Flokkur

Andlát

Greinar

Snappari sendi frá sér yfirlýsingu um sögusagnir af meintu sjálfsvígi manns
Fréttir

Snapp­ari sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu um sögu­sagn­ir af meintu sjálfs­vígi manns

„Ég tel það ekki vera mér að kenna ef hann hef­ur fyr­ir­far­ið sér,“ seg­ir Jó­hann­es Gísli Eggerts­son snapp­ari, í yf­ir­lýs­ingu um sögu­sagn­ir þess efn­is að mað­ur hefði svipt sig lífi í kjöl­far tál­beitu­að­gerð­ar hans. Í síð­ustu viku birti hann mynd­band af manni sem hafði mælt sér mót við 14 ára stúlku. Lög­regl­an veit­ir eng­ar upp­lýs­ing­ar en seg­ir að slíkt tál­beitu­mál sé til rann­sókn­ar.
Missti bróður sinn á jóladag
Viðtal

Missti bróð­ur sinn á jóla­dag

Hólm­fríð­ur Ólafs­dótt­ir missti bróð­ur sinn á jóla­dag og föð­ur þeg­ar hún var að hefja fram­halds­skóla­nám. Eft­ir slys varð hún að skipta um starfs­vett­vang og ákvað að verða djákni, þar sem hún reyn­ir nú að nýta reynslu sína til góðs. Hún heim­sæk­ir reglu­lega ein­stæð­inga og seg­ir að marg­ir séu einmana. Hún ráð­legg­ur þeim sem vilja hjálpa öðr­um að ger­ast heim­sókn­ar­vin­ir.
Hættulegt ef við færum yfir þessi mörk
Fréttir

Hættu­legt ef við fær­um yf­ir þessi mörk

Um­ræða um dán­ar­að­stoð hef­ur ekki far­ið fram hjá Land­læknisembætt­inu, en Birg­ir Jak­obs­son land­lækn­ir er al­far­ið á móti þeirri hug­mynd að boð­ið yrði upp á dán­ar­að­stoð hér á landi. „Við eig­um frek­ar að virða líf held­ur en að taka líf,“ seg­ir hann og bend­ir á að boð­ið sé upp á líkn­ar­með­ferð sem geri dauð­vona sjúk­ling­um kleift að fá mann­sæm­andi enda­lok.
Stofna félag um dánaraðstoð
Fréttir

Stofna fé­lag um dán­ar­að­stoð

Lífs­virð­ing, fé­lag um dán­ar­að­stoð, var stofn­að í janú­ar. Til­gang­ur fé­lags­ins er að stuðla að op­inni, upp­byggi­legri og víð­tækri um­ræðu um dán­ar­að­stoð og að vinna að því að sam­þykkt verði lög­gjöf um að við viss­ar að­stæð­ur og að upp­fyllt­um ströng­um skil­yrð­um verði dán­ar­að­stoð val­kost­ur fyr­ir þá sem kjósa að mæta ör­lög­um sín­um með þeim hætti.
Studdi eiginmanninn í sjálfsvíginu
Viðtal

Studdi eig­in­mann­inn í sjálfs­víg­inu

Stein­ar Pét­urs­son tók ákvörð­un um að deyja í heimalandi eig­in­konu sinn­ar, Sviss. Á brúð­kaups­dag­inn þeirra, í byrj­un mars 2013, héldu þau ut­an, þar sem hann lést eft­ir að hafa tek­ið ban­væna lyfja­blöndu hjá stofn­un sem veit­ir lög­lega dán­ar­að­stoð. Stein­ar var orð­inn mjög veik­ur vegna ill­kynja heila­æxl­is og kaus að fara þessa leið til þess að deyja á með­an hann vissi enn hver hann var. Ekkja hans, Sylvia­ne Lecoultre Pét­urs­son, ákvað að styðja hann í þessu ferli, sækja um dán­ar­að­stoð­ina, afla nauð­syn­legra gagna, kaupa fyr­ir hann flug og koma hon­um út, þar sem fjöl­skyld­an sat hjá hon­um á með­an hann var að deyja. Hún efn­ir nú lof­orð við hann með því að vinna að því að opna um­ræð­una í gegn­um Lífs­virð­ingu - fé­lag um dán­ar­að­stoð.

Mest lesið undanfarið ár