Flokkur

Viðskipti

Greinar

Leysa upp skattaskjólsfélagið sem Pálmi notaði til að flytja fjóra milljarða til Tortóla
FréttirStjórnmálamenn í skattaskjólum

Leysa upp skatta­skjóls­fé­lag­ið sem Pálmi not­aði til að flytja fjóra millj­arða til Tor­tóla

Fons, fé­lag Pálma Har­alds­son­ar, var á end­an­um í eigu tveggja Tor­tóla­fé­laga í gegn­um Matt­hew Hold­ings S.A. í Lúx­em­borg. Nú hef­ur dóm­stóll í Lúx­em­borg kveð­ið upp úr­skurð um slit á Matt­hew Hold­ings sem ekki hef­ur skil­að árs­reikn­ingi frá ár­inu 2006. Eng­ar op­in­ber­ar upp­lýs­ing­ar eru því til um af­drif 4,2 millj­arða króna arðs frá Fons sem rann tll Lúx­em­borg­ar frá Ís­landi 2007.
Gunnlaugur hefði þurft að greiða 127 milljónir í skatt af Tortólafélaginu eftir lagabreytinguna
FréttirStjórnmálamenn í skattaskjólum

Gunn­laug­ur hefði þurft að greiða 127 millj­ón­ir í skatt af Tor­tóla­fé­lag­inu eft­ir laga­breyt­ing­una

Gunn­laug­ur Sig­munds­son hefði þurft að greiða tekju­skatt af arð­greiðslu út úr fé­lagi sem hann átti í Lúx­em­borg ef hann hefði greitt arð­inn út eft­ir ár­ið 2010. Þeir Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son gerðu báð­ir ráð­staf­an­ir í af­l­ands­fé­lög­um sín­um fyr­ir lag­breyt­ing­una þann 1. janú­ar 2010. Tekju­skatt­ur­inn af arð­greiðsl­unni hefði num­ið að minnsta kosti 127 millj­ón­um eft­ir 1. janú­ar 2010 en fyr­ir það hefði lög­bund­in greiðsla skatts af arð­in­um átt að vera um 35 millj­ón­ir króna.
Landsbankinn auglýsti ráðgjöf til að minnka skattgreiðslur: „Kemur þér bara ekkert við“
FréttirWintris-málið

Lands­bank­inn aug­lýsti ráð­gjöf til að minnka skatt­greiðsl­ur: „Kem­ur þér bara ekk­ert við“

Kristján Gunn­ar Valdi­mars­son, skatta­ráð­gjafi Lands­bank­ans fyr­ir hrun, vill ekki ræða þá ráð­gjöf sem bank­inn veitti við­skipta­vin­um sín­um. Aug­lýs­ing um ráð­gjöf Kristjáns Gunn­ars var enn­þá inni á vef Lands­bank­ans eft­ir hrun. All­ir þrír ís­lensku ráð­herr­arn­ir sem tengj­ast fé­lög­um í skatta­skjól­um fengu við­skipta­ráð­gjöf frá Lands­banka Ís­lands fyr­ir hrun­ið ár­ið 2008. Lands­bank­inn hf. seg­ir að hann bjóði ekki leng­ur upp á skatta­ráð­gjöf.
Sigmundur Davíð svarar fyrir sig fyrirfram: Dreifing óhróðurs „grundvöllur að nýrri útrás“
Fréttir

Sig­mund­ur Dav­íð svar­ar fyr­ir sig fyr­ir­fram: Dreif­ing óhróð­urs „grund­völl­ur að nýrri út­rás“

For­sæt­is­ráð­herra gagn­rýn­ir Rík­is­út­varp­ið harð­lega í að­drag­anda birt­ing­ar Kast­ljóss­þátt­ar um leynd­ar eign­ir ís­lenskra stjórn­mála­manna í skatta­skjól­um. Hann er ósátt­ur við Rík­is­út­varp­ið og seg­ir jafn­framt að Stund­in okk­ar hafi ver­ið gerð að áróð­urs­þætti.
Leyndarmál Sigmundar Davíðs
FréttirWintris-málið

