Flokkur

Kynjamisrétti

Greinar

Feðraveldið í frystihúsinu
Úttekt

Feðra­veld­ið í frysti­hús­inu

Tölu­verð ólga hef­ur ver­ið með­al starfs­fólks í frysti­húsi Loðnu­vinnsl­unn­ar á Fá­skrúðs­firði síð­ustu vik­ur. Ung kona skrif­aði grein í hér­aðs­fréttamið­il Aust­ur­lands þar sem hún lýsti langvar­andi kyn­bundnu áreiti í ónafn­greindu frysti­húsi fyr­ir aust­an, en jafn­vel þótt hvorki bæj­ar­fé­lag né ger­andi hafi ver­ið nefnd í grein­inni varð öll­um á Fá­skrúðs­firði ljóst um hvern væri að ræða. Stjórn­end­ur Loðnu­vinnsl­unn­ar brugð­ust strax við og réðu tvo sál­fræð­inga til að ræða við starfs­fólk og vinna að­gerðaráætl­un til að bregð­ast við ástand­inu. Engu að síð­ur ótt­ast starfs­fólk að ekk­ert muni breyt­ast, mál­ið verði kæft enn einu sinni og mað­ur­inn fái að halda upp­tekn­um hætti. Hon­um var ekki vik­ið úr starfi á með­an at­hug­un­in fór fram.
Stórt skref að tala um árás en ekki slys
Viðtal

Stórt skref að tala um árás en ekki slys

„Ertu tryggð?“ var eitt það fyrsta sem banda­ríski bráðalið­inn spurði Silju Báru Óm­ars­dótt­ur þar sem hún lá al­blóð­ug á heim­ili sínu í Los Ang­eles eft­ir al­var­lega árás. Ör­lög bráðalið­ans, sem valdi sér það starf að bjarga manns­líf­um, eru þau að hann verð­ur að spyrja þess­ar­ar spurn­ing­ar áð­ur en ákveð­ið er hvert skuli fara með sjúk­ling. Banda­rískt heil­brigðis­kerfi ger­ir það að verk­um að hann fer ekki með fólk á besta mögu­lega stað, held­ur á þann stað sem fjár­ráð sjúk­lings leyfa. Silju Báru tókst með naum­ind­um að hvísla nafn há­skóla síns, USC, og bráðalið­inn tók því sem stað­fest­ingu á því að hún væri með trygg­ing­ar frá skól­an­um. Sem bet­ur fer.

Mest lesið undanfarið ár