Flokkur

Trúarbrögð

Greinar

Ferðamaður á yfir höfði sér tveggja ára fangelsi fyrir að móðga Búdda
Fréttir

Ferða­mað­ur á yf­ir höfði sér tveggja ára fang­elsi fyr­ir að móðga Búdda

Hol­lend­ing­ur­inn Kla­as Haytema hafði feng­ið nóg af há­vað­an­um úr hátal­ara sem not­að­ur var til að út­varpa at­höfn búdd­ista í Búrma. Hann tók magnar­ann úr sam­bandi, var í kjöl­far­ið um­set­inn á hót­eli sínu af æst­um múg og bjarg­að af hern­um. Hann hef­ur nú ver­ið ákærð­ur og á yf­ir höfði sér allt að tveggja ára fang­elsi.
Talsmenn óttans
RannsóknMoskumálið

Tals­menn ótt­ans

Þjóð­ern­is­hyggja hef­ur alltaf ein­kennt ís­lensk stjórn­mál en á síð­ustu ár­um hef­ur það færst í auk­ana að stjórn­mála­menn nota þjóð­ern­ispo­púl­isma, and­úð á út­lend­ing­um og hræðslu­áróð­ur til þess að auka fylgi sitt. Flokk­ur sem el­ur á tor­tryggni í garð múslima sæk­ir ört í sig veðr­ið og mæl­ist nú með tveggja pró­senta fylgi, en þarf fimm til þess að koma manni á þing.
Gamla fréttin: Málið kostaði tvo biskupa embættin
Gamla fréttin

Gamla frétt­in: Mál­ið kostaði tvo bisk­upa embætt­in

Ár­ið 1996 lýsti Sigrún Pálína Ingvars­dótt­ir því að Ólaf­ur Skúla­son, þá­ver­andi bisk­up, hefði beitt hana kyn­ferð­is­legu of­beldi. Fleiri kon­ur stigu fram í kjöl­far­ið. Ára­tug­ir liðu frá meint­um brot­um og þar til Þjóð­kirkj­an greiddi kon­un­um bæt­ur. Þá hafði Guð­rún Ebba Ólafs­dótt­ir sagt sögu af of­beldi föð­ur síns. Tveir bisk­up­ar hrökt­ust úr embætti.
Endalok Þjóðkirkjunnar
Úttekt

Enda­lok Þjóð­kirkj­unn­ar

Þjóð­kirkj­an stend­ur ekki leng­ur und­ir nafni sem kirkja þjóð­ar­inn­ar. Rúm­ur fjórð­ung­ur lands­manna stend­ur nú ut­an Þjóð­kirkj­unn­ar og hef­ur hlut­fall­ið far­ið stig­lækk­andi und­an­far­in ár. Ef þró­un síð­ustu ára helst óbreytt eru ein­ung­is um tutt­ugu ár þar til minna en helm­ing­ur lands­manna verð­ur í Þjóð­kirkj­unni. Rík­ið greið­ir laun 138 presta en stöðu­gildi sál­fræð­inga á heilsu­gæsl­um lands­ins eru ein­ung­is 15. Sál­gæslu­hlut­verk presta er því enn um­tals­vert. For­sæt­is­ráð­herra vill efla kristni­fræði­kennslu í skól­um.

Mest lesið undanfarið ár