Leynd­ar­mál Sig­mund­ar Dav­íðs

Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir stefndi pabba sín­um Páli Samú­els­syni í des­em­ber 2006. Sumar­ið 2007 samd­ist um mál­ið ut­an dóm­stóla og hún fékk rúm­an millj­arð króna sem end­aði í Wintris Inc. í skatta­skjól­inu Tor­tólu. Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hef­ur þag­að um pen­ing­ana á Tor­tólu síð­an sem og upp­kaup Wintris Inc. á kröf­um í bú föllnu bank­anna. Einn þekkt­asti skatta­skjóls­sér­fræð­ing­ur Evr­ópu, Tor­sten Fens­by, seg­ir að mál Sig­mund­ar Dav­íðs sé eins­dæmi í sögu Evr­ópu en bend­ir jafn­framt að eng­ar sann­an­ir um lög­brot hafi kom­ið fram þó spyrja mega spurn­inga um sið­ferði ís­lenska for­sæt­is­ráð­herr­ans.
Félag Gunnlaugs fjármagnað með rúmlega 250 milljónum frá Tortólu
FréttirWintris-málið

Fé­lag Gunn­laugs fjár­magn­að með rúm­lega 250 millj­ón­um frá Tor­tólu

Gunn­laug­ur Sig­munds­son varð fram­kvæmda­stjóri fé­lags í Lúx­em­borg eft­ir að það hafði ver­ið fjár­magn­að í gegn­um skatta­skjól­ið Tor­tólu. Fjöl­skyldu­auð­ur Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráð­herra teng­ist því líka skatta­skjól­inu Tor­tólu eins og fé­lag­ið Wintris þar sem eig­in­kona hans, Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir, seg­ist geyma fyr­ir­fram­greidd­an arf sinn.
Vilhjálmur hættir hjá Samfylkingunni: Sagði ekki frá félaginu sínu á Kýpur
FréttirStjórnmálamenn í skattaskjólum

Vil­hjálm­ur hætt­ir hjá Sam­fylk­ing­unni: Sagði ekki frá fé­lag­inu sínu á Kýp­ur

Vil­hjálm­ur Þor­steins­son tal­aði um fé­lag sitt í Lúx­em­borg sem op­in­bert var að hann ætti en sagði ekki frá fé­lag­inu sínu á Kýp­ur, Alam­ina Ltd. Fé­lag hans á Kýp­ur er dótt­ur­fé­lag fyr­ir­tæk­is­ins í Lúx­em­borg og fjár­magn­ar við­skipti hans á Ís­landi auk þess að halda ut­an um hlut í CCP. Hann sagði ekki frá Kýp­ur­fé­lag­inu fyrr en eft­ir að það var orð­ið op­in­bert að hann tengd­ist því.
Bankamaður Bjarna í Sviss tjáir sig um skattaskjólsmálið
FréttirStjórnmálamenn í skattaskjólum

Banka­mað­ur Bjarna í Sviss tjá­ir sig um skatta­skjóls­mál­ið

Bjarni Markús­son sinnti eign­a­stýr­ingu fyr­ir Bjarna Bene­dikts­son í Glitni og hjá Ju­lius Baer í Sviss. Hann seg­ir að sér „vit­an­lega“ hafi Bjarni Bene­dikts­son ekki stund­að við­skipti í gegn­um skatta­skjól. Æg­ir Birg­is­son og Bald­vin Vald­ir­mars­son voru við­skipta­fé­lag­ar Bjarna í Dubaí en eign­ar­hald­ið á fast­eigna­verk­efn­inu lá í gegn­um skatta­skjól­ið Seychells-eyju.
Hafnarfjarðarbær vill St. Jósefsspítala og átta önnur tilboð hafa borist
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Hafn­ar­fjarð­ar­bær vill St. Jós­efs­spít­ala og átta önn­ur til­boð hafa borist

Hafn­ar­fjarð­ar­bær hef­ur haf­ið við­ræð­ur við ís­lenska rík­ið um kaup á St. Jós­efs­spít­ala. Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti Bjarna Bene­dikts­son­ar seg­ir átta til­boð hafa borist í hús­ið. Teit­ur Guð­munds­son lækn­ir er einn af þeim sem er áhuga­sam­ur um rekst­ur í hús­inu. Hafn­ar­fjarð­ar­bær hef­ur gef­ið það út að hann vilji sjá heil­brigð­is­þjón­ustu í hús­inu. Eng­in starf­semi hef­ur ver­ið í hús­inu frá því í árs­lok 2011.

Mest lesið undanfarið ár