Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Staða Þjóðkirkjunnar aldrei verið veikari

Sam­kvæmt könn­un sem Maskína vann fyr­ir Sið­mennt seg­ist ein­ung­is fjórð­ung­ur þjóð­ar­inn­ar eiga sam­leið með Þjóð­kirkj­unni. Að­eins 46 pró­sent lands­manna segj­ast vera trú­að­ir. 72 pró­sent eru hlynnt að­skiln­aði rík­is og kirkju.

Staða Þjóðkirkjunnar aldrei verið veikari

Staða Þjóðkirkjunnar hefur líklega aldrei verið veikari og sífellt færri Íslendingar eru hlynntir afskiptum hins opinbera af trú og lífsskoðunum.

Þetta eru niðurstöður spurningakönnunar rannsóknafyrirtækisins Maskínu um lífsskoðanir Íslendinga, sem gerð var fyrir lífsskoðunarfélagið Siðmennt.

Samkvæmt könnuninni segjast 46 prósent Íslendinga vera trúaðir, sem er lægsta gildi sem sést hefur í könnunum. Þá telur tæplega helmingur landsmanna sig eiga litla eða enga samleið með Þjóðkirkjunni. Sú staðhæfing að íslenska þjóðin sé kristin er því ekki í samræmi við afstöðu meirihluta Íslendinga, eins og segir í tilkynningu Siðmenntar.

Könnunin varpar meðal annars ljósi á töluverðan mun milli kynslóða í afstöðu landsmanna til trúarlegra málefna. Þannig telur 61,3 prósent þeirra sem eru í aldursflokknum 55 ára og eldri sig vera trúaða en einungis 17,4 prósent þeirra sem eru yngri en 25 ára. Þá segjast 80,6 prósent í elsta aldurshópnum játa kristna trú en einungis 42 prósent þeirra sem eru í yngsta andurshópnum. Af þeim sem sögðust trúaðir sagðist enginn í yngsta aldursflokknum beinlínis trúa á Guð, samanborið við 74,7 prósent þeirra sem eru í elsta aldurshópnum.

Þessi viðhorfsbreyting, sem virðist vera að eiga sér stað hjá yngri kynslóðunum, helst í hendur við vaxandi hnignun í stuðningi meðal þjóðarinnar við Þjóðkirkjuna og Stundin fjallaði ítarlega um í síðasta mánuði. Í byrjun síðasta árs voru 73,8 prósent þjóðarinnar skráð í Þjóðkirkjuna samanborið við 85,4 prósent árið 2005. Gera má ráð fyrir að hlutfallið haldi, að öllu óbreyttu, áfram að lækka en innan við sextíu prósent barna sem fæddust á Íslandi í fyrra voru skráð í Þjóðkirkjuna við fæðingu. Ef ekkert breytist verður rúmur helmingur þjóðarinnar utan Þjóðkirkjunnar innan 22 ára. Ef breytingar á borð við afnám sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög foreldra við fæðingu verða samþykktar, sem Siðmennt telur meðal annars andstætt hugmyndum um mannréttindi barna, má gera ráð fyrir að hnignunin verði mun hraðari. 

Framsóknarmenn trúaðastir

Samkvæmt niðurstöðum Maskínu eru kjósendur Framsóknarflokksins líklegri til að vera trúaðir en kjósendur annarra flokka en kjósendur Bjartrar framtíðar ólíklegastir. Þannig sögðust tæplega 70 prósent kjósenda Framsóknarflokksins vera trúaðir en einungis 29,6 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar. Þá segjast 87,1 prósent kjósenda Framsóknarflokksins vera kristinnar trúar. Þátttakendur voru meðal annars spurðir hvernig þeir teldu að heimurinn hafi orðið til og eru kjósendur Framsóknarflokksins líklegri en kjósendur annarra flokka til þess að telja að Guð hafi skapað heiminn. Áberandi fáir í hópi kjósenda Framsóknarflokksins, einungis 38,1 prósent, telja að heimurinn hafi orðið til í Miklahvelli. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, er meðal þeirra sem hefur lýst yfir áhyggjum af stöðu Þjóðkirkjunnar. Þrátt fyrir stöðuga fækkun innan Þjóðkirkjunnar vill hann auka vægi hennar í samfélaginu og hefur meðal annars talað fyrir því að kristnifræðikennsla verði tekin upp að nýju í skólum. Í ræði á kirkjuþingi síðasta haust sagði Sigmundur að kristin trú hafi mótað íslenskt samfélag og lagt grunninn að flestum stoðum samfélagsins. „Kirkjan á að vera óhrædd við að minna á mikilvægi sitt og gildi sitt. Og jafnvel að vera stundum viðkvæmari fyrir árásum og gagnrýni,“ sagði Sigmundur Davíð og fullyrti að engin trúarbrögð hefðu þurfa að þola jafnmiklar árásir og kristin trú.

Fleiri vilja aðskilnað

Einungis fjórðungur landsmanna telur sig eiga mikla samleið með Þjóðkirkjunni, en tæplega 47 prósent telja sig eiga litla eða enga samleið með henni. Aftur má sjá talsverðan mun milli kynslóða. Enginn, núll prósent, í hópi yngstu þáttakenda könnunarinnar segist eiga mikla samleið með Þjóðkirkjunni, en 44,4 prósent í hópi 55 ára og eldri. 

Tæpur helmingur svarenda er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju en naumlega 19 prósent eru andvíg honum. Þegar aðeins er litið til þeirra sem taka afstöðu eru ríflega 72 prósent hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju, en tæplega 28 prósent andvíg. Þegar fólk er spurt hvort ríkið eigi að styrkja trúfélög þá eru 29 prósent sátt við núverandi fyrirkomulag, það er að ríkið styrki Þjóðkirkjuna hlutfallslega meira en önnur trú- og lífsskoðunarfélög, á meðan 25 prósent telja að ríkið eigi að styrkja öll trúar- og lífsskoðunarfélög hlutfallslega jafnt. Langstærsti hópurinn eða 46 prósent telur að ríkið eigi ekki að styrkja trú- eða lífsskoðunarfélög. 

Þegar spurt var hvort þjóðkirkjuákvæði ætti heima í stjórnarskrá Íslands svöruðu 61 prósent þeirra sem tóku afstöðu neitandi. Þetta er töluverð breyting frá því þegar 57 prósent kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá 2012 sögðu að þetta ákvæði ætti að vera í stjórnarskrá. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár