Margrét Marteinsdóttir

Fréttastjóri

Margrét hefur mikla reynslu af fjölmiðlum, vann á RÚV í 16 ár, meðal annars sem varafréttastjóri útvarps- og sjónvarps, yfirmaður íþróttadeildar og stýrði dægurmáladeild fréttastofu RÚV. Margrét var um tíma dagskrárstjóri Rásar 1 og Rásar 2. Margét var hluti af fjögurra manna teymi Stundarinnar sem hlaut blaðamannaverðlaun árið 2019 fyrir umfjöllun ársins um hamfarahlýnun.
Þunglyndið sem viss þráður gegnum öll verk Gyrðis
Viðtal

Þung­lynd­ið sem viss þráð­ur gegn­um öll verk Gyrð­is

Gyrð­ir Elías­son, skáld og mynd­list­ar­mað­ur, seg­ir að ljóð­ið sé það dýpsta í okk­ur og muni lík­lega ávallt eiga sér sess. Ein­semd­in hef­ur ver­ið Gyrði drif­kraft­ur í list­sköp­un­inni í 40 ár en hann seg­ir að jafn­væg­ið milli henn­ar og al­gerr­ar ein­angr­un­ar sé vand­með­far­ið. Sjálf­ur glími hann við krón­ískt þung­lyndi sem sjá megi sem viss­an þráð gegn­um öll hans verk.
Á sjöunda þúsund palestínsk börn dáið í árásum Ísraelshers
Erlent

Á sjö­unda þús­und palestínsk börn dá­ið í árás­um Ísra­els­hers

Á hverj­um degi síð­ustu tvo mán­uði hafa að með­al­tali 110 palestínsk börn ver­ið drep­in í árás­um Ísra­els­hers. Am­ir er einn þeirra en hann var fimm ára þeg­ar hann dó. Bræð­ur hans, sem eru tveggja og sjö ára, slös­uð­ust í árás­inni. For­eldr­ar þeirra, amma og afi dóu. Sautján ára frænka Am­ir slas­að­ist mjög al­var­lega í sömu árás. Bróð­ir henn­ar sem býr á Ís­landi vill fá hana hing­að.
Heimur Asil rifnaði í sundur
Viðtal

Heim­ur Asil rifn­aði í sund­ur

Asil Al Masri, sautján ára stúlka sem slas­að­ist al­var­lega í loft­árás Ísra­els­hers seg­ir í sam­tali við Heim­ild­ina að það sé eins og heim­ur­inn henn­ar hafi rifn­að í sund­ur. For­eldr­ar henn­ar, eldri syst­ir, mág­ur og fimm ára frændi henn­ar dóu í árás­inni. Barn­ung­ir syst­ur­syn­ir henn­ar slös­uð­ust. Asil er á spít­ala í Egyptalandi en Su­leim­an Al Masri, bróð­ir henn­ar sem býr á Ís­landi, vill fá hana hing­að.
Kallar eftir fyrirbyggjandi aðgerðum:  ,,Við erum komin inn í eldgosatímabil“
Fréttir

Kall­ar eft­ir fyr­ir­byggj­andi að­gerð­um: ,,Við er­um kom­in inn í eld­gosa­tíma­bil“

Land við Svartsengi er að rísa mun hrað­ar en það gerði vik­urn­ar fyr­ir jarð­skjálft­ana föstu­dag­inn 10. nóv­em­ber. Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að ef fram held­ur sem horf­ir gætu orð­ið stærri at­burð­ir á svæð­inu en síð­ustu daga. Hann seg­ir rým­ingaráætlan­ir góð­ar en kall­ar eft­ir því að ráð­ist sé í fyr­ir­byggj­andi að­gerð­ir á Reykja­nesi og höf­uð­borg­ar­svæð­inu ,,því að við er­um kom­in inn í eld­gosa­tíma­bil.“
„Allt sem lifir er komið í skjól“
MyndirJarðhræringar við Grindavík

„Allt sem lif­ir er kom­ið í skjól“

Fjöl­skylda sem flúði Grinda­vík hefst nú við á ættaróðali við Sog­ið. Þau eru þar tíu sam­an, fjór­ir ætt­lið­ir en einnig hund­ar og hæn­ur. ,,Allt sem lif­ir er kom­ið í skjól,” seg­ir Ísak Þór Ragn­ars­son. Val­dís Ósk Sig­ríð­ar­dótt­ir, unn­usta hans, seg­ir mik­il­vægt að tek­ist hafi að bjarga mynda­al­búm­um og kassa sem í voru fæð­ing­ar­skýrsl­ur barn­anna og fyrstu föt­in þeirra og skór.
Fólk opnar heimili sín fyrir Grindvíkingum
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Fólk opn­ar heim­ili sín fyr­ir Grind­vík­ing­um

Um eitt­þús­und Grind­vík­ing­ar hafa í kvöld lát­ið Rauða kross­inn vita að þeir séu komn­ir í skjól hjá ætt­ingj­um eða vina­fólki. Um átta­tíu íbú­ar Grinda­vík­ur eru komn­ir í fjölda­hjálp­ar­stöðv­ar Rauða kross­ins. Þá hef­ur ver­ið stofn­að­ur hóp­ur á Face­book þar sem fólk býð­ur Grind­vík­ing­um húsa­skjól.
Sameinast um tillögu utanríkismálanefndar
Fréttir

