Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Bara ef það hentar þeim

Fyrir alþingiskosningar var hamast á því af hálfu Sjálfstæðismanna og fjölmiðlamanna þeirra að það væri algjörlega óásættanlegt að flokkar útilokuðu aðra flokka í kosningum.

Svo kom að upphafi sveitastjórnarkosningabaráttunnar hjá Sjálfstæðisflokknum. Þar tilkynnti oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að hann myndi ekki vinna með Samfylkingunni ef hann kæmist í meirihluta. Nú ber svo við að það heyrist ekki múkk frá þeim sem töluðu um að það væri algjörlega óásættanlegt að flokkar útilokuðu aðra flokka og hægrisnnaðir fjölmiðlamenn steinþegja nú ólíkt því þegar þeir voru uppfullir af vandlætingu fyrir örfáum mánuðum síðan um að flokkar ættu ekki að útiloka neinn.

Alltaf gaman að þessari blessuðu hentistefnu fólks sem talar um yfirhylmingu með barnaníðingum og þöggunartilburði gegn brotaþolum þeirra sem smámál.

Völd og auður eru líka einu stóru málin hjá þeim.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu