Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ferðamaður á yfir höfði sér tveggja ára fangelsi fyrir að móðga Búdda

Hol­lend­ing­ur­inn Kla­as Haytema hafði feng­ið nóg af há­vað­an­um úr hátal­ara sem not­að­ur var til að út­varpa at­höfn búdd­ista í Búrma. Hann tók magnar­ann úr sam­bandi, var í kjöl­far­ið um­set­inn á hót­eli sínu af æst­um múg og bjarg­að af hern­um. Hann hef­ur nú ver­ið ákærð­ur og á yf­ir höfði sér allt að tveggja ára fang­elsi.

Ferðamaður á yfir höfði sér tveggja ára fangelsi fyrir að móðga Búdda
Búddamunkar í Búrma hafa orðið sífellt róttækari á undanförnum árum.

Hollenskur ríkisborgari sem fór til Búrma lenti heldur illa í því þegar hann ákvað að taka úr sambandi magnara sem búddamunkar nota til þess að útvarpa athöfnum sínum. Fyrir vikið gæti hann endað í allt að tveggja ára fangelsi. 

Hinn 30 ára gamli Klaas Haytema frá Wans í Hollandi var á mánudag ákærður fyrir að móðga trúarbrögðin með gjörðum sínum, sem sagðar eru hafa truflað trúarhátíð. Þetta kemur fram í The Myanmar Times.

Búrma er að mestu gríðarlega íhaldssöm þjóð, þar sem bróðurpartur landsmanna aðhyllist búddasið.

„Hann sagði að klukkan hefði verið of margt fyrir svona háværa athöfn og hann var í miklu uppnámi út af því.“

Atvikið átti sér stað þann 23. september fyrir utan hótel þar sem Haytema dvaldi, nálægt trúarlegum samkomustað í bænum Maha Aung Myay. Í kjölfar þess hópaðist reiður múgur að hótelinu og krafðist þess að maðurinn gæfi sig fram. Hermenn náðu þó að grípa inn í og komu í veg fyrir að múgurinn gerði honum mein. Fólkið yfirgaf ekki svæðið fyrr en stjórnvöld fullvissuðu þau um að gripið yrði til aðgerða vegna gjörða Haytema, samkvæmt Hla Myint, yfirmanni innan lögreglunnar.

„Útlendingurinn hefur verið í haldi lögreglu vegna þess að Útlendingastofnun og einn trúarleiðtoganna hafa ákveðið að kæra,“ sagði Hla einnig. Hann sagði Hollendinginn hafa játað meint brot og borið því við að hann hefði tekið magnarann úr sambandi vegna þess að lætin komu honum úr jafnvægi. „Hann sagði að klukkan hafi verið of margt fyrir svo háværa athöfn og hann hefði verið í miklu uppnámi út af því.“

Dreifibréfið
Dreifibréfið sem Ný-Sjálendingurinn og samstarfsmenn hans voru fangelsaðir fyrir

Maðurinn sem var að stýra athöfninni þegar atvikið átti sér stað, U Kyaw San, er sá hinn sami og lagði kæruna inn. Haytema er nú í fangelsi á meðan rannsókn fer fram á því hvort hann hafi móðgað trúarlegar tilfinningar og sannfæringu fólks og farið á svig við innflytjendalöggjöf landsins.

Fleiri ferðamenn óvart móðgandi

Ferðamenn í landinu hafa áður lent illa í því að sýna trúarbrögðunum ekki næga virðingu, en í Burma er móðgun við búddisma álitin alvarlegur glæpur. Í júlí var spænskur ferðamaður fluttur úr landi eftir að hafa sést á vinsælum ferðamannastað með húðflúr með mynd af Búdda á fætinum.

Húðflúrið
Húðflúrið sem spánverjinn var fluttur úr landi vegna

Ný-sjálenski ríkisborgarinn Philip Blackwood var einnig dæmdur í mars árið 2015 fyrir að móðga búddisma eftir að auglýsingu fyrir skemmtistað sem hann rak, þar sem Búdda var sýndur með heyrnatól, var dreift á Facebook. Var hann dæmdur í tveggja ára og sex mánaða fangelsi, ásamt eiganda barsins og rekstrarstjóra, sem báðir eru búrmískir ríkisborgarar.

Hafa þjóðernissinnar landsins í auknum mæli notað búddisma í þágu síns málstaðar. Hefur það bitnað verulega á öðrum trúarbrotum, svo sem múslimum og hindúum, sem telja um 5% landsmanna. Er komið fram við þá eins og annars flokks þegna og hefur kerfisbundið verið litið fram hjá órétti og ofbeldi sem þeir eru beittir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár