Tinna og Egill taka á móti blaðamanni og ljósmyndara Stundarinnar á fallegu heimili sínu við Grettisgötuna og bjóða til sætis í fremri stofu hússins. Á meðan Tinna hellir upp á kaffi byrjar Egill á því að segja okkur frá hverfinu. „Við fluttum hingað árið 1981 og höfum því búið hér í 35 ár. Þegar við keyptum húsið vildi hér enginn búa. Nú á sú þróun sér stað aftur að hér vill enginn búa, eða ætti ég kannski að segja, hér er ekki lengur pláss fyrir venjulega íbúa,“ segir hann og bendir út um glugga sem snýr að götunni, en í fjarska má heyra hvelli og hávaða í vinnutækjum og iðnaðarmönnum. „Ég held það séu 28 hótel og gistiheimili í Grettisgötu. Þegar við fluttum hingað voru hér átta kjörbúðir og fjórar fiskbúðir og íbúi í hverju húsi. Nú eru allar búðir í hverfinu að verða mjög einsleitar. Ég er ekki bjartsýnn fyrir hönd okkar íbúanna hér í miðborginni, skipulagsyfirvöld virðast hafa tapað áttum í skipulagsmálum þessa elsta hluta Reykjavíkur.“
Upphafið var gleymd taska
„Þetta hús var nú ekki heillandi þegar við keyptum það,“ segir Tinna þegar hún er innt eftir því hvað hafi heillað hana við húsið árið 1981.
Athugasemdir