Flokkur

Trúarbrögð

Greinar

Gamla fréttin: Málið kostaði tvo biskupa embættin
Gamla fréttin

Gamla frétt­in: Mál­ið kostaði tvo bisk­upa embætt­in

Ár­ið 1996 lýsti Sigrún Pálína Ingvars­dótt­ir því að Ólaf­ur Skúla­son, þá­ver­andi bisk­up, hefði beitt hana kyn­ferð­is­legu of­beldi. Fleiri kon­ur stigu fram í kjöl­far­ið. Ára­tug­ir liðu frá meint­um brot­um og þar til Þjóð­kirkj­an greiddi kon­un­um bæt­ur. Þá hafði Guð­rún Ebba Ólafs­dótt­ir sagt sögu af of­beldi föð­ur síns. Tveir bisk­up­ar hrökt­ust úr embætti.
Endalok Þjóðkirkjunnar
Úttekt

Enda­lok Þjóð­kirkj­unn­ar

Þjóð­kirkj­an stend­ur ekki leng­ur und­ir nafni sem kirkja þjóð­ar­inn­ar. Rúm­ur fjórð­ung­ur lands­manna stend­ur nú ut­an Þjóð­kirkj­unn­ar og hef­ur hlut­fall­ið far­ið stig­lækk­andi und­an­far­in ár. Ef þró­un síð­ustu ára helst óbreytt eru ein­ung­is um tutt­ugu ár þar til minna en helm­ing­ur lands­manna verð­ur í Þjóð­kirkj­unni. Rík­ið greið­ir laun 138 presta en stöðu­gildi sál­fræð­inga á heilsu­gæsl­um lands­ins eru ein­ung­is 15. Sál­gæslu­hlut­verk presta er því enn um­tals­vert. For­sæt­is­ráð­herra vill efla kristni­fræði­kennslu í skól­um.
„Fékk endalaus bros til baka“
Fréttir

„Fékk enda­laus bros til baka“

Hún er tveggja barna móð­ir og eig­in­kona í Vest­ur­bæn­um. Hún er líka múslimi, upp­al­in í Dan­mörku en með tyrk­nesk­ar ræt­ur. Derya Kevi­oglu Oezdilek er formað­ur Horizon, menn­ing­ar­fé­lags múslima á Ís­landi, og legg­ur áherslu á hvernig kristni og íslam geta dafn­að sam­an. Hún hef­ur upp­lif­að for­vitni, en ekki for­dóma, og fær bros sín end­ur­gold­in. Fjöl­skyld­an er í af­ar góðu sam­bandi við for­eldra leigu­sala henn­ar og kall­ar son­ur Deryu þau „afa og ömmu“.
Sjóðir kirkjunnar fá meira en Útlendingastofnun
Fréttir

Sjóð­ir kirkj­unn­ar fá meira en Út­lend­inga­stofn­un

Á næsta ári greið­ir ís­lenska rík­ið alls 702,6 millj­ón­ir í starf­semi Þjóð­kirkj­unn­ar sem stend­ur ut­an við bæði kirkjujarða­sam­komu­lag­ið og sókn­ar­gjöld. Til sam­an­burð­ar gera fjár­lög ráð fyr­ir að ís­lenska rík­ið muni verja 434,8 millj­ón­ir í Grein­ing­ar- og ráð­gjaf­ar­stöð rík­is­ins, en þar eru nú um 400 börn á bið­lista eft­ir grein­ingu, og 256,2 millj­ón­um í rekst­ur Út­lend­inga­stofn­un­ar.
Hvers vegna trúarbrögð gera börn verri
Jón Trausti Reynisson
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Hvers vegna trú­ar­brögð gera börn verri

Það er hálf­gert bann við því að gagn­rýna trú­ar­brögð, kannski vegna þess að rök­studd gagn­rýni get­ur kippt fót­un­um und­an trú. Þannig er trúfrelsi stund­um túlk­að sem rétt­ur­inn til að vera laus við gagn­rýni á trú sína. Fyr­ir nokkr­um vik­um voru birt­ar nið­ur­stöð­ur rann­sókna í sex lönd­um sem sýndi að trú­uð börn eru að með­al­tali „verri“ en börn í trú­laus­um fjöl­skyld­um,...

Mest lesið undanfarið ár