Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sjúklegt ástand spítalans

Dæmi eru um að sjúk­ling­ar séu hafð­ir í ein­angr­un á sal­ern­um, í sturtu­klef­um og geymsl­um sök­um pláss­leys­is á Land­spít­al­an­um. 31 sjúk­ling­ur lá á göng­um Land­spít­al­ans og 32 biðu eft­ir inn­lögn á bráða­mót­tök­unni þeg­ar blaða­mann bar að garði. Starfs­fólk er að bug­ast und­an álagi og mis­tök­um fjölg­ar. Stefna í heil­brigð­is­mál­um hef­ur ekki gert ráð fyr­ir öldrun sam­fé­lags­ins og aldr­að fólk dag­ar uppi á spít­al­an­um. Blaða­mað­ur varði hálf­um degi á Land­spít­al­an­um og ræddi við starfs­fólk og sjúk­linga sem mæta þess­um að­stæð­um.

„Þetta var niðurlægjandi og henni leið eins og hún væri fyrir,“ segir Ásdís, barnabarn konu sem á síðasta ári var í nær viku höfð í einangrun í sturtuklefa á Landspítalanum sökum plássleysis. Nokkrum dögum eftir að hún var útskrifuð af spítalanum lést hún af völdum illkynja krabbameins. Af tillitssemi við aðra aðstandendur konunnar birtum við ekki nafn hennar og notum einungis eiginnafn Ásdísar. 

Amma Ásdísar greindist með krabbamein síðasta sumar og lést um fimm vikum eftir greiningu. „Fyrst lá hún á stofu með manni sem síðar fékk niðurgang. Þau voru bæði sett í einangrun, þó svo að hún hafi aldrei veikst. Þegar ekki var laus einangrunarstofa var hún sett inni í þetta sturtuherbergi, sem er í raun aðstaða fyrir hjúkrunarfræðinga til að baða rúmliggjandi sjúklinga. Þarna lá hún ein og var orðin hálfmállaus af kvölum. Þetta voru eins og nasistabúðir,“ segir Ásdís. 

Klefanum lýsir Ásdís með eftirfarandi hætti: „Þetta var pínulítið herbergi, en hægt var að koma fyrir sjúkrarúmi og hjúkrunarfræðingarnir gátu athafnað sig í kringum það. Fyrir glugganum var plastfilma og því ekki hægt að sjá út. Það fór mjög illa í ömmu. Þetta voru síðustu dagarnir í lífi hennar og við vorum gjörsamlega máttvana gagnvart þessu ástandi. Við getum hins vegar huggað okkur við það að hún fékk að vera heima og fá heimahjúkrun síðustu vikuna í hennar lífi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár