Flokkur

Fólk

Greinar

Gott að geta rætt um dauðann
Viðtal

Gott að geta rætt um dauð­ann

Séra Bragi Skúla­son, sjúkra­húsprest­ur á Land­spít­al­an­um, veit­ir þjón­ustu þeim sem grein­ast með lífs­hættu­lega sjúk­dóma og hef­ur ver­ið við­stadd­ur mörg and­lát­in. Hann seg­ir að dauð­vona fólk tak­ist á við erf­iða, til­finn­inga­lega líð­an - fólk get­ur ver­ið ósátt, það get­ur fund­ið fyr­ir reiði og ótta og ver­ið að tak­ast á við ákveð­in upp­gjör. „Því finnst eins og líf­ið sé að hlaupa frá því og að það hafi ekki náð að gera það sem það ætl­aði sér í líf­inu. Allt þetta kem­ur inn á borð hjá mér. Það sama er að segja um trú­ar­leg spurs­mál - hvernig er dauð­inn, hvert við­kom­andi fer þeg­ar hann deyr og sum­ir velta fyr­ir sér hvort von sé um að ann­að líf taki við þeg­ar þeir kveðja.“
„Ég er hvort sem er að deyja“
Viðtal

„Ég er hvort sem er að deyja“

Ey­steinn Skarp­héð­ins­son er með 4. stigs krabba­mein í vélinda og eru reyk­ing­ar og óhóf­leg áfeng­isneysla helstu áhættu­þætt­ir. Með­al­ald­ur þeirra sem grein­ast er um 72 ár. Ey­steinn er 41 árs, hef­ur reykt frá 14 ára aldri og hef­ur ver­ið alkó­hólisti í 24 ár auk þess að vera í neyslu annarra vímu­efna. „Það er þannig með alkó­hól­isma; það er al­veg sama hvert mað­ur fer - hann kem­ur alltaf með. Hann eyði­legg­ur, eyði­legg­ur og eyði­legg­ur,“ seg­ir hann.
Grátur sonarins stöðvaði sjálfsvígið
Viðtal

Grát­ur son­ar­ins stöðv­aði sjálfs­víg­ið

Tíu dög­um fyr­ir síð­ustu jól tók Kristian Guttesen ákvörð­un um að deyja. Hann var kom­inn á enda­stöð. Hann sendi eig­in­konu sinni skila­boð og sagði henni frá ætl­un­ar­verki sínu, kynnti sér hvernig best væri að hnýta heng­ing­ar­hnút og var að leita sér að krók þeg­ar rónni var rask­að. Rúm­lega árs­gam­all son­ur hans vakn­aði af síð­deg­islúrn­um og skyndi­lega breytt­ust að­stæð­ur.
Mistökin eru leið til þroska
ViðtalForsetakosningar 2016

Mis­tök­in eru leið til þroska

Halla Tóm­as­dótt­ir er eina kon­an með telj­an­legt fylgi af fram­bjóð­end­um til for­seta Ís­lands, en hún mæld­ist með tæp­lega níu pró­senta fylgi í ný­legri könn­un MMR. Hún seg­ir mik­il­vægt að kon­ur þori að bjóða sig fram í for­ystu­stöð­ur í sam­fé­lag­inu og hyggst setja siða­regl­ur fyr­ir for­seta­embætt­ið nái hún kjöri. Halla ræð­ir hér um sýn sína á for­seta­embætt­ið, for­tíð sína í við­skipta­líf­inu og föð­ur­missinn sem setti líf­ið í sam­hengi í miðju efna­hags­hruni.
Nýtir ofbeldisreynsluna í listinni
Viðtal

Nýt­ir of­beld­is­reynsl­una í list­inni

Guð­rún Bjarna­dótt­ir leik­kona sagði frá minn­ing­um sín­um um of­beld­is­sam­band í ein­lægri grein fyr­ir um einu og hálfu ári síð­an. Hún tók með­vit­aða ákvörð­un um að veita eng­in við­töl í kjöl­far birt­ing­ar­inn­ar en von­aði að grein­in myndi vekja sam­fé­lag­ið til um­hugs­un­ar um of­beldi í nán­um sam­bönd­um. Næsta skref sé að tala um of­beld­is­menn­ina sjálfa og seg­ir Guð­rún mik­il­vægt að sam­fé­lag­ið for­dæmi þá ekki, held­ur rétti þeim hjálp­ar­hönd. Nú not­ar hún list­ina til að opna um­ræð­una enn frek­ar um eitt fald­asta sam­fé­lags­mein okk­ar tíma – of­beldi inn­an veggja heim­il­is­ins.
Dagfarsprúður drullusokkur leitar að fegurðinni
Fréttir

Dag­far­sprúð­ur drullu­sokk­ur leit­ar að feg­urð­inni

Bjart­mar Guð­laugs­son þekk­ir öll þjóð­in. Lög hans og text­ar hafa stimpl­að sig ræki­lega inn í vit­und henn­ar og þeg­ar val­ið var Óska­lag þjóð­ar­inn­ar í sjón­varps­þátt­um hjá RÚV sigr­aði lag hans Þannig týn­ist tím­inn með yf­ir­burð­um. Bjart­mar er líka þekkt­ur list­mál­ari og nú hef­ur þriðja list­grein­in bæst í safn­ið því í haust kem­ur út hans fyrsta skáld­saga um leið og nýr geisladisk­ur lít­ur dags­ins ljós. Hann seg­ist loks vera hætt­ur að fela til­finn­ing­ar sín­ar og neit­ar að horfa í bak­sýn­is­speg­il­inn. Líf hans hef­ur ekki alltaf ver­ið dans á rós­um en hann seg­ist sátt­ur í dag.
Rekinn úr landi með fullan maga af sprengjubrotum
FréttirFlóttamenn

Rek­inn úr landi með full­an maga af sprengju­brot­um

Af­gansk­ur flótta­mað­ur hef­ur, eft­ir ára­lang­ar hrakn­ing­ar sótt um dval­ar­leyfi á Ís­landi, og feng­ið höfn­un. Nú á að flytja hann til Frakk­lands, þar sem hann var áð­ur á göt­unni. Hann þarf á lækn­is­hjálp að halda vegna áverka sem hann hlaut á ung­lings­aldri, þeg­ar upp­reisn­ar­menn í Af­gan­ist­an reyndu að drepa hann. Þrá­ir hann heit­ast af öllu að fá tæki­færi til að lifa frið­sömu og eðli­legu lífi hér, en ekk­ert bend­ir til þess að stjórn­völd verði við þeirri bón.

Mest lesið undanfarið ár