Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Flugskeytaárásir í Sýrlandi - nokkrir punktar

Flugskeytaárásir í Sýrlandi - nokkrir punktar

Um nýjustu flugskeytaárásir í Sýrlandi má segja þetta:

Assad forseti Sýrlands er harðstjóri.

Pútín er álíka harðstjóri og þeir eru vinir.

Íran er einnig vinur Assads og þar af leiðandi vinur Pútíns.

Eiturefnavopnaárásins (hverjum sem um er að kenna) kom á ,,heppilegum“ tíma fyrir Trump, sem glímir við rússarannsókn hjá FBI og vond kvennamál á heimavelli.

Hún kom líka á heppilegum tíma fyrir Theresu May, sem hefur verið í áróðursstríði við Rússa, vegna hins svokallaða ,,Skrípal-máls“.

Donald Trump varaði Rússa við á Twitter og gerði þar af leiðandi þeim, sem og stjórn Assads, kleift að flytja fólk og hluti í skjól, sem þeir og gerðu. Þessvegna varð ekkert mannfall (samkvæmt fréttum).

Það var nokuð miklu tjaldað til (árásir úr mörgum áttum, B1-sprengjuflugvélar kafbátar, herskip og allt) en í raun var árásin mjög takmörkuð og aðeins ráðist á nokkrar byggingar.

Mjög hættulegt verður að teljast að ráðist sé á efnavopnageymslur og eða staði þar sem geymd eru efnavopn. Það hefur í raun mjög lítið verið rætt.

Árásin mun engu breyta um stöðuna ,,á jörðinni“ (on the ground), þ.e.a.s í stíðinu sjálfu, sem Assad virðist vera að vinna.

Assad og Bandaríkjamenn, sem og Rússar eiga sameiginlega hagsmuni í því að brjóta ISIS (Íslamsla ríkið) á bak aftur og eru nánast búnir að því.

Árásirnir eru því aðeins eins og ,,léttur löðrungur“ frá ,,bandamönnunum“ – þeirra leið til að segja ,,skammastu þín“ við Assad, sem þó er ekki endilega sá sem stendur að baki beitingu efnavopnanna. Og staða hans mun á engan hátt veikjast, þar sem hann hefur fullan stuðning Rússa og Írana. Að öllum líkindum mun þetta bara styrkja hann.

Í átökunum í Sýrlandi eru og hafa verið tugir mismunandi hópa að berjast og átökin þar með þeim flóknustu sem sést hafa lengi.

Umræðan um þetta mál, þ.e.a hverjum sé um að kenna minnir mum margt á umræðuna um það hver bara ábyrgðina á fyrri heimsstyrjöldinni. Sem hlýtur að teljast nokkuð ,,skondið“ en sýnir okkur einnig að sumt í alþjóðakerfinu breytist ekki.

Íslenska ríkisstjórnin veit í raun ekki í hvor fótinn hún á að stíga, en í Silfri Egils þann 15.4 tók Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, af allan vafa og sagði að Ísland styddi þessar aðgerðir og að NATO hefði á réttu að standa, sem fullyrðir að öll NATO-ríkin standi að baki þessu. Er þetta stefna utnaríkisráðherra sem aðstoðarmaðurinn er að boða, eða ríkisstjórnarinnar, með VG í forsæti?

Hér er t.d. síða þar sem fjallað er um átökin í Sýrlandi, sem staðið hafa síðan 2011 og kostað um 400.000 manns lífið og skapað hrikalegt flóttamannavandmál:  https://www.joshualandis.com/blog/

Mynd: Wikipedia Commons.

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni