„Ég vil bara tala um fegurðina,“ segir Bjartmar um leið og við erum sest við eldhúsborðið á heimili hans í Vesturbænum og kaffið komið í bollana. „Það er svo óskapleg eftirspurn eftir ljótleikanum í lífinu, við verðum að einbeita okkur að því að leita að fegurðinni.“
Í samræmi við þessa yfirlýsingu segir Bjartmar að skáldsagan sem hann nýverið undirritaði samning um útgáfu á hjá Sögum útgáfu, snúist einmitt um leitina að fegurðinni. En er alfarið um skáldsögu að ræða?
„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er þetta lífsreynslutengd lygasaga,“ segir hann og hlær. „Eða öllu heldur þá er þetta skáldsaga en ég er staddur í henni. Og kannski mjög víða. Þetta er ferilssaga um mann sem leitar að fegurðinni í tónlist, ljóðum og myndum. Engir harmleikir. Því þótt það virki kannski ekki þannig á okkur dags
Athugasemdir