Sam­ein­ast um til­lögu ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata seg­ir til­lögu ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar um við­brögð við ástand­inu fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs senda skýr skila­boð til ráð­herra og al­þjóða­sam­fé­lags­ins um stöð­una og okk­ar af­stöðu. Pírat­ar og Við­reisn styðja til­lög­una og hafa dreg­ið sín­ar þings­álykt­un­ar­til­lög­ur um við­brögð við ástand­inu á svæð­inu til baka.
Ástandið í Palestínu ekki rætt á ríkisstjórnarfundi
Fréttir

Ástand­ið í Palestínu ekki rætt á rík­is­stjórn­ar­fundi

Ástand­ið fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs var ekki rætt á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra. Ís­land hef­ur for­dæmt árás­ir Ham­as á Ísra­el en ekki árás­ir Ís­rels­hers á Gaza. Katrín seg­ir rík­is­stjórn­ina for­dæma brot á al­þjóða­lög­um og mik­il­vægt sé að mögu­leg brot séu rann­sök­uð.
Alþjóðasamfélagið sjái nú innanmein ríkisstjórnar Íslands
Fréttir

Al­þjóða­sam­fé­lag­ið sjái nú inn­an­mein rík­is­stjórn­ar Ís­lands

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata spurði Bjarna Bene­dikts­son, ut­an­rík­is­ráð­herra á Al­þingi í dag hvað þyrfti að ger­ast í Palestínu til að hann hætti að hamra á því að Ísra­el­ar hefðu rétt til að verja sig. Bjarni sagði að eng­inn af­slátt­ur væri veitt­ur á því að virða bæri al­þjóða­lög. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, þing­kona Við­reisn­ar sagði að nú sæi allt al­þjóða­sam­fé­lag­ið „inn­an­mein rík­is­stjórn­ar­inn­ar.“
Ríkjum heims sé skylt að koma í veg fyrir þjóðarmorð
Fréttir

Ríkj­um heims sé skylt að koma í veg fyr­ir þjóð­armorð

Tíu þing­menn þeirra á með­al Jó­dís Skúla­dótt­ir og Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir frá Vinstri græn­um segja að rík­is­stjórn Ís­lands hafi lát­ið hjá líða að for­dæma árás­ir Ísra­els­hers á Gaza. Þau vilja að ut­an­rík­is­ráð­herra geri það og kalli einnig eft­ir taf­ar­lausu vopna­hléi. Mann­rétt­inda­sér­fræð­ing­ar segja þjóð­armorð yf­ir­vof­andi á Gaza. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata seg­ir ríkj­um heims skylt að koma í veg fyr­ir þjóð­armorð.
Grafreitur þúsunda barna
Greining

Gra­freit­ur þús­unda barna

Um fjög­ur þús­und palestínsk börn, hið minnsta, hafa dá­ið í loft­árás­um Ísra­els­hers síð­ustu fjór­ar vik­ur. Leita þarf hálfa öld aft­ur í tím­ann til að finna slík­an fjölda barna sem drep­in hafa ver­ið í stríði á svo skömm­um tíma. Um eitt þús­und börn eru tal­in vera föst und­ir rúst­um húsa. „Við er­um að verða vitni að stríðs­glæp­um af þeirri stærð­ar­gráðu sem ekki hafa sést áð­ur hér,“ seg­ir talskona palestínska Rauða hálf­mán­ans.
Segir forsætisráðuneytið hafa verið upplýst rúmum einum og hálfum tíma fyrir atkvæðagreiðsluna
Fréttir

Seg­ir for­sæt­is­ráðu­neyt­ið hafa ver­ið upp­lýst rúm­um ein­um og hálf­um tíma fyr­ir at­kvæða­greiðsl­una

Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið seg­ir að ákvörð­un Bjarna Bene­dikts­son­ar um að Ís­land myndi sitja hjá í at­kvæða­greiðslu um vopna­hlé á Gaza hafi leg­ið fyr­ir klukk­an 17:12 á föstu­dag. For­sæt­is­ráðu­neyt­ið hafi ver­ið upp­lýst óform­lega um hana rúm­um klukku­tíma síð­ar, eða ein­um klukku­tíma og 32 mín­út­um áð­ur en at­kvæða­greiðsl­an fór fram.
Hefur „gríðarlegar áhyggjur“ af 300 þúsund íbúum Gazaborgar
Fréttir

Hef­ur „gríð­ar­leg­ar áhyggj­ur“ af 300 þús­und íbú­um Gaza­borg­ar

Ísra­els­her hef­ur í kvöld ráð­ist af miklu afli inn í Gaza með loft­árás­um og land­hern­aði. Síma- og net­sam­band á svæð­inu hef­ur leg­ið niðri í nokkr­ar klukku­stund­ir. Fram­kvæmda­stjóri palestínska Rauða hálf­mán­ans seg­ist hafa gríð­ar­leg­ar áhyggj­ur af þeim 300 þús­und íbú­um Gaza­borg­ar sem séu fast­ir í borg­inni. Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar sam­þykktu álykt­un um vopna­hlé fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs í kvöld. Ís­land og öll hin Norð­ur­lönd­in, ut­an Nor­eg sátu hjá í at­kvæða­greiðsl­unni.

Mest lesið undanfarið ár