Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Endaði á bráðamóttöku eftir sonarmissi

Ósk­ar Páll Daní­els­son var 32 ára þeg­ar hann lést í slysi í fjall­göngu. Líf hans nán­ustu breytt­ust við frá­fall hans. „Ég fór tvisvar upp á bráða­mót­töku af því ég hélt ég væri að fá hjarta­áfall,“ seg­ir móð­ir hans, Her­dís Hjör­leifs­dótt­ir. „Mér var svo illt í hjart­anu.“ Hún seg­ir að sökn­uð­ur­inn sé svo hroða­leg­ur að skyn­sem­in nái ekki alltaf yf­ir­hönd­inni. Her­dís seg­ir jafn­framt að for­eldr­ar sem missa barn eigi að gefa sér góð­an tíma í að syrgja og þiggja alla þá hjálp sem býðst.

Haustið 1979 eignaðist Herdís Hjörleifsdóttir soninn Óskar Pál ásamt þýskum manni, Daníel Dieter Meyer. Rúmum þrjátíu árum síðar féll Óskar Páll frá með voflegum hætti þegar hann lenti í banaslysi í fjallgöngu. Herdís segir hér sögu sína, allt frá því að sonurinn var hætt kominn í fæðingunni og það þurfti að taka hann með bráðakeisaraskurði og þar til hún stóð frammi fyrir missinum. 

Fjölskyldan bjó á Íslandi fyrstu árin en Óskar Páll var sex ára þegar þau þau til Þýskalands. Eldri bróðir hans, Friðrik var þá 12 ára en sá yngsti, Bergsteinn, var nýfæddur. 

„Óskar Páll var mjög skondinn krakki. Hann var með miklar krullur sem fólk var alltaf að strjúka og hann þoldi þær ekki. Hann var fimm ára þegar hann bað hárgreiðslukonu um að klippa krullurnar af.  Hann sagði eftir að hann varð fullorðinn að ef hann ætti eftir að eignast börn þá vonaði hann að þau fengju ekki krullur.“ Dóttir hans státar af ljósu hári og fá krullurnar aldeilis að njóta sín.

„Hann var oft með svolítil skrípalæti en var líka alvörugefinn. Hann var rosalega brosmildur og varð strax ofboðslega ábyrgðarfullur. Þegar við vorum úti að labba fannst honum ég aldrei passa nógu vel upp á litla bróður hans sem honum fannst ganga of nálægt götunni. Óskar Páll hafði alltaf sterkar skoðanir á hlutunum. Kennararnir sögðu á foreldrafundum að ef krakkarnir ættu að ganga í hring þá gengi Óskar Páll alveg örugglega öfugan hring.

Hann var 12 ára þegar hann ákvað að fara í Waldorfskólann og lagði það á sig að fara út úr húsi klukkan sex að morgni, taka stræó á járnbrautarstöðina, fara með lest í næstu borg, Braunschweig, og þaðan með sporvagni í skólann.

Hann átti fáa en einstaklega góða vini og hafði þann eiginleika að snerta við hjörtum þeirra sem hann kynntist á lífsleiðinni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár