Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Nýtir ofbeldisreynsluna í listinni

Guð­rún Bjarna­dótt­ir leik­kona sagði frá minn­ing­um sín­um um of­beld­is­sam­band í ein­lægri grein fyr­ir um einu og hálfu ári síð­an. Hún tók með­vit­aða ákvörð­un um að veita eng­in við­töl í kjöl­far birt­ing­ar­inn­ar en von­aði að grein­in myndi vekja sam­fé­lag­ið til um­hugs­un­ar um of­beldi í nán­um sam­bönd­um. Næsta skref sé að tala um of­beld­is­menn­ina sjálfa og seg­ir Guð­rún mik­il­vægt að sam­fé­lag­ið for­dæmi þá ekki, held­ur rétti þeim hjálp­ar­hönd. Nú not­ar hún list­ina til að opna um­ræð­una enn frek­ar um eitt fald­asta sam­fé­lags­mein okk­ar tíma – of­beldi inn­an veggja heim­il­is­ins.

Haustið 2014 skrifaði kunningjakona Guðrúnar grein þar sem hún sagði frá reynslu sinni af heimilisofbeldi. Í kjölfarið hvatti hún Guðrúnu til að gera hið sama og hún tók áskoruninni. „Mér fannst þetta vera rétti tíminn,“ segir hún. „Það var einhver vakning í gangi í samfélaginu og ég vildi vera hluti af henni.“ 

Greinin vakti gríðarlega athygli og í kjölfarið stigu fleiri fram og sögðu frá sinni ofbeldisreynslu. Saman vöktu þessar greinar samfélagið til umhugsunar um heimilisofbeldi og má segja að þær hafi stuðlað að kröftugri samfélagslegri vitundarvakningu. „Hún var skrifuð í þeirri von um að hún yrði vonandi, þó ekki nema einum einstakling, til hjálpar. Ef ekki þá vekti hún fólk allavega til umhugsunar um málefnið,“ segir Guðrún, en hún vinnur nú, ásamt fleirum, að uppsetningu leikverksins SUSS!!! sem byggir einmitt á reynslusögum fólks af heimilisofbeldi. 

Við hittum Guðrúnu Bjarnadóttur á kaffihúsi í miðborginni og ræddum við hana um lífið, listina og lífsreynsluna sem hún lifði af.

Fimmta hver kona upplifað heimilisofbeldi

Í greininni „Minningar um ofbeldissamband“ sem birtist á vef Kvennablaðsins í október 2014 segist Guðrún hafa sagt skilið við sitt fyrra líf – líf sem einkenndist af ótta við að vera heiðarleg við sjálfa sig 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár