stein Leifs­son og bað hann um að huga að ör­yggis­kerfi á heim­ili sínu. Ekki var um að ræða við­bragð við beinni hót­un.
Spurði Katrínu hvað hefði breyst – og hvers vegna hún væri „hætt að hlusta“
Fréttir

Spurði Katrínu hvað hefði breyst – og hvers vegna hún væri „hætt að hlusta“

Um­ræða um út­lend­inga­frum­varp­ið held­ur áfram á Al­þingi en Björn Leví Gunn­ars­son þing­mað­ur Pírata spurði Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra út í af­stöðu henn­ar gagn­vart um­deild­um lög­un­um í gær.
Orðið nær fullskipað í aðstoðarmannaliðinu – 26 manns aðstoða ráðherra og ríkisstjórn
Fréttir

Orð­ið nær full­skip­að í að­stoð­ar­manna­lið­inu – 26 manns að­stoða ráð­herra og rík­is­stjórn

Í kjöl­far þess að Bjarni Bene­dikts­son bætti við sig öðr­um að­stoð­ar­manni hafa all­ir 12 ráð­herr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar nú tvo að­stoð­ar­menn sér til halds og trausts. Rann­sókn­ar­nefnd Al­þing­is um banka­hrun­ið taldi á sín­um tíma vert að styrkja póli­tíska stefnu­mót­un í ráðu­neyt­um, en setti fjölda að­stoð­ar­manna þó í sam­hengi við stærð og fjölda ráðu­neyta í til­lög­um sín­um þar að lút­andi. Ráðu­neyt­in hafa aldrei ver­ið fleiri en nú frá því að heim­ilt varð að ráða tvo að­stoð­ar­menn á hvern ráð­herra ár­ið 2011.
Góður svefn vinnur gegn streitu
Þóra Sigfríður Einarsdóttir
Pistill

Þóra Sigfríður Einarsdóttir

Góð­ur svefn vinn­ur gegn streitu

Við vit­um að langvar­andi streita tek­ur sann­ar­lega sinn toll og get­ur haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir lík­am­lega og and­lega heilsu okk­ar. Hvað er hægt að gera?
Ellefu litlar kjötbollur og hundrað þúsund dollarar
Gagnrýni

Ell­efu litl­ar kjöt­boll­ur og hundrað þús­und doll­ar­ar

Sófa­kartafl­an rýn­ir í raun­veru­leika­þætti.
Áfangasigur í hryðjuverkamálinu: „Við verjendur vorum þarna eins og Spartverjar í skarðinu forðum”
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Áfanga­sig­ur í hryðju­verka­mál­inu: „Við verj­end­ur vor­um þarna eins og Spart­verj­ar í skarð­inu forð­um”

Ákæru­lið­um sem sneru að til­raun til hryðju­verka vís­að frá í hinu svo­kall­aða hryðju­verka­máli. „Mann­leg tján­ing nýt­ur að nokkru marki stjórn­ar­skrár­vernd­ar þrátt fyr­ir að hún kunni að vera ósmekk­leg og ógeð­felld á köfl­um,“ seg­ir í frá­vís­un­inni.
„Ég hef aldrei misst svefn yfir neinu sem tengist Samherja“
Fréttir

„Ég hef aldrei misst svefn yf­ir neinu sem teng­ist Sam­herja“

Þóra Arn­órs­dótt­ir seg­ir að lög­reglu­rann­sókn sem hún sæt­ir í tengsl­um við hina svo­köll­uðu „skæru­liða­deild Sam­herja“ hafi ekk­ert haft með brott­hvarf henn­ar úr stóli rit­stjóra Kveiks að gera. Hún telji núna rétt­an tíma­punkt til að skipta um starfs­vett­vang og sé full til­hlökk­un­ar.
Segir svarta skýrslu gagnlega „til þess að gera hlutina öðruvísi“
FréttirLaxeldi

Seg­ir svarta skýrslu gagn­lega „til þess að gera hlut­ina öðru­vísi“

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir að taka eigi skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar um stöðu fisk­eld­is á Ís­landi með auð­mýkt. „Sam­ein­umst um það að gera bet­ur í þess­um mál­um.“ Hún var spurð á Al­þingi í dag hvort hún væri stolt af því að „einn helsti vaxt­ar­sproti ís­lensks efna­hags­lífs“ skyldi búa við óboð­legt og slæl­egt eft­ir­lit og að stjórn­sýsl­an væri í mol­um.