Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Dagfarsprúður drullusokkur leitar að fegurðinni

Bjart­mar Guð­laugs­son þekk­ir öll þjóð­in. Lög hans og text­ar hafa stimpl­að sig ræki­lega inn í vit­und henn­ar og þeg­ar val­ið var Óska­lag þjóð­ar­inn­ar í sjón­varps­þátt­um hjá RÚV sigr­aði lag hans Þannig týn­ist tím­inn með yf­ir­burð­um. Bjart­mar er líka þekkt­ur list­mál­ari og nú hef­ur þriðja list­grein­in bæst í safn­ið því í haust kem­ur út hans fyrsta skáld­saga um leið og nýr geisladisk­ur lít­ur dags­ins ljós. Hann seg­ist loks vera hætt­ur að fela til­finn­ing­ar sín­ar og neit­ar að horfa í bak­sýn­is­speg­il­inn. Líf hans hef­ur ekki alltaf ver­ið dans á rós­um en hann seg­ist sátt­ur í dag.

Dagfarsprúður drullusokkur leitar að fegurðinni

​„Ég vil bara tala um fegurðina,“ segir Bjartmar um leið og við erum sest við eldhúsborðið á heimili hans í Vesturbænum og kaffið komið í bollana. „Það er svo óskapleg eftirspurn eftir ljótleikanum í lífinu, við verðum að einbeita okkur að því að leita að fegurðinni.“

Í samræmi við þessa yfirlýsingu segir Bjartmar að skáldsagan sem hann nýverið undirritaði samning um útgáfu á hjá Sögum útgáfu, snúist einmitt um leitina að fegurðinni. En er alfarið um skáldsögu að ræða?

„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er þetta lífsreynslutengd lygasaga,“ segir hann og hlær. „Eða öllu heldur þá er þetta skáldsaga en ég er staddur í henni. Og kannski mjög víða. Þetta er ferilssaga um mann sem leitar að fegurðinni í tónlist, ljóðum og myndum. Engir harmleikir. Því þótt það virki kannski ekki þannig á okkur dags 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár