Aðili

Landspítalinn

Greinar

Konur hættu eftirmeðferð við krabbameini vegna læknaskorts
Fréttir

Kon­ur hættu eft­ir­með­ferð við krabba­meini vegna lækna­skorts

Þær kon­ur sem hafa und­ir­geng­ist með­ferð við brjóstakrabba­meini hafa þurft að fresta lækni­svið­tali í allt að ár vegna skorts á lækn­um. Land­spít­al­inn hef­ur nú skert þjón­ust­una og til­kynnt kon­un­um að þær fái sím­tal við hjúk­un­ar­fræð­ing í stað lækni­svið­tals. Aldrei hafa ver­ið færri krabba­meins­lækn­ar starf­andi á Ís­landi frá því að krabba­meins­lækn­ing­ar urðu til sem sér­grein upp úr 1980.
Öryggisvörður stunginn með blóðugri sprautunál í matvöruverslun
Fréttir

Ör­ygg­is­vörð­ur stung­inn með blóð­ugri sprautu­nál í mat­vöru­versl­un

Kona sem tal­in er á fer­tugs­aldri réðst á ör­ygg­is­vörð í versl­un­inni 10-11 við Baróns­stíg rétt fyr­ir klukk­an átta í morg­un. Ör­ygg­is­vörð­ur­inn var að vísa kon­unni út úr versl­un­inni þeg­ar hún dró upp sprautu­nál og stakk starfs­mann­inn sem leit­aði sér að­stoð­ar á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans.
Macchiarini yfirheyrður og neitar sök: Landspítalinn sendi gögn
FréttirPlastbarkamálið

Macchi­ar­ini yf­ir­heyrð­ur og neit­ar sök: Land­spít­al­inn sendi gögn

Ít­alski skurð­lækn­ir­inn Pau­lo Macchi­ar­ini neit­ar ásök­un­um um mann­dráp af gá­leysi í plast­barka­að­gerð­un­um. And­emariam Beyene var send­ur til Karol­inska-sjúkra­húss­ins af ís­lenska lækn­in­um Tóm­asi Guð­bjarts­syni í maí 2011 þar sem ákveð­ið var að græða í hann plast­barka. Eng­inn starfs­mað­ur Land­spít­ala hef­ur ver­ið tek­inn í skýrslu hjá ákæru­vald­inu. Tóm­as var svo með­höf­und­ur um að vís­inda­grein um að­gerð­ina á And­emariam þar tal­að var um að hún hefði heppn­ast vel.
Landspítalinn hættir langtímaleigu
FréttirHeilbrigðismál

Land­spít­al­inn hætt­ir lang­tíma­leigu

Land­spít­al­inn hef­ur um ára­bil leigt út 12 íbúð­ir á Víf­ils­stöð­um til starfs­manna á verði sem er langt und­ir leigu­verði á mark­aði. Í apríl ákvað Land­spít­al­inn að hætta lang­tíma­leigu þess­ara íbúða. 73 fer­metra íbúð var til dæm­is leigð út á 62 þús­und ár­ið 2011. Um­boðs­mað­ur Al­þing­is kom í veg fyr­ir hækk­un leigu­verðs­ins fyr­ir ára­tug síð­an.
Gott að geta rætt um dauðann
Viðtal

Gott að geta rætt um dauð­ann

Séra Bragi Skúla­son, sjúkra­húsprest­ur á Land­spít­al­an­um, veit­ir þjón­ustu þeim sem grein­ast með lífs­hættu­lega sjúk­dóma og hef­ur ver­ið við­stadd­ur mörg and­lát­in. Hann seg­ir að dauð­vona fólk tak­ist á við erf­iða, til­finn­inga­lega líð­an - fólk get­ur ver­ið ósátt, það get­ur fund­ið fyr­ir reiði og ótta og ver­ið að tak­ast á við ákveð­in upp­gjör. „Því finnst eins og líf­ið sé að hlaupa frá því og að það hafi ekki náð að gera það sem það ætl­aði sér í líf­inu. Allt þetta kem­ur inn á borð hjá mér. Það sama er að segja um trú­ar­leg spurs­mál - hvernig er dauð­inn, hvert við­kom­andi fer þeg­ar hann deyr og sum­ir velta fyr­ir sér hvort von sé um að ann­að líf taki við þeg­ar þeir kveðja.“

Mest lesið undanfarið ár