Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Ég er hvort sem er að deyja“

Ey­steinn Skarp­héð­ins­son er með 4. stigs krabba­mein í vélinda og eru reyk­ing­ar og óhóf­leg áfeng­isneysla helstu áhættu­þætt­ir. Með­al­ald­ur þeirra sem grein­ast er um 72 ár. Ey­steinn er 41 árs, hef­ur reykt frá 14 ára aldri og hef­ur ver­ið alkó­hólisti í 24 ár auk þess að vera í neyslu annarra vímu­efna. „Það er þannig með alkó­hól­isma; það er al­veg sama hvert mað­ur fer - hann kem­ur alltaf með. Hann eyði­legg­ur, eyði­legg­ur og eyði­legg­ur,“ seg­ir hann.

Það er komið vor. Sólin skín og fyrstu vorblómin hafa stungið upp kollinum. Hann stendur fyrir utan fjölbýlishús í Keflavík. Með bréfpoka í annarri hendinni. Gengur hægum skrefum inn í húsið. Hann heilsar hlýlega þegar inn er komið. Hávaxinn, myndarlegur, góðlegur og örgrannur. Hann tæmir innihald bréfpokans á lítinn disk og setur á borð. Bakaríiskökur og fínerí. 

Púðar bæði á setunni og við bakið á stólnum sem hann sest í. Bakverkirnir eru slæmir. Sjálfur getur hann eiginlega ekkert borðað. Æxlið við vélindað kemur í veg fyrir það. „Ég borðaði ekkert í fjóra mánuði í vetur en fékk næringu í gegnum sondu,“ segir hann.

Plastslanga sést standa upp úr buxnastrengnum. Næring og mulin lyf hafa verið sett í þessa slöngu undanfarna mánuði. Lyfjagjöf hefur gert það að verkum að æxlið hefur minnkað eitthvað og er hann farinn að borða örlítið.

Hann á erfitt með að kyngja munnvatni. Stendur reglulega upp og skyrpir í eldhúsvaskinn eða klósettið á meðan á viðtalinu stendur. Þetta reynir augljóslega á.

Sprautuför á höndunum. Hann lyftir upp ermunum og sýnir helbláa handleggina. Minning um lyfjagjafir og sprautur á sjúkrahúsinu.

Hann drekkur bláleitan orkudrykk. Sígarettustubbar liggja í öskubakka.

Fyrst drukkið um helgar

Hann er úr Keflavík. „Ég ólst upp fyrstu árin í Baugholtinu og það var svakalega góður tími. Yndislegur tími. Það var leikvöllur í miðju hverfinu og mikið af krökkum.

Ég byrjaði snemma að æfa fótbolta og skólinn fór að snúast um að komast út í frímínútur til að ná velli. Krakkarnir söfnuðust oft saman á kvöldin og fóru í leiki eins og Fallin spýta en við strákarnir hugsuðum mest um fótbolta og körfubolta alveg út í eitt. Ég var á tímabili í sex 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár