Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Staða Þjóðkirkjunnar aldrei verið veikari

Sam­kvæmt könn­un sem Maskína vann fyr­ir Sið­mennt seg­ist ein­ung­is fjórð­ung­ur þjóð­ar­inn­ar eiga sam­leið með Þjóð­kirkj­unni. Að­eins 46 pró­sent lands­manna segj­ast vera trú­að­ir. 72 pró­sent eru hlynnt að­skiln­aði rík­is og kirkju.

Staða Þjóðkirkjunnar aldrei verið veikari

Staða Þjóðkirkjunnar hefur líklega aldrei verið veikari og sífellt færri Íslendingar eru hlynntir afskiptum hins opinbera af trú og lífsskoðunum.

Þetta eru niðurstöður spurningakönnunar rannsóknafyrirtækisins Maskínu um lífsskoðanir Íslendinga, sem gerð var fyrir lífsskoðunarfélagið Siðmennt.

Samkvæmt könnuninni segjast 46 prósent Íslendinga vera trúaðir, sem er lægsta gildi sem sést hefur í könnunum. Þá telur tæplega helmingur landsmanna sig eiga litla eða enga samleið með Þjóðkirkjunni. Sú staðhæfing að íslenska þjóðin sé kristin er því ekki í samræmi við afstöðu meirihluta Íslendinga, eins og segir í tilkynningu Siðmenntar.

Könnunin varpar meðal annars ljósi á töluverðan mun milli kynslóða í afstöðu landsmanna til trúarlegra málefna. Þannig telur 61,3 prósent þeirra sem eru í aldursflokknum 55 ára og eldri sig vera trúaða en einungis 17,4 prósent þeirra sem eru yngri en 25 ára. Þá segjast 80,6 prósent í elsta aldurshópnum játa kristna trú en einungis 42 prósent þeirra sem eru í yngsta andurshópnum. Af þeim sem sögðust trúaðir sagðist enginn í yngsta aldursflokknum beinlínis trúa á Guð, samanborið við 74,7 prósent þeirra sem eru í elsta aldurshópnum.

Þessi viðhorfsbreyting, sem virðist vera að eiga sér stað hjá yngri kynslóðunum, helst í hendur við vaxandi hnignun í stuðningi meðal þjóðarinnar við Þjóðkirkjuna og Stundin fjallaði ítarlega um í síðasta mánuði. Í byrjun síðasta árs voru 73,8 prósent þjóðarinnar skráð í Þjóðkirkjuna samanborið við 85,4 prósent árið 2005. Gera má ráð fyrir að hlutfallið haldi, að öllu óbreyttu, áfram að lækka en innan við sextíu prósent barna sem fæddust á Íslandi í fyrra voru skráð í Þjóðkirkjuna við fæðingu. Ef ekkert breytist verður rúmur helmingur þjóðarinnar utan Þjóðkirkjunnar innan 22 ára. Ef breytingar á borð við afnám sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög foreldra við fæðingu verða samþykktar, sem Siðmennt telur meðal annars andstætt hugmyndum um mannréttindi barna, má gera ráð fyrir að hnignunin verði mun hraðari. 

Framsóknarmenn trúaðastir

Samkvæmt niðurstöðum Maskínu eru kjósendur Framsóknarflokksins líklegri til að vera trúaðir en kjósendur annarra flokka en kjósendur Bjartrar framtíðar ólíklegastir. Þannig sögðust tæplega 70 prósent kjósenda Framsóknarflokksins vera trúaðir en einungis 29,6 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar. Þá segjast 87,1 prósent kjósenda Framsóknarflokksins vera kristinnar trúar. Þátttakendur voru meðal annars spurðir hvernig þeir teldu að heimurinn hafi orðið til og eru kjósendur Framsóknarflokksins líklegri en kjósendur annarra flokka til þess að telja að Guð hafi skapað heiminn. Áberandi fáir í hópi kjósenda Framsóknarflokksins, einungis 38,1 prósent, telja að heimurinn hafi orðið til í Miklahvelli. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, er meðal þeirra sem hefur lýst yfir áhyggjum af stöðu Þjóðkirkjunnar. Þrátt fyrir stöðuga fækkun innan Þjóðkirkjunnar vill hann auka vægi hennar í samfélaginu og hefur meðal annars talað fyrir því að kristnifræðikennsla verði tekin upp að nýju í skólum. Í ræði á kirkjuþingi síðasta haust sagði Sigmundur að kristin trú hafi mótað íslenskt samfélag og lagt grunninn að flestum stoðum samfélagsins. „Kirkjan á að vera óhrædd við að minna á mikilvægi sitt og gildi sitt. Og jafnvel að vera stundum viðkvæmari fyrir árásum og gagnrýni,“ sagði Sigmundur Davíð og fullyrti að engin trúarbrögð hefðu þurfa að þola jafnmiklar árásir og kristin trú.

Fleiri vilja aðskilnað

Einungis fjórðungur landsmanna telur sig eiga mikla samleið með Þjóðkirkjunni, en tæplega 47 prósent telja sig eiga litla eða enga samleið með henni. Aftur má sjá talsverðan mun milli kynslóða. Enginn, núll prósent, í hópi yngstu þáttakenda könnunarinnar segist eiga mikla samleið með Þjóðkirkjunni, en 44,4 prósent í hópi 55 ára og eldri. 

Tæpur helmingur svarenda er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju en naumlega 19 prósent eru andvíg honum. Þegar aðeins er litið til þeirra sem taka afstöðu eru ríflega 72 prósent hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju, en tæplega 28 prósent andvíg. Þegar fólk er spurt hvort ríkið eigi að styrkja trúfélög þá eru 29 prósent sátt við núverandi fyrirkomulag, það er að ríkið styrki Þjóðkirkjuna hlutfallslega meira en önnur trú- og lífsskoðunarfélög, á meðan 25 prósent telja að ríkið eigi að styrkja öll trúar- og lífsskoðunarfélög hlutfallslega jafnt. Langstærsti hópurinn eða 46 prósent telur að ríkið eigi ekki að styrkja trú- eða lífsskoðunarfélög. 

Þegar spurt var hvort þjóðkirkjuákvæði ætti heima í stjórnarskrá Íslands svöruðu 61 prósent þeirra sem tóku afstöðu neitandi. Þetta er töluverð breyting frá því þegar 57 prósent kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá 2012 sögðu að þetta ákvæði ætti að vera í stjórnarskrá. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár