„Mér leið eins og pabbi minn hefði dáið nema hvað ég sat uppi með skömmina“
ViðtalBörn fanga

„Mér leið eins og pabbi minn hefði dá­ið nema hvað ég sat uppi með skömm­ina“

Emma var tíu ára göm­ul þeg­ar bank­að var upp á og henni til­kynnt að fað­ir henn­ar hefði ver­ið hand­tek­inn. Næstu ár­in sat hann í fang­elsi en eft­ir sat hún, upp­full af skömm og sekt­ar­kennd sem var ekki henn­ar. Á með­an hún glímdi við um­tal og dóma sam­fé­lags­ins, þar sem fólk hringdi heim til henn­ar til að níð­ast á fjöl­skyld­unni og kenn­ari í mennta­skóla kall­aði hana að­eins föð­ur­nafn­inu, reyndi hún allt til að sanna að hún væri góð mann­eskja.
Útlendingastofnun rekur fórnarlamb mansals úr landi
ViðtalFlóttamenn

Út­lend­inga­stofn­un rek­ur fórn­ar­lamb man­sals úr landi

Ung­um níg­er­ísk­um hjón­um hef­ur ver­ið gert að yf­ir­gefa land­ið ásamt sjö ára dótt­ur þeirra. Kon­an flúði man­sal og seg­ir að hún hafi þurft að þola hót­an­ir alla tíð síð­an, en móð­ir henn­ar var myrt og syst­ir henn­ar blind­uð. Eig­in­mað­ur henn­ar hrakt­ist frá heima­land­inu vegna póli­tískra of­sókna. Út­lend­inga­stofn­un hef­ur ákveð­ið að senda sjö ára dótt­ur þeirra til Níg­er­íu, en hún er fædd á Ítal­íu, tal­ar ís­lensku og hef­ur aldrei bú­ið í Níg­er­íu.
Vonar að lögregla eigi enn gögn úr tölvum Roberts Downey
ViðtalUppreist æru

Von­ar að lög­regla eigi enn gögn úr tölv­um Roberts Dow­ney

Anna Katrín Snorra­dótt­ir er sjötta kon­an til þess að leggja fram kæru á hend­ur Roberti Dow­ney, áð­ur Ró­berti Árna Hreið­ars­syni. Anna Katrín treyst­ir á að lög­regla eigi enn gögn sem gerð voru upp­tæk við hús­leit hjá Ró­berti ár­ið 2005 en hana grun­ar að þar séu með­al ann­ars mynd­ir sem hún sendi „Rikka“ þeg­ar hún var 15 ára göm­ul.
Vildi svara spurningunni um hvar á að kynnast vinum
Viðtal

Vildi svara spurn­ing­unni um hvar á að kynn­ast vin­um

Guð­björg Ragn­ar­dótt­ir stofn­aði Face­book-hóp­inn „Vin­kon­ur Ís­lands“ og eft­ir það stofn­aði hún Face­book-hóp­inn „Vin­kon­ur Ís­lands 18–25 ára“. „Ég stofn­aði fyrri hóp­inn eft­ir að kona að nafni Agnes aug­lýsti eft­ir vin­kon­um á Face­book-síð­unni „Góða syst­ir“.“ Við­brögð­in hafa ekki lát­ið á sér standa og hafa tæp­lega þús­und kon­ur geng­ið í hóp­ana.
Gefandi sjálfboðaliðastarf
Viðtal

Gef­andi sjálf­boða­lið­astarf

Mjöll Þór­ar­ins­dótt­ir hef­ur um ára­bil starf­að sem sjálf­boða­liði hjá Hjálp­ar­starfi kirkj­unn­ar. Hún mæt­ir einu sinni í viku, nema yf­ir sum­ar­mán­uð­ina, og er að­al­lega í því að taka á móti fata­gjöf­um sem þarf að flokka. „Það er ekk­ert út í blá­inn að sælla sé að gefa en að þiggja,“ seg­ir hún. „Ég sé það bet­ur hvað mað­ur hef­ur það gott og hvað sum­ir eiga erfitt.“
Safnar fyrir sveltandi börn í Venesúela
Viðtal

Safn­ar fyr­ir svelt­andi börn í Venesúela

Jóna María Björg­vins­dótt­ir, sem bú­sett er að mestu leyti í Panama, hóf ný­lega söfn­un fjár til handa fá­tæk­um mæðr­um og börn­um í Venesúela þar sem hún bjó áð­ur. Hún seg­ir að sam­kvæmt op­in­ber­um töl­um þjá­ist 25% þjóð­ar­inn­ar af nær­ing­ar­skorti. „Ástand­ið í Venesúela er hræði­lega sorg­legt. Al­gjör­lega lífs­hættu­legt. Land­ið þarf ut­an­að­kom­andi að­stoð.“
„Við ætlum ekki að leyfa honum að vinna“
ViðtalKynferðisbrot

„Við ætl­um ekki að leyfa hon­um að vinna“

Nína Rún Bergs­dótt­ir var fjór­tán ára þeg­ar Ró­bert Árni Hreið­ars­son braut á henni. Of­beld­ið hafði gríð­ar­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér, en það var ekki fyrr en Nína reyndi að kveikja í sér inni á sal­erni á barna- og ung­linga­geð­deild Land­spít­al­ans að hún fékk að­stoð við hæfi. Hér seg­ir Nína, ásamt for­eldr­um sín­um og stjúp­móð­ur, frá af­leið­ing­um kyn­ferð­isof­beld­is­ins, bar­átt­unni fyr­ir við­eig­andi að­stoð og órétt­læt­inu sem þau upp­lifðu þeg­ar ger­and­inn hlaut upp­reist æru.
„Mér fannst lítið gert úr minni upplifun“
ViðtalKynferðisbrot

„Mér fannst lít­ið gert úr minni upp­lif­un“

Halla Ólöf Jóns­dótt­ir kærði Ró­bert Árna Hreið­ars­son fyr­ir kyn­ferð­is­brot ár­ið 2007, en þrátt fyr­ir að hafa ver­ið dæmd­ur var hon­um ekki gerð refs­ing. Ró­bert Árni beitti blekk­ing­um í gegn­um „Irc­ið“ og sam­skipta­for­rit­ið MSN til þess að ávinna sér traust Höllu þeg­ar hún var á tán­ings­aldri, fékk hana til þess að eiga í kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við sig í gegn­um net­ið og síma og braut síð­an gegn henni á tjald­svæði á Ak­ur­eyri þeg­ar hún var sautján ára göm­ul.

Mest lesið undanfarið ár