Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ferðamaður á yfir höfði sér tveggja ára fangelsi fyrir að móðga Búdda

Hol­lend­ing­ur­inn Kla­as Haytema hafði feng­ið nóg af há­vað­an­um úr hátal­ara sem not­að­ur var til að út­varpa at­höfn búdd­ista í Búrma. Hann tók magnar­ann úr sam­bandi, var í kjöl­far­ið um­set­inn á hót­eli sínu af æst­um múg og bjarg­að af hern­um. Hann hef­ur nú ver­ið ákærð­ur og á yf­ir höfði sér allt að tveggja ára fang­elsi.

Ferðamaður á yfir höfði sér tveggja ára fangelsi fyrir að móðga Búdda
Búddamunkar í Búrma hafa orðið sífellt róttækari á undanförnum árum.

Hollenskur ríkisborgari sem fór til Búrma lenti heldur illa í því þegar hann ákvað að taka úr sambandi magnara sem búddamunkar nota til þess að útvarpa athöfnum sínum. Fyrir vikið gæti hann endað í allt að tveggja ára fangelsi. 

Hinn 30 ára gamli Klaas Haytema frá Wans í Hollandi var á mánudag ákærður fyrir að móðga trúarbrögðin með gjörðum sínum, sem sagðar eru hafa truflað trúarhátíð. Þetta kemur fram í The Myanmar Times.

Búrma er að mestu gríðarlega íhaldssöm þjóð, þar sem bróðurpartur landsmanna aðhyllist búddasið.

„Hann sagði að klukkan hefði verið of margt fyrir svona háværa athöfn og hann var í miklu uppnámi út af því.“

Atvikið átti sér stað þann 23. september fyrir utan hótel þar sem Haytema dvaldi, nálægt trúarlegum samkomustað í bænum Maha Aung Myay. Í kjölfar þess hópaðist reiður múgur að hótelinu og krafðist þess að maðurinn gæfi sig fram. Hermenn náðu þó að grípa inn í og komu í veg fyrir að múgurinn gerði honum mein. Fólkið yfirgaf ekki svæðið fyrr en stjórnvöld fullvissuðu þau um að gripið yrði til aðgerða vegna gjörða Haytema, samkvæmt Hla Myint, yfirmanni innan lögreglunnar.

„Útlendingurinn hefur verið í haldi lögreglu vegna þess að Útlendingastofnun og einn trúarleiðtoganna hafa ákveðið að kæra,“ sagði Hla einnig. Hann sagði Hollendinginn hafa játað meint brot og borið því við að hann hefði tekið magnarann úr sambandi vegna þess að lætin komu honum úr jafnvægi. „Hann sagði að klukkan hafi verið of margt fyrir svo háværa athöfn og hann hefði verið í miklu uppnámi út af því.“

Dreifibréfið
Dreifibréfið sem Ný-Sjálendingurinn og samstarfsmenn hans voru fangelsaðir fyrir

Maðurinn sem var að stýra athöfninni þegar atvikið átti sér stað, U Kyaw San, er sá hinn sami og lagði kæruna inn. Haytema er nú í fangelsi á meðan rannsókn fer fram á því hvort hann hafi móðgað trúarlegar tilfinningar og sannfæringu fólks og farið á svig við innflytjendalöggjöf landsins.

Fleiri ferðamenn óvart móðgandi

Ferðamenn í landinu hafa áður lent illa í því að sýna trúarbrögðunum ekki næga virðingu, en í Burma er móðgun við búddisma álitin alvarlegur glæpur. Í júlí var spænskur ferðamaður fluttur úr landi eftir að hafa sést á vinsælum ferðamannastað með húðflúr með mynd af Búdda á fætinum.

Húðflúrið
Húðflúrið sem spánverjinn var fluttur úr landi vegna

Ný-sjálenski ríkisborgarinn Philip Blackwood var einnig dæmdur í mars árið 2015 fyrir að móðga búddisma eftir að auglýsingu fyrir skemmtistað sem hann rak, þar sem Búdda var sýndur með heyrnatól, var dreift á Facebook. Var hann dæmdur í tveggja ára og sex mánaða fangelsi, ásamt eiganda barsins og rekstrarstjóra, sem báðir eru búrmískir ríkisborgarar.

Hafa þjóðernissinnar landsins í auknum mæli notað búddisma í þágu síns málstaðar. Hefur það bitnað verulega á öðrum trúarbrotum, svo sem múslimum og hindúum, sem telja um 5% landsmanna. Er komið fram við þá eins og annars flokks þegna og hefur kerfisbundið verið litið fram hjá órétti og ofbeldi sem þeir eru beittir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
3
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár