Flokkur

Andlát

Greinar

Studdi eiginmanninn í sjálfsvíginu
Viðtal

Studdi eig­in­mann­inn í sjálfs­víg­inu

Stein­ar Pét­urs­son tók ákvörð­un um að deyja í heimalandi eig­in­konu sinn­ar, Sviss. Á brúð­kaups­dag­inn þeirra, í byrj­un mars 2013, héldu þau ut­an, þar sem hann lést eft­ir að hafa tek­ið ban­væna lyfja­blöndu hjá stofn­un sem veit­ir lög­lega dán­ar­að­stoð. Stein­ar var orð­inn mjög veik­ur vegna ill­kynja heila­æxl­is og kaus að fara þessa leið til þess að deyja á með­an hann vissi enn hver hann var. Ekkja hans, Sylvia­ne Lecoultre Pét­urs­son, ákvað að styðja hann í þessu ferli, sækja um dán­ar­að­stoð­ina, afla nauð­syn­legra gagna, kaupa fyr­ir hann flug og koma hon­um út, þar sem fjöl­skyld­an sat hjá hon­um á með­an hann var að deyja. Hún efn­ir nú lof­orð við hann með því að vinna að því að opna um­ræð­una í gegn­um Lífs­virð­ingu - fé­lag um dán­ar­að­stoð.
Ólöf Nordal sýndi einlæga virðingu og naut virðingar þvert á stjórnmálaflokka
Fréttir

Ólöf Nor­dal sýndi ein­læga virð­ingu og naut virð­ing­ar þvert á stjórn­mála­flokka

Ólöf Nor­dal er kvödd af ein­læg­um sökn­uði eft­ir fer­il og lífs­hlaup sem skap­aði henni virð­ingu og vel­vild. Einn þeirra fyrr­ver­andi þing­manna sem hafa reynslu af störf­um Ólaf­ar Nor­dal lýs­ir þeirri ein­lægu virð­ingu sem hún sýndi, „ekki þess­ari virð­ingu sem okk­ur er öll­um skylt að sýna, held­ur langt um­fram nokkr­ar kröf­ur þings eða þjóð­ar“.
Hjálparsamtök minnast Ástrósar: „Of margir eru að deyja“
Fréttir

Hjálp­ar­sam­tök minn­ast Ástrós­ar: „Of marg­ir eru að deyja“

Hjálp­ar­sam­tök­in United Reykja­vík ætla á mánu­dag­inn að minn­ast þeirra sem lát­ist hafa vegna áfeng­is og vímu­efna­neyslu á ár­inu 2016. Þau vilja opna augu ráða­manna fyr­ir hinu gríð­ar­stóra vanda­máli sem felst í mis­notk­un vímu­efna og á sama tíma ætla þau að safna fyr­ir fjöl­skyldu Ástrós­ar, ungr­ar konu sem vakn­aði ekki á að­fanga­dag.
Endaði á bráðamóttöku eftir sonarmissi
Viðtal

End­aði á bráða­mót­töku eft­ir son­ar­missi

Ósk­ar Páll Daní­els­son var 32 ára þeg­ar hann lést í slysi í fjall­göngu. Líf hans nán­ustu breytt­ust við frá­fall hans. „Ég fór tvisvar upp á bráða­mót­töku af því ég hélt ég væri að fá hjarta­áfall,“ seg­ir móð­ir hans, Her­dís Hjör­leifs­dótt­ir. „Mér var svo illt í hjart­anu.“ Hún seg­ir að sökn­uð­ur­inn sé svo hroða­leg­ur að skyn­sem­in nái ekki alltaf yf­ir­hönd­inni. Her­dís seg­ir jafn­framt að for­eldr­ar sem missa barn eigi að gefa sér góð­an tíma í að syrgja og þiggja alla þá hjálp sem býðst.
Barnsmissir breytti öllu
Viðtal

Barn­smiss­ir breytti öllu

Svein­björn Svein­björns­son lést af slys­för­um sumar­ið 1980, þeg­ar hann var níu ára gam­all. Fað­ir hans, Svein­björn Bjarna­son, seg­ir að þótt 36 ár séu lið­in frá slys­inu hafi líf­ið aldrei orð­ið samt aft­ur. Eft­ir son­ar­missinn breytt­ist sýn hans á það sem skipt­ir mestu máli í líf­inu og hann fór aft­ur í nám. Und­an­far­in ár hef­ur hann hjálp­að öðr­um í sömu spor­um í gegn­um Birtu, lands­sam­tök for­eldra sem hafa misst börn eða ung­menni skyndi­lega.

Mest lesið undanfarið ár