Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Staða Þjóðkirkjunnar aldrei verið veikari

Sam­kvæmt könn­un sem Maskína vann fyr­ir Sið­mennt seg­ist ein­ung­is fjórð­ung­ur þjóð­ar­inn­ar eiga sam­leið með Þjóð­kirkj­unni. Að­eins 46 pró­sent lands­manna segj­ast vera trú­að­ir. 72 pró­sent eru hlynnt að­skiln­aði rík­is og kirkju.

Staða Þjóðkirkjunnar aldrei verið veikari

Staða Þjóðkirkjunnar hefur líklega aldrei verið veikari og sífellt færri Íslendingar eru hlynntir afskiptum hins opinbera af trú og lífsskoðunum.

Þetta eru niðurstöður spurningakönnunar rannsóknafyrirtækisins Maskínu um lífsskoðanir Íslendinga, sem gerð var fyrir lífsskoðunarfélagið Siðmennt.

Samkvæmt könnuninni segjast 46 prósent Íslendinga vera trúaðir, sem er lægsta gildi sem sést hefur í könnunum. Þá telur tæplega helmingur landsmanna sig eiga litla eða enga samleið með Þjóðkirkjunni. Sú staðhæfing að íslenska þjóðin sé kristin er því ekki í samræmi við afstöðu meirihluta Íslendinga, eins og segir í tilkynningu Siðmenntar.

Könnunin varpar meðal annars ljósi á töluverðan mun milli kynslóða í afstöðu landsmanna til trúarlegra málefna. Þannig telur 61,3 prósent þeirra sem eru í aldursflokknum 55 ára og eldri sig vera trúaða en einungis 17,4 prósent þeirra sem eru yngri en 25 ára. Þá segjast 80,6 prósent í elsta aldurshópnum játa kristna trú en einungis 42 prósent þeirra sem eru í yngsta andurshópnum. Af þeim sem sögðust trúaðir sagðist enginn í yngsta aldursflokknum beinlínis trúa á Guð, samanborið við 74,7 prósent þeirra sem eru í elsta aldurshópnum.

Þessi viðhorfsbreyting, sem virðist vera að eiga sér stað hjá yngri kynslóðunum, helst í hendur við vaxandi hnignun í stuðningi meðal þjóðarinnar við Þjóðkirkjuna og Stundin fjallaði ítarlega um í síðasta mánuði. Í byrjun síðasta árs voru 73,8 prósent þjóðarinnar skráð í Þjóðkirkjuna samanborið við 85,4 prósent árið 2005. Gera má ráð fyrir að hlutfallið haldi, að öllu óbreyttu, áfram að lækka en innan við sextíu prósent barna sem fæddust á Íslandi í fyrra voru skráð í Þjóðkirkjuna við fæðingu. Ef ekkert breytist verður rúmur helmingur þjóðarinnar utan Þjóðkirkjunnar innan 22 ára. Ef breytingar á borð við afnám sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög foreldra við fæðingu verða samþykktar, sem Siðmennt telur meðal annars andstætt hugmyndum um mannréttindi barna, má gera ráð fyrir að hnignunin verði mun hraðari. 

Framsóknarmenn trúaðastir

Samkvæmt niðurstöðum Maskínu eru kjósendur Framsóknarflokksins líklegri til að vera trúaðir en kjósendur annarra flokka en kjósendur Bjartrar framtíðar ólíklegastir. Þannig sögðust tæplega 70 prósent kjósenda Framsóknarflokksins vera trúaðir en einungis 29,6 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar. Þá segjast 87,1 prósent kjósenda Framsóknarflokksins vera kristinnar trúar. Þátttakendur voru meðal annars spurðir hvernig þeir teldu að heimurinn hafi orðið til og eru kjósendur Framsóknarflokksins líklegri en kjósendur annarra flokka til þess að telja að Guð hafi skapað heiminn. Áberandi fáir í hópi kjósenda Framsóknarflokksins, einungis 38,1 prósent, telja að heimurinn hafi orðið til í Miklahvelli. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, er meðal þeirra sem hefur lýst yfir áhyggjum af stöðu Þjóðkirkjunnar. Þrátt fyrir stöðuga fækkun innan Þjóðkirkjunnar vill hann auka vægi hennar í samfélaginu og hefur meðal annars talað fyrir því að kristnifræðikennsla verði tekin upp að nýju í skólum. Í ræði á kirkjuþingi síðasta haust sagði Sigmundur að kristin trú hafi mótað íslenskt samfélag og lagt grunninn að flestum stoðum samfélagsins. „Kirkjan á að vera óhrædd við að minna á mikilvægi sitt og gildi sitt. Og jafnvel að vera stundum viðkvæmari fyrir árásum og gagnrýni,“ sagði Sigmundur Davíð og fullyrti að engin trúarbrögð hefðu þurfa að þola jafnmiklar árásir og kristin trú.

Fleiri vilja aðskilnað

Einungis fjórðungur landsmanna telur sig eiga mikla samleið með Þjóðkirkjunni, en tæplega 47 prósent telja sig eiga litla eða enga samleið með henni. Aftur má sjá talsverðan mun milli kynslóða. Enginn, núll prósent, í hópi yngstu þáttakenda könnunarinnar segist eiga mikla samleið með Þjóðkirkjunni, en 44,4 prósent í hópi 55 ára og eldri. 

Tæpur helmingur svarenda er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju en naumlega 19 prósent eru andvíg honum. Þegar aðeins er litið til þeirra sem taka afstöðu eru ríflega 72 prósent hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju, en tæplega 28 prósent andvíg. Þegar fólk er spurt hvort ríkið eigi að styrkja trúfélög þá eru 29 prósent sátt við núverandi fyrirkomulag, það er að ríkið styrki Þjóðkirkjuna hlutfallslega meira en önnur trú- og lífsskoðunarfélög, á meðan 25 prósent telja að ríkið eigi að styrkja öll trúar- og lífsskoðunarfélög hlutfallslega jafnt. Langstærsti hópurinn eða 46 prósent telur að ríkið eigi ekki að styrkja trú- eða lífsskoðunarfélög. 

Þegar spurt var hvort þjóðkirkjuákvæði ætti heima í stjórnarskrá Íslands svöruðu 61 prósent þeirra sem tóku afstöðu neitandi. Þetta er töluverð breyting frá því þegar 57 prósent kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá 2012 sögðu að þetta ákvæði ætti að vera í stjórnarskrá. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár