Aðili

Landspítalinn

Greinar

Áralangri baráttu við kerfið hvergi lokið
Viðtal

Ára­langri bar­áttu við kerf­ið hvergi lok­ið

Ástríð­ur Páls­dótt­ir hef­ur stað­ið í ára­langri bar­áttu við ís­lenska rík­ið frá því eig­in­mað­ur henn­ar, Páll Her­steins­son, lést á Land­spít­al­an­um ár­ið 2011. Ástríð­ur sak­ar starfs­fólk Land­spít­al­ans um van­rækslu í að­drag­anda and­láts hans, en hér­aðs­dóm­ur var ekki sama sinn­is. Hún hyggst áfrýja mál­inu til Hæsta­rétt­ar auk þess sem hún hef­ur lagt fram tvær aðr­ar kær­ur á hend­ur tveim­ur heil­brigð­is­starfs­mönn­um.
Sænska rannsóknarnefndin rannsakar plastbarkamálið á Íslandi í næsta mánuði
FréttirPlastbarkamálið

Sænska rann­sókn­ar­nefnd­in rann­sak­ar plast­barka­mál­ið á Ís­landi í næsta mán­uði

Sænsk rann­sókn­ar­nefnd kem­ur til Ís­lands í næsta mán­uði. Kj­ell Asp­lund sem leið­ir rann­sókn­ina á plast­barka­mál­inu seg­ir að rætt verði við þá að­ila sem komu að með­ferð And­emariams Beyene. Rann­sókn­ir sænskra að­ila á plast­barka­mál­inu teygja sig til Ís­lands með bein­um hætti en plast­bark­að­gerð­ir Pau­lo Macchi­ar­in­is geta leitt af sér ákær­ur í Sví­þjóð, með­al ann­ars fyr­ir mann­dráp.
Af hverju reyna Sjúkratryggingar Íslands að grafa undan Landspítalanum?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
Pistill

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Af hverju reyna Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands að grafa und­an Land­spít­al­an­um?

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands voru milli­lið­ur í til­raun­um einka­fyr­ir­tæk­is­ins Klíník­ur­inn­ar og heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins. Kristján Þór Júlí­us­son var bú­inn að hafna beiðni Klíník­ur­inn­ar um að fyr­ir­tæk­ið fengi að gera brjósta­skurð­að­gerð­ir. Af hverju beit­ir rík­is­stofn­un ráðu­neyti póli­tísk­um þrýst­ingi?
Íslenska myndbandið sem getur sannað alþjóðlegt misferli
Ingi Freyr Vilhjálmsson
Pistill

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ís­lenska mynd­band­ið sem get­ur sann­að al­þjóð­legt mis­ferli

Mynd­band með rann­sókn á fyrsta plast­barka­þeg­an­um And­emariam Beyene er til í fór­um Ás­vald­ar Kristjáns­son­ar. Mynd­skeið­ið var tek­ið upp fjór­um mán­uð­um frá sögu­legri að­gerð á barka hans í júní 2011. Síð­asta rann­sókn­in sem gerð var á barka And­emariams fyr­ir birt­ingu grein­ar í lækna­tíma­rit­inu Lancet um að að­gerð­in hefði geng­ið vel. Ann­að mynd­band frá Ás­valdi er birt í heim­ild­ar­mynd Bosse Lindqvist en ekki þetta.
Sjúklegt ástand spítalans
Úttekt

Sjúk­legt ástand spít­al­ans

Dæmi eru um að sjúk­ling­ar séu hafð­ir í ein­angr­un á sal­ern­um, í sturtu­klef­um og geymsl­um sök­um pláss­leys­is á Land­spít­al­an­um. 31 sjúk­ling­ur lá á göng­um Land­spít­al­ans og 32 biðu eft­ir inn­lögn á bráða­mót­tök­unni þeg­ar blaða­mann bar að garði. Starfs­fólk er að bug­ast und­an álagi og mis­tök­um fjölg­ar. Stefna í heil­brigð­is­mál­um hef­ur ekki gert ráð fyr­ir öldrun sam­fé­lags­ins og aldr­að fólk dag­ar uppi á spít­al­an­um. Blaða­mað­ur varði hálf­um degi á Land­spít­al­an­um og ræddi við starfs­fólk og sjúk­linga sem mæta þess­um að­stæð­um.
Rektor Karolinska segir af sér út af Macchiarini-málinu: Gögn frá Íslandi lykilatriði í ákvarðanatöku hans
FréttirPlastbarkamálið

Rektor Karol­inska seg­ir af sér út af Macchi­ar­ini-mál­inu: Gögn frá Ís­landi lyk­il­at­riði í ákvarð­ana­töku hans

Rektor Karol­inska Institu­tet í Stokk­hólmi, And­ers Ham­sten, hef­ur sagt sér út af Macchi­ar­ini-mál­inu. Ein af ástæð­un­um fyr­ir breyttri sýn hans á Macchi­ar­ini-mál­ið eru gögn með upp­lýs­ing­um frá Ís­landi. Í heim­ild­ar­mynd sem sænska sjón­varp­ið sýndi ný­lega er birt mynd­band af rann­sókn á And­emariam Beyene á Land­spít­al­an­um sem tek­ið var upp fyr­ir heim­ild­ar­mynd El­ín­ar Hirst um stofn­frumu­rann­sókn­ir.
Háskólinn hjálpar til við rannsókn plastbarkamálsins: Upptaka frá Íslandi sýnir blekkingar Macchiarinis (Myndbönd)
Ingi Freyr Vilhjálmsson
Pistill

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Há­skól­inn hjálp­ar til við rann­sókn plast­barka­máls­ins: Upp­taka frá Ís­landi sýn­ir blekk­ing­ar Macchi­ar­in­is (Mynd­bönd)

Sænska rík­is­sjón­varp­ið birt­ir þrjú stutt mynd­brot sem sýna hvernig Paolo Macchi­ar­ini laug, blekkti og sagði ekki sann­leik­ann í vís­inda­grein­um um plast­barka­að­gerð­ir. Há­skóli Ís­lands, Land­spít­ali Ís­lands og tveir ís­lensk­ir lækn­ar tengj­ast mál­inu.
Macchiarini notaði fólk sem tilraunadýr: Hvað vissu íslensku læknarnir og af hverju þögðu þeir?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillPlastbarkamálið

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Macchi­ar­ini not­aði fólk sem til­rauna­dýr: Hvað vissu ís­lensku lækn­arn­ir og af hverju þögðu þeir?

Mál ít­alska skurð­lækn­is­ins Paolo Macchi­arn­is á upp­tök sín á Ís­landi þar sem fyrsti sjúk­ling­ur­inn sem fékk plast­barka grædd­an í sig var send­ur frá Land­spít­al­an­um. Mál­ið er orð­ið að einu stærsta hneykslis­máli í rann­sókn­um og vís­ind­um í Sví­þjóð. Ís­lensku lækn­arn­ir, Tóm­as Guð­bjarts­son og Ósk­ar Ein­ars­son sem tóku þátt í rann­sókn­um og vinnu við fyrstu grein­ina sem birt­ist um mál­ið létu ekki vita af því að í grein­inni eru birt­ar mis­vís­andi stað­hæf­ing­ar um heilsu­far plast­barka­þeg­ans And­emariams Beyene.

Mest lesið undanfarið ár