Það er komið vor. Sólin skín og fyrstu vorblómin hafa stungið upp kollinum. Hann stendur fyrir utan fjölbýlishús í Keflavík. Með bréfpoka í annarri hendinni. Gengur hægum skrefum inn í húsið. Hann heilsar hlýlega þegar inn er komið. Hávaxinn, myndarlegur, góðlegur og örgrannur. Hann tæmir innihald bréfpokans á lítinn disk og setur á borð. Bakaríiskökur og fínerí.
Púðar bæði á setunni og við bakið á stólnum sem hann sest í. Bakverkirnir eru slæmir. Sjálfur getur hann eiginlega ekkert borðað. Æxlið við vélindað kemur í veg fyrir það. „Ég borðaði ekkert í fjóra mánuði í vetur en fékk næringu í gegnum sondu,“ segir hann.
Plastslanga sést standa upp úr buxnastrengnum. Næring og mulin lyf hafa verið sett í þessa slöngu undanfarna mánuði. Lyfjagjöf hefur gert það að verkum að æxlið hefur minnkað eitthvað og er hann farinn að borða örlítið.
Hann á erfitt með að kyngja munnvatni. Stendur reglulega upp og skyrpir í eldhúsvaskinn eða klósettið á meðan á viðtalinu stendur. Þetta reynir augljóslega á.
Sprautuför á höndunum. Hann lyftir upp ermunum og sýnir helbláa handleggina. Minning um lyfjagjafir og sprautur á sjúkrahúsinu.
Hann drekkur bláleitan orkudrykk. Sígarettustubbar liggja í öskubakka.
Fyrst drukkið um helgar
Hann er úr Keflavík. „Ég ólst upp fyrstu árin í Baugholtinu og það var svakalega góður tími. Yndislegur tími. Það var leikvöllur í miðju hverfinu og mikið af krökkum.
Ég byrjaði snemma að æfa fótbolta og skólinn fór að snúast um að komast út í frímínútur til að ná velli. Krakkarnir söfnuðust oft saman á kvöldin og fóru í leiki eins og Fallin spýta en við strákarnir hugsuðum mest um fótbolta og körfubolta alveg út í eitt. Ég var á tímabili í sex
Athugasemdir