Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Reiði kallinn í Kreml

Reiði kallinn í Kreml

Pútín er fúll og Pútín er reiður, hann er eins og kallarnir í kvikmyndinni ,,Grumpy Old Men“ – í stöðugri fýlu. Pútin er í raun búinn að vera í fýlu síðan 2007/8, hefur haft allt á hornum sér.

En það versta er að hann hefur milljónir manna undir vopnum og þúsundir allskonar vígtóla sem hann ræður bara sjálfur yfir og ræður hvað hann gerir við. Hann er einráður forseti Rússlands.

Pútín segir að sér (og Rússum) sé ekki sýnd virðing og að Vesturveldin saumi að Rússum, með því að taka gömlum kommúnistaríkin inn í NATO. En þau eru frjáls og ráða sér sjálf, ekki Pútín.

Pútín vill stofna sitt eigið heimsveldi og telur að Rússland eigi tilkall til þess að vera kallað heimsveldi.

Þess vegna hefur hann ráðist inn í Georgíu (2008) og í raun hernumið héruð þar.

Þess vegna innlimaði hann Krímskaga árið 2014 og braut þar alþjóðalög, en skaginn tilheyrði Úkraínu, sem hingað til hefur í huga Pútíns verið ,,bræðraþjóð“. En ekki lengur, ekkert ,,bræðraþel“ er í gangi núna.

Pútín studdi aðskilnaðarsinna í A-Úkraínu til þess að hernema héruð þar 2014-15 og í raun hefja þar stríð sem kostað hefur um 15.000 mannslíf.

Þann 21.febrúar árið 2022, viðurkennir hann svo þau svæði sem aðskilnaðarsinnar ráða; alþýðulýðveldin Donetsk og Luhansk, sem lögmæt/sjálfstæð ríki/svæði og sendir þar inn ,,friðargæsluliða“. En það er bara innrás og ekkert annað.

Svona hegðun er ekkert nema undirferli og alþjóðlegt lögbrot. Pútin er eins og siðleysingi sem fer ekki eftir neinum reglum. Slíkir menn eru hættulegir, stórhættulegir.

Það þarf einhver að segja Pútín að slappa af, en það versta er að Pútín er einráður og umkringdur ,,já-fólki“ og nánast enginn þorir að mótmæla.

Því fer sem fer og mögulega eigum við eftir að sitja upp með svona hegðun til 2036, en þangað til má hin reiði Pútín vera forseti. Það er hrikaleg tilhugsun.